Skotsilfur Markaðarins: Slagur um bankastjórastól og stefna Landsbankans Ritstjórn Markaðarins skrifar 16. janúar 2017 09:54 Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira