Vísbendingar um að töluverðu fjármagni sé komið undan skatti með ólöglegri milliverðlagningu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:50 Skattaskjól hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu. Samsett/Valli/Ernir Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.” Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.”
Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00