Fleiri fréttir

H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk

Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks.

Hagar kaupa brunarústir í Skeifunni

Fyrr í dag var skrifað undir kaupsamning um kaup verslunarfyrirtækisins Haga hf. á 4.706 fermetra eignarhluta í Skeifunni 11 sem skemmdist að stórum hluta í brunanum þar í júlí 2014. Seljandi er Fönn-Þvottaþjónusta ehf. sem rak fyrir brunann þvottahús á lóðinni. Kaupverðið nemur 1.714 milljónum króna.

Vilja sjá Borgunarmálið klárast

Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson.

Birgir Bieltvedt seldi hlut sinn í Hard Rock

Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur selt hlut sinn í veitingastaðnum Hard Rock Café við Lækjargötu. Gengið var frá sölunni rétt fyrir áramót eða einungis tveimur mánuðum eftir að staðurinn opnaði. Högni Sigurðsson, viðskiptafélagi og samstarfsmaður Birgis, og aðilar tengdir honum keyptu hlutinn.

Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra.

Hörður ráðinn ritstjóri Markaðarins

Hörður Ægisson hefur verið ráðinn viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins. Þá hefur Haraldur Guðmundsson verið ráðinn viðskiptablaðamaður.

Geta selt Símabréfin

Fjárfestahópurinn sem keypti fimm prósenta hlut í Símanum í umdeildri sölu Arion banka í ágúst 2015 getur nú selt bréfin. Söluhömlum var aflétt 1. janúar en við opnun markaða þann dag nam gengi hlutabréfa Símans 3,13 krónum. Virði þeirra hafði þá hækkað um 24 prósent síðan hópurinn keypti þau á genginu 2,518 fyrir 1.215 milljónir króna. Gátu meðlimir hans því selt öll fimm prósentin á 1.510 milljónir króna þegar söluhömlunum var aflétt.

AT&T prufar 5G farsímanet

AT&T hélt því fram í fréttatilkynningu að 5G netið sem fyrirtækið væri að þróa næði allt að fjórtán gígabita hraða á sekúndu, sem er mun meiri hraði en fæst með 4G tengingu.

Buffett græðir vel

Milljarðamæringurinn Warren Buffett græddi að meðaltali 32,2 milljónir dala á dag eða 3,6 milljarða allt árið 2016, samkvæmt útreikningum Bloomberg.

Facebook textar myndbönd

Enn sem komið er stendur bandarískum like-síðum möguleikinn til boða en von er á því að allir notendur Facebook geti textað myndbönd sín á næstunni.

Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials

Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár.

Bjarni Þór til Deloitte

Bjarni Þór Bjarnason, lögmaður, hefur tekið við sem sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte.

Sushisamba verður að Sushi Social

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að veitingastaðurinn í Þingholtsstræti mætti ekki bera nafnið Sushisamba.

Airbnb útleiga meira en afhending lykla

Tveir félagar með reynslu úr ferðaþjónustunni hafa stofnað fyrirtæki sem býður viðskiptavinum upp á heildarumsjón Airbnb íbúða. Góðar ljósmyndir og lýsing geta skipt sköpum segir annar stofnandinn.

Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis

Norskt skipasmíðafyrirtæki hefur rift samningi sínum við íslenska fyrirtækið Polar Maritime sem er dótturfélag Fáfnis Offshore. Samningurinn var upphaflega gerður við Fáfni. Riftunin hefur ekki áhrif að sögn stjórnarformanns.

Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram

Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember.

253.000 tonn til Íslands

Gefnar hafa verið út reglugerðir um leyfilega heildarveiði á norsk-íslenskri síld og leyfilega upphafsveiði á kolmunna á árinu 2017.

Sjá næstu 50 fréttir