Skotsilfur Markaðarins: Slagur um bankastjórastól og stefna Landsbankans Ritstjórn Markaðarins skrifar 16. janúar 2017 09:54 Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira