Jóhanna Vigdís í hópi nýrra starfsmanna Samtaka iðnaðarins atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2017 08:47 Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Vísir/Stefán Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er í hópi þriggja manna sem hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins. Hún hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá samtökunum. Þá hefur Bryndís Jónatansdóttir verið ráðin sérfræðingur í greiningum innan hugverkasviðs og framleiðslu- og matvælasviðs SI og Vignir Örn Guðmundsson sérfræðingur á hugverkasviði SI. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Jóhanna Vigdís hafi starfað sem leikkona og söngkona í fjölda ára og verið fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá árinu 2000. „Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum og sungið inn á fjölda geisladiska. Jóhanna Vigdís er útskrifuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess sem hún hefur BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands.“ Starf Bryndísar er nýtt starf innan samtakanna. „Bryndís hefur starfað sem sérfræðingur í skapandi greinum, meðal annars í vinnuhóp fyrir málþing um tölfræði menningar og skapandi greina árið 2015 og var verkefnastjóri hjá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina sama ár. Þá hefur hún starfað sem verkefnastjóri margvíslegra viðburða tengdum frumkvöðlum og nýsköpun. Bryndís er með BS í Business Administration and Service Management og MS í Management of Creative Business Processes frá Copenhagen Business School.“ Vignir Örn er formaður Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. „Hann er einn af stofnendum Radiant Games og hefur verið framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins frá árinu 2014. Vignir Örn starfaði um skeið hjá Fraunhofer CESE í Maryland, þar sem hann vann að hugbúnaðarprófunum fyrir NASA. Hann hefur einnig fengist við kennslu í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum. Vignir Örn er með BS í stærðfræði og MS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.“ Haft er eftir Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að þetta mikinn liðsauka fyrir samtökin. „Þau koma öll þrjú með þekkingu og reynslu á sviðum sem eru mikilvæg fyrir iðnaðinn. Fjölbreyttur bakgrunnur þeirra mun nýtast vel fyrir aðildarfyrirtækin okkar hvort heldur er á sviði hugverka, framleiðslu eða menntamála. Ég er því sannfærður um að þau eiga eftir að reynast okkur góðir liðsmenn,“ segir Almar. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er í hópi þriggja manna sem hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins. Hún hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá samtökunum. Þá hefur Bryndís Jónatansdóttir verið ráðin sérfræðingur í greiningum innan hugverkasviðs og framleiðslu- og matvælasviðs SI og Vignir Örn Guðmundsson sérfræðingur á hugverkasviði SI. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Jóhanna Vigdís hafi starfað sem leikkona og söngkona í fjölda ára og verið fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá árinu 2000. „Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum og sungið inn á fjölda geisladiska. Jóhanna Vigdís er útskrifuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess sem hún hefur BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands.“ Starf Bryndísar er nýtt starf innan samtakanna. „Bryndís hefur starfað sem sérfræðingur í skapandi greinum, meðal annars í vinnuhóp fyrir málþing um tölfræði menningar og skapandi greina árið 2015 og var verkefnastjóri hjá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina sama ár. Þá hefur hún starfað sem verkefnastjóri margvíslegra viðburða tengdum frumkvöðlum og nýsköpun. Bryndís er með BS í Business Administration and Service Management og MS í Management of Creative Business Processes frá Copenhagen Business School.“ Vignir Örn er formaður Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. „Hann er einn af stofnendum Radiant Games og hefur verið framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins frá árinu 2014. Vignir Örn starfaði um skeið hjá Fraunhofer CESE í Maryland, þar sem hann vann að hugbúnaðarprófunum fyrir NASA. Hann hefur einnig fengist við kennslu í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum. Vignir Örn er með BS í stærðfræði og MS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.“ Haft er eftir Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að þetta mikinn liðsauka fyrir samtökin. „Þau koma öll þrjú með þekkingu og reynslu á sviðum sem eru mikilvæg fyrir iðnaðinn. Fjölbreyttur bakgrunnur þeirra mun nýtast vel fyrir aðildarfyrirtækin okkar hvort heldur er á sviði hugverka, framleiðslu eða menntamála. Ég er því sannfærður um að þau eiga eftir að reynast okkur góðir liðsmenn,“ segir Almar.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira