Viðskipti innlent

Viðræður hafnar á milli Vefpressunnar og DV

Samúel Karl Ólason skrifar
„Við erum að endurskipuleggja hjá okkur og til að fá meiri og betri yfirsýn, ætla ég að vera útgefandi allra okkar miðla og sjá um sjónvarpsþáttinn vikulega á Stöð,“ segir Björn Ingi Hrafnsson útgefandi og aðaleigandi Vefpressunnar.

Í gær var tilkynnt að hann sé hættur sem ritstjóri Pressunnar og hefur Kristján Kormákur Guðjónsson verið ráðinn í hans stað.

Viðræður eru hafnar á milli Vefpressunnar, fyrirtækis Björns Inga, og útgáfufélags DV um mögulegan samruna. Rúv sagði frá þessu í gær og Björn Ingi staðfestir það í samtali við Vísi.

Hann segir þó ekkert annað að frétta af málinu á þessum tímapunkti. Það muni skýrast á allra næstu dögum.

Forsvarsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í síðasta mánuði þar sem sagt var að DV ehf. gæti stækkað innan frá og/eða með yfirtöku eða sameiningu við önnur félög á fjölmiðlamarkaðinum. Sennilega myndi hvorutveggja gerast.

Björn Ingi segir að eigendur DV hafi nálgast eigendur Vefpressunnar vegna málsins og sjálfsagt aðra fjölmiðla líka.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×