Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Sveinn Arnarsson skrifar 18. janúar 2017 10:00 Landsvirkjun áætlar að byggja 125 vindmyllur við Búrfell. Vísir/Valli Forsvarsmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru mjög ósáttir við hversu lágt fasteignamat hins opinbera er á vindmyllum Landsvirkjunar á Hafinu við Búrfell. Fasteignamat þeirra tilraunamyllna sem hafa framleitt rafmagn frá árinu 2014 er aðeins 32 milljónir. Hefur sveitarfélagið ákveðið að kæra fasteignamatið. „Já, okkur þykir nú þetta fasteignamat heldur lágt. Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fasteignamatið á þessum vindmyllum sem réttast. Hér er um miklar tekjur að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Þetta er í raun angi af stærra máli sem snýr að því hvað er raforkubúnaður og hvað er byggingin sjálf. Eins og í vatnsaflsvirkjunum er aðeins stöðvarhúsið sjálft metið en ekki aðrar byggingar til að mynda.“Landsvirkjun áformar að byggja upp vindmyllugarð á Hafinu við Búrfell, svokallaðan Búrfellslund. Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu sé um 150 metrar. Áætlar Landsvirkjun að byggja 125 myllur á svæðinu á næstu árum. Verða 58 þeirra með 3,5 MW aflgetu og 67 þeirra með 3 MW aflgetu. Munu framkvæmdir eiga sér stað í landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ljóst er að miklar tekjur geta skapast fyrir sveitarfélagið og vilja Hreppamenn því láta reyna á hvort fasteignamatið, um 32 milljónir króna, sé rétt. Fasteignamat fyrir árið 2017 skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar í febrúarmánuði árinu áður. Deilt er hins vegar um hvað sé mannvirki og hvað sé búnaður til raforkuframleiðslu. Verði hugmyndir Landsvirkjunar að veruleika gæti Búrfellslundur séð öllum íslenskum heimilum fyrir raforku. Nýtingarhlutfall vindmyllna á Íslandi er í kringum 40 prósent, samanborið við 28 prósent nýtingarhlutfall á heimsvísu. Því er talið ákjósanlegt að virkja vindorku á Íslandi. Búrfellslundur er nú í biðflokki rammaáætlunar en Skipulagsstofnun metur umhverfisáhrif lundarins neikvæðar. „Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00 Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Forsvarsmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru mjög ósáttir við hversu lágt fasteignamat hins opinbera er á vindmyllum Landsvirkjunar á Hafinu við Búrfell. Fasteignamat þeirra tilraunamyllna sem hafa framleitt rafmagn frá árinu 2014 er aðeins 32 milljónir. Hefur sveitarfélagið ákveðið að kæra fasteignamatið. „Já, okkur þykir nú þetta fasteignamat heldur lágt. Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fasteignamatið á þessum vindmyllum sem réttast. Hér er um miklar tekjur að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Þetta er í raun angi af stærra máli sem snýr að því hvað er raforkubúnaður og hvað er byggingin sjálf. Eins og í vatnsaflsvirkjunum er aðeins stöðvarhúsið sjálft metið en ekki aðrar byggingar til að mynda.“Landsvirkjun áformar að byggja upp vindmyllugarð á Hafinu við Búrfell, svokallaðan Búrfellslund. Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu sé um 150 metrar. Áætlar Landsvirkjun að byggja 125 myllur á svæðinu á næstu árum. Verða 58 þeirra með 3,5 MW aflgetu og 67 þeirra með 3 MW aflgetu. Munu framkvæmdir eiga sér stað í landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ljóst er að miklar tekjur geta skapast fyrir sveitarfélagið og vilja Hreppamenn því láta reyna á hvort fasteignamatið, um 32 milljónir króna, sé rétt. Fasteignamat fyrir árið 2017 skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar í febrúarmánuði árinu áður. Deilt er hins vegar um hvað sé mannvirki og hvað sé búnaður til raforkuframleiðslu. Verði hugmyndir Landsvirkjunar að veruleika gæti Búrfellslundur séð öllum íslenskum heimilum fyrir raforku. Nýtingarhlutfall vindmyllna á Íslandi er í kringum 40 prósent, samanborið við 28 prósent nýtingarhlutfall á heimsvísu. Því er talið ákjósanlegt að virkja vindorku á Íslandi. Búrfellslundur er nú í biðflokki rammaáætlunar en Skipulagsstofnun metur umhverfisáhrif lundarins neikvæðar. „Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00 Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00
Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30