Eigendalausu félögin Stjórnarmaðurinn skrifar 12. janúar 2017 11:00 Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira