Viðskipti innlent

Sif Sigfúsdóttir ráðin viðskiptastjóri hjá FranklinCovey

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sif Sigfúsdóttir, viðskiptastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Sif Sigfúsdóttir, viðskiptastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Sif Sigfúsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá alþjóðlega þekkingarfyrirtækinu FranklinCovey á Íslandi. Sif starfaði áður sem markaðs-og vefstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og sem markaðsstjóri Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar HÍ.

Sif er með BA gráðu í ensku, diplómu í markaðs-og útflutningsfræði og mastersgráðu í mannauðsstjórnun.

FranklinCovey er með aðsetur í 149 löndum og þjónar árangri einstaklinga og vinnustaða með þjálfun, rannsóknum og umbreytingastarfi. Fyrirtækið er skráð í kauphöllina í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×