Viðskipti innlent

H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
H&M mun opna tvær verslanir á Íslandi á næstunni.
H&M mun opna tvær verslanir á Íslandi á næstunni. vísir/getty
Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. Stefnt er að því að ráða í á þriðja tug starfa núna í janúar og febrúar en frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Ráðið verður í stjórnunarstörf hjá H&M, til að mynda verða ráðnir verslunarstjórar, markaðs-og upplýsingafulltrúi og útstillingarfólk. Þeir sem verða ráðnir munu hefja störf í apríl og/eða maí og munu þurfa að fara í þjálfun erlendis.

Alls þarf að ráða um 150 manns til starfa hjá H&M á Íslandi og verður ráðningar kláraðar síðar á árinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×