Viðskipti innlent

Vilja sjá Borgunarmálið klárast

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sparisjóður Austurlands átti 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun.
Sparisjóður Austurlands átti 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun.
Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson.

„Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort

við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“

Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu.

Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Lands­bankinn og fékk 22,5 milljónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á milljarðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í viðbótargreiðslunni og í apríl var lögfræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin.

Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×