Vísbendingar um að töluverðu fjármagni sé komið undan skatti með ólöglegri milliverðlagningu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:50 Skattaskjól hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu. Samsett/Valli/Ernir Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.” Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í vinnu starfshóps, sem falið var að kanna umfang aflandsviðskipta og umsiva á lágskattasvæðum, komu fram vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Upplýsingar og samanburðargögn vanti þó og því sé nauðsynlegt að rannsaka málið betur. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld. Ólögleg milliverðlagning felur í sér skattaundanskot. Hún er framkvæmd þannig að rangt verð er skráð í inn- eða útflutningi í hagnaðarskyni. Oft er hún framkvæmd í viðskipum milli landa en innan tengdra félaga. Fyrir utan að vera ólögleg felur milliverðlagning í sér undanskot á sköttum og hefur oft í för með sér hærra verð innfluttrar vöru. Í vinnu sinni komst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þær samanburðaraðferðir sem notaðar eru erlendis til að áætla umfang slíks hér á landi séu ekki nothæfar. Þrátt fyrir mikilvægi útflutnings hér á landi virðist sem yfirsýn yfir hundruða milljarða útflutning geri mönnum erfitt fyrir að sjá hvort rétt verð sé gefið uppÁhyggjuefni á heimsvísu Þau gögn sem eru til gefa þó vísbendingar um að verð sé skráð rangt í inn- og útflutningi í hagnaðarskyni. Áætla má að tíu prósent af inn- og útflutningi sé þar undir og að fjármagn sem komið er undan með þeim hætti geti numið 120 milljörðum króna á síðustu tuttugu árum. „Það eru vísbendingar um að þessi munur sé meiri heldur en hann á að vera ef tekið er tillit til kostnaðar. En gögnin eru svolítið mótsagnakennd þannig að við teljum okkur ekki hafa komist til botns í því almennilega,“ sagði Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins sem vann skýrsluna í Kastljósi í kvöld. „Aðalástæðan fyrir því að við þurfum að gera það er að við höfðum ekki tíma og mannafla til þess að grafa almennilega ofan í gögnin. Eins og hefur verið gert margoft alþjóðlega til dæmis fyrir Afríkuríki. Í þessum Afríkulöndum kemur í ljós að fjármagnsflóttinn nemur hærri fjárhæðum en samanlögð erlend fjárfesting inn í landið og öll þróunarhjálp. Þannig að þetta er áhyggjuefni á heimsvísu og fróðlegt að sjá hvernig þetta er hérlendis. Við þekkjum það úr sögunni á Íslandi að þetta hefur verið stundað í miklum mæli hérlendis. Þess vegna er eðlilegt að menn spyrji sig hvort þetta sé hætt. En því er bara ósvarað. Við þyrftum að komast í að greina þessi gögn nánar ef við ætluðum að svara því hvort þetta sé enn ástundað í miklum mæli.”
Tengdar fréttir Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k 7. janúar 2017 07:00