Svipmynd Markaðarins: Spilar golf á sumrin með Vippunum 3. nóvember 2014 10:02 Hildur Árnadóttir var nýverið ráðin forstöðumaður Fjárstýringar Íslandsbanka en starfaði áður hjá Bakkavör Group. Hún er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Vann um tíma sem stjórnarmaður í fullu starfi. Vísir/Stefán „Þetta er fjármögnun bankans og stýring á þessum ójöfnuði hans sem er verðtryggingarjöfnuður, gjaldeyrisjöfnuður og síðan lausafjárstýring,“ segir Hildur Árnadóttir þegar hún er beðin um að útskýra hvað felst í starfi hennar sem forstöðumaður Fjárstýringar Íslandsbanka. „Fjárstýringin tengist öllum þáttum í starfsemi bankans og núna er í fullum gangi áætlanagerð fyrir næstu fimm ár. Það þarf víst að fjármagna bankann og samhæfa inn- og útlán,“ segir Hildur og hlær. Hildur var ráðin til Íslandsbanka í byrjun október en hún starfaði áður hjá Bakkavör Group. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, útskrifaðist þaðan 1991, og löggiltur endurskoðandi. „Eftir nám vann ég hjá KPMG sem endurskoðandi og einn af eigendum félagsins allt til ársins 2004 þegar ég færði mig yfir til Bakkavarar,“ segir Hildur. Hún starfaði sem fjármálastjóri Bakkavarar til ársins 2008. Þá fór hún að vinna sem stjórnarmaður í fullu starfi og sat til ársins 2010 í stjórnum fyrirtækja á borð við Skipti, Lýsingu, Bakkavör og Exista. Eftir það gerðist hún innanhússráðgjafi hjá Bakkavör þar sem hún sinnti aðallega endurfjármögnun samstæðunnar. „Að fara yfir til Íslandsbanka er talsverð breyting því ég hef síðustu tíu ár unnið hjá framleiðslufyrirtæki sem þurfti á fjármögnun að halda. Nú er ég hinum megin við borðið og þarf nú að fara að velta þeim þætti fyrir mér.“ Hildur er gift Ragnari Þ. Guðgeirssyni, ráðgjafa og stjórnarformanni ráðgjafafyrirtækisins Expectus. Þau eiga tvö börn, 17 og 21 árs, og einn hund af Border Collie-kyni. „Á sumrin fer frítíminn aðallega í golf en ég er í kvennahópi í golfi sem heitir Vippurnar og í parahópi sem heitir Kollan,“ segir Hildur þegar hún er spurð um áhugamál. „Svo finnst mér gaman að lesa góðar bækur og fara í göngur. Ég fer í eina fjögurra daga gönguferð á ári með hóp sem heitir Krummafætur og hefur gengið saman í allavega fimmtán ár en ég hef verið í honum í fimm ár. Einnig var ég á tímabili mjög virk í veiðistússi en ég hef þó verið latari við það undanfarin ár. Að lokum fer ég mikið á skíði en ég fór með vinahópnum í skemmtilega ferð til Colorado í Bandaríkjunum í janúar.“Ásdís PétursdóttirÁsdís Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs hjá Actavis „Við Hildur höfum unnum náið saman í nokkur ár hjá Bakkavör. Það sem einkennir hana er hvað hún er fær í sínu starfi, traust, fylgin sér og mikill dugnaðarforkur. Hún hefur náð miklum árangri í viðskiptalífinu, ekki síst í tengslum við alþjóðlega uppbyggingu Bakkavarar þar sem hún var í lykilhlutverki í tíu ár. En Hildur er hógvær, býr yfir einstöku jafnaðargeði og lætur verkin tala. Hún er klár, nákvæm og það toppa hana fáir þegar kemur að skipulagshæfileikum. Það skemmtilega við Hildi er að í henni býr ævintýramanneskja sem vílar ekkert fyrir sér – en það sem stendur upp úr er frábær samstarfsmaður og heilsteypt manneskja með stórt hjarta.“Guðlaug SigurðardóttirGuðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála Landsnets „Hildur er mjög skipulögð og ég held að það séu fleiri klukkustundir í sólarhringnum hjá henni en flestum öðrum. Hún áorkar mjög miklu, fylgist ótrúlega vel með á öllum sviðum ásamt því að stunda áhugamálin af miklum krafti. Ef það er ekki nóg að gera hjá henni þá ræðst hún bara á allt það sem hægt er að skipuleggja betur. Hún er frábær vinkona sem gott er að eiga að. Hún er mjög heilsteyptur persónuleiki og talar ekki af sér. Það er því mjög gott að leita til hennar þegar eitthvað er. Hún er töffari. Það tekur nokkurn tíma að kynnast henni þannig að hún hleypi að sér en þegar þangað er komið þá er maður aldrei einn.“ Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Þetta er fjármögnun bankans og stýring á þessum ójöfnuði hans sem er verðtryggingarjöfnuður, gjaldeyrisjöfnuður og síðan lausafjárstýring,“ segir Hildur Árnadóttir þegar hún er beðin um að útskýra hvað felst í starfi hennar sem forstöðumaður Fjárstýringar Íslandsbanka. „Fjárstýringin tengist öllum þáttum í starfsemi bankans og núna er í fullum gangi áætlanagerð fyrir næstu fimm ár. Það þarf víst að fjármagna bankann og samhæfa inn- og útlán,“ segir Hildur og hlær. Hildur var ráðin til Íslandsbanka í byrjun október en hún starfaði áður hjá Bakkavör Group. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, útskrifaðist þaðan 1991, og löggiltur endurskoðandi. „Eftir nám vann ég hjá KPMG sem endurskoðandi og einn af eigendum félagsins allt til ársins 2004 þegar ég færði mig yfir til Bakkavarar,“ segir Hildur. Hún starfaði sem fjármálastjóri Bakkavarar til ársins 2008. Þá fór hún að vinna sem stjórnarmaður í fullu starfi og sat til ársins 2010 í stjórnum fyrirtækja á borð við Skipti, Lýsingu, Bakkavör og Exista. Eftir það gerðist hún innanhússráðgjafi hjá Bakkavör þar sem hún sinnti aðallega endurfjármögnun samstæðunnar. „Að fara yfir til Íslandsbanka er talsverð breyting því ég hef síðustu tíu ár unnið hjá framleiðslufyrirtæki sem þurfti á fjármögnun að halda. Nú er ég hinum megin við borðið og þarf nú að fara að velta þeim þætti fyrir mér.“ Hildur er gift Ragnari Þ. Guðgeirssyni, ráðgjafa og stjórnarformanni ráðgjafafyrirtækisins Expectus. Þau eiga tvö börn, 17 og 21 árs, og einn hund af Border Collie-kyni. „Á sumrin fer frítíminn aðallega í golf en ég er í kvennahópi í golfi sem heitir Vippurnar og í parahópi sem heitir Kollan,“ segir Hildur þegar hún er spurð um áhugamál. „Svo finnst mér gaman að lesa góðar bækur og fara í göngur. Ég fer í eina fjögurra daga gönguferð á ári með hóp sem heitir Krummafætur og hefur gengið saman í allavega fimmtán ár en ég hef verið í honum í fimm ár. Einnig var ég á tímabili mjög virk í veiðistússi en ég hef þó verið latari við það undanfarin ár. Að lokum fer ég mikið á skíði en ég fór með vinahópnum í skemmtilega ferð til Colorado í Bandaríkjunum í janúar.“Ásdís PétursdóttirÁsdís Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs hjá Actavis „Við Hildur höfum unnum náið saman í nokkur ár hjá Bakkavör. Það sem einkennir hana er hvað hún er fær í sínu starfi, traust, fylgin sér og mikill dugnaðarforkur. Hún hefur náð miklum árangri í viðskiptalífinu, ekki síst í tengslum við alþjóðlega uppbyggingu Bakkavarar þar sem hún var í lykilhlutverki í tíu ár. En Hildur er hógvær, býr yfir einstöku jafnaðargeði og lætur verkin tala. Hún er klár, nákvæm og það toppa hana fáir þegar kemur að skipulagshæfileikum. Það skemmtilega við Hildi er að í henni býr ævintýramanneskja sem vílar ekkert fyrir sér – en það sem stendur upp úr er frábær samstarfsmaður og heilsteypt manneskja með stórt hjarta.“Guðlaug SigurðardóttirGuðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála Landsnets „Hildur er mjög skipulögð og ég held að það séu fleiri klukkustundir í sólarhringnum hjá henni en flestum öðrum. Hún áorkar mjög miklu, fylgist ótrúlega vel með á öllum sviðum ásamt því að stunda áhugamálin af miklum krafti. Ef það er ekki nóg að gera hjá henni þá ræðst hún bara á allt það sem hægt er að skipuleggja betur. Hún er frábær vinkona sem gott er að eiga að. Hún er mjög heilsteyptur persónuleiki og talar ekki af sér. Það er því mjög gott að leita til hennar þegar eitthvað er. Hún er töffari. Það tekur nokkurn tíma að kynnast henni þannig að hún hleypi að sér en þegar þangað er komið þá er maður aldrei einn.“
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun