Fær hálfan milljarð króna fyrir sinn hlut í Datamarket Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2014 18:54 Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar. Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar.
Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun