Fleiri fréttir

Skilanefndarmaður SPB fékk forkaupsrétt í stóru leigufélagi

Slitastjórn Sparisjóðabankans (SPB) seldi félagi í eigu fyrrverandi skilanefndarmanns þrotabúsins tíu prósenta hlut í leigufélaginu Ásabyggð síðla árs 2015. Kaupverðið nam 10,6 milljónum króna og innan við ári síðar keypti hann sex prósent til viðbótar af Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ). Þessi 16 prósenta hlutur breyttist rétt fyrir síðustu áramót í 4,9 prósent í leigufélaginu Heimavöllum sem eru nú metin á um 664 milljónir króna. Eigandi hlutarins, lögmaðurinn Jón Ármann Guðjónsson, fullyrðir að hann hafi borgað um 100 milljónir króna fyrir eignar­hlutinn með kaupum á hlutafé og þátttöku í hlutafjáraukningum í Ásabyggð. Auk þess þáði hann ekki laun fyrir vinnu sína fyrir slitastjórnina á árunum 2012 til 2015.

Eigna­safn Seðla­bankans fékk tæpa þrjá milljarða

Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) fékk rétt fyrir áramót tæpa þrjá milljarða króna upp í kröfur sínar vegna gjaldþrots Askar Capital hf. ESÍ var langstærsti kröfuhafi félagsins en skiptum þess lauk 30. desember. Kröfur í búið námu 7,4 milljörðum og fengust rétt rúmir þrír milljarðar upp í þrotið eða 41 prósent.

Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell

Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög.

Jör ehf. tekið til gjald­þrota­skipta

Einkahlutafélagið Jör var tekið til gjaldþrotaskipta þann 11. janúar. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en félagið var stofnað utan um hönnun á fatalínum Jör og verslunarrekstur við Laugaveg 89.

Slást um vörumerkið Gamma fyrir dómi

Deila um notkun og skráningu á vörumerkinu Gamma verður útkljáð fyrir dómstólum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar á fimmtudag um frávísunarkröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. á dómsmáli sem hófst með stefnu fjármálafyrirtækisins Gamma Cap­ital Management hf. Eigendur fasteignafélagsins hafa einnig stefnt síðarnefnda félaginu.

Hugmyndir um breytingar á Seðlabanka Íslands enn á ís

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun skipa næsta seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Tvö ár eru liðin frá því að hugmyndir að nýrri stjórnskipan bankans voru kynntar – ekkert hefur gerst enn.

Stórkostlegur dagur fyrir Vestmannaeyjar

Þetta er stórkostlegur dagur sem Eyjamenn hafa lengi beðið eftir, sagði forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að lokinni undirritun samnings um nýjan Herjólf.

Loftbrú til Liverpool

Mörg hundruð Íslendingar ætla að horfa á viðureign Liverpool og Swansea um helgina. Fjórar ferðaskrifstofur eru með skipulagðar ferðir og seldist upp í þær allar á mjög skömmum tíma. Áhuginn á enska boltann sjaldan verið meiri.

Jólin komu snemma í þetta skiptið

Hærra hlutfall jólaverslunar fór fram í nóvember en áður hefur sést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Ylströnd verður opnuð á Héraði

Eigendur Jarðbaðanna í Mývatnssveit og Bláa lónsins ætla að byggja upp ylströnd nálægt Egilsstöðum Vonir bundnar við að aðstaðan verði vítamínsprauta í ferðaþjónustu. Búist við 38.000 gestum fyrsta árið.

Bretar myndu bregðast við með lækkun skatta

Bretar myndu líða fyrir það ef þeir fengju engan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins eftir útgöngu úr sambandinu og myndu ekki taka því þegjandi. Þetta segir Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta.

Vill að sveitarfélög hafi eftirlit með AirbnB

Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum.

Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku

Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða.

Langanesbyggð tapar tugum milljóna á leigusamningum

Langanesbyggð vill losna undan leigusamningum við leigufélagið Heimavelli. Hefur tapað 20 milljónum króna á sex íbúðum síðan 2011. Lögmaður leigufélagsins ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæði. Málið tekið fyrir í

Lánshæfismat ríkissjóðs hækkar

Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í dag lánshæfismat ríkissjóðs og er sjóðurinn nú kominn í flokk A- hjá fyrirtækinu.

Guðmundur nýr framkvæmdastjóri PIPARS\TBWA

Guðmundur Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PIPARS\TBWA og tekur hann við af Valgeiri Magnússyni sem hefur gegnt starfinu frá stofnun auglýsingastofunnar. Valgeir mun starfa áfram hjá stofunni sem starfandi stjórnarformaður og mun færa sig alfarið í að vinna fyrir viðskiptavini stofunnar að hugmyndum og stefnumótun.

Hagar minnka við sig í Kringlunni

Hagar hafa undirritað nýjan leigusamning við Reiti um verslun Hagkaupa í Kringlunni. Verslunin mun verða á einni hæð, í stað tveggja hæða áður og mun því minnka um 3.500 fermetra.

Undirrita samning um smíði Herjólfs

Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði Herjólfs. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018.

Eigendalausu félögin

Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn.

Danskt hvítöl tekið af markaði

Ákveðið hefur verið að stöðva dreifingu, taka af markaði og innkalla 33 cl flöskur af Ceres Jule-Hvidtøl árgerð 2016.

Rannsakar enn flutningafélögin

Ekki er hægt að svara því hvenær rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu ólögmætu samráði flutningafyrirtækjanna Eimskips og Samskipa lýkur. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en rannsóknin hófst haustið 2013.

Slitum Atorku Group formlega lokið

Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa.

Kjararáð ekki enn lækkað laun bankastjóra Íslandsbanka

Launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafa ekki breyst þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera í eigu ríkisins í tæpt ár. Fær um 28 milljónum meira en ef kjararáð hefði úrskurðað á yfirtökudegi. Launin munu

Sigríður Ingibjörg til ASÍ

Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá hagdeild Alþýðusambands Íslands í upphafi árs, þær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Sigurlaug Hauksdóttir.

Eignast tvö prósent í Kviku

Stefán Eiríks Stefánsson, forstöðumaður gjaldeyris­miðlunar Kviku fjárfestingabanka, á rúmlega 1,8 prósenta hlut í bankanum. Félagið Eiríks ehf., sem er í eigu Stefáns, eignaðist hlutinn í lok síðasta árs og er á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Kviku. Stefán Eiríks tók við starfi yfirmanns gjaldeyrismiðlunar Kviku í október 2015.

Frestuðu söluferli Extreme Iceland

Eigendur Extreme Iceland tóku fyrir áramót ákvörðun um að fresta söluferli þar sem bjóða átti fjárfestum að kaupa allt frá minnihlutaeign í ferðaþjónustufyrirtækinu og upp i allt hlutafé þess.

Stundin tapaði 13 milljónum

Útgáfufélagið Stundin ehf. var rekið með 12,9 milljóna króna tapi árið 2015. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins var eigið fé þess neikvætt um 936 þúsund krónur í lok fyrsta rekstrarárs fjölmiðilsins en það skuldaði þá 17 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir