Fleiri fréttir

„Stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu“

Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.

Skynjar mikinn áhuga á eignum ÍLS

Íbúðalánasjóður setti á dögunum 400 íbúðir í sölu, sem ætlaðar eru til útleigu. Tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðunum hafa ekki sýnt eignunum áhuga. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir þó marga hafa sýnt eignunum áhuga.

Ferðaplön þúsunda farþega gætu farið úr skorðum

EFTA dómstóllinn hefur mál WOW air og Icelandair vegna afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til skoðunar. Niðurstaða dómsins gæti haft mikil á ferðaáætlanir þeirra sem hyggjast ferðast næsta sumar.

Svipmynd Markaðarins: Spilar golf á sumrin með Vippunum

Hildur Árnadóttir var nýverið ráðin forstöðumaður Fjárstýringar Íslandsbanka en starfaði áður hjá Bakkavör Group. Hún er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Vann um tíma sem stjórnarmaður í fullu starfi.

Trúa enn á metanið þrátt fyrir mikið hrun

Alls hafa 34 nýskráðir metanbílar farið á götuna á árinu sem er samdráttur um 82% frá 2012. Metanafgreiðslustöðvum hefur fjölgað á tímabilinu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins bindur vonir við að sala á bílunum eigi eftir að aukast.

Búast við óbreyttum vöxtum

Bæði Hagdeild Landsbankans og Greiningadeild Arion banka telja víst að peningastefnunefnd kjósi að halda vöxtum sínum óbreyttum. Næsta stýrivaxtahækkun verður á miðvikudaginn.

Nýir fjárfestar í Kjarnanum

Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiðir hóp fjárfesta sem keypt hafa hlutafé í vefmiðlinum Kjarnanum.

Viðræður hafnar á milli Vefpressunnar og DV

„Við erum að endurskipuleggja hjá okkur og til að fá meiri og betri yfirsýn, ætla ég að vera útgefandi allra okkar miðla og sjá um sjónvarpsþáttinn vikulega á Stöð,“ segir Björn Ingi Hrafnsson

Fær hálfan milljarð króna fyrir sinn hlut í Datamarket

Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut.

Sjá næstu 50 fréttir