Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Silicor Materials samdi við Faxaflóahafnir um lóð á Grundartanga í apríl 2015. Vísir/aðsend Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent