Fleiri fréttir

Penninn og Ríkiskaup undirrita rammasamning

Í dag undirrituðu Penninn ehf. og Ríkiskaup rammasamning fyrir almennar skrifstofuvörur og ljósritunarpappír. Samningurinn tekur til kaupa á skrifstofuvörum og ljósritunarpappír og tengdri þjónustu.

Verð hjá hótelum og gistiheimilum hækkaði um 61%

Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hefur hækkað gríðarlega frá áramótum. Þessi hækkun hefur áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar, en tólf mánaða verðbólga er nú 3,3% samkvæmt nýrri mælingu. Greining Íslandsbanka segir frá því í Morgunkorni í dag að þessi liður hafi ávallt hækkað verulega á fyrri hluta ársins. Hefur hækkunin síðustu ár verið á bilinu 18% - 35%.

Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí án ástæðu

Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum.

OECD spáir 2,6% hagvexti á Íslandi á næsta ári

OECD spáir því að hagvöxtur á Íslandi muni aukast töluvert á næsta ári og verða 2,6%. Spáð er að hagvöxturinn á yfirstandandi ári verði 1,9% sem er það sama og Hagstofan gerir ráð fyrir.

Staða ríkissjóðs batnar á milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins liggur nú fyrir. Staða handbærs fjár frá rekstri batnaði miðað við sama tímabil í fyrra og var neikvætt um 4,3 milljarða kr. en var neikvætt um 6,1 milljarð kr. í fyrra.

Verðbólgan er óbreytt í 3,3%

Ársverðbólgan mælist 3,3% í maí og er óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta er í samræmi við allar spár sérfræðinga.

Messuvín er á þrotum í Venesúela

Kaþólska kirkja í Venesúela hefur sent frá sér skilaboð um að messuvín sé á þrotum í landinu vegna skorts á ýmsum birgðum til að framleiða það.

Peningaþvætti sem nemur 750 milljörðum

Bandaríska netbankanum Liberty Reserve hefur verið lokað en talið er að hann hafi stundað umsvifamikið peningaþvætti sem nemur tæpum 750 milljörðum íslenskra króna.

Snjallsímaloftnetin misgóð

Fjarskiptaeftirlitsstofnanir Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hafa með bréfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins farið fram á að innleiddar verði merkingar á farsímtækjum með tilliti til hæfni þeirra til að nema merki frá fjarskiptasendum.

Hagar fá ekki hærri endurgreiðslu - ætla að áfrýja

Hagar töpuðu dómsmáli gegn Arion banka í dag en fyrirtækið krafði bankann um rúmar áttahundruð og tuttugu milljónir króna vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum sem greidd voru upp árið 2009.

BM Vallá sendir 2.400 tonn af eldvarnarmúr til Belgíu

Á dögunum sendi BM Vallá 2.400 tonn af íslenskum eldvarnarmúr til þýska fyrirtækisins BASF sem annast sölu og dreifingu á vörunni í Evrópu. Efnið verður notað í samgöngumannvirki (göng) í Antwerpen í Belgíu.

Grænar tölur vestan og austan hafs en rauðar á Íslandi

Helstu vísitölur á Wall Street hafa hækkað töluvert eftir að markaðir voru opnaðir þar fyrir stundu. Þessar hækkanir koma í kjölfar hækkana á Evrópumörkuðum. Hér heima eru hinsvegar rauðar tölur í gangi í Kauphöllinni.

OR krefur Norðurál um 748 milljónir

Alþjóðlegur gerðardómur hefur komist að niðurstöðu í máli HS Orku gegn Norðuráli og Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Orkuveitan mun í framhaldinu krefja Norðurál um greiðslu. Samkvæmt árshlutauppgjöri Orkuveitunnar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins sem birt var 17. maí sl., voru eftirstöðvar kröfunnar þ. 31. mars 748 milljónir króna.

Hönnunarkeppni um óveðurspeysu úr ull

Verkefnastjórn söfnunarinnar "Gengið til fjár“ efnir nú til hönnunarsamkeppni í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjárbænda um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema samkeppninnar er óblíð veðrátta.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi frá því í gærdag. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104,5 dollara og hefur hækkað um tæp 2% síðasta sólarhringinn. Bandaríska léttolían hækkar ekki eins mikið. Tunnan af henni hefur hækkað um tæpt prósent frá í gær og stendur í tæpum 95 dollurum.

SA vill fá jákvæðar fréttir í pósthólfið

"Samtök atvinnulífsins (SA) minna á að pósthólf SA fyrir jákvæðar fréttir er galopið. Við hvetjum félagsmenn SA og aðra í atvinnulífinu til að stinga að okkur góðum fréttum í gegnum vef SA því við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning.“

Hönnunarsjóður kominn á koppinn

Stjórn Hönnunarsjóðs hefur tekið til starfa og fyrsta verkefni hennar verður að gera tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutunarreglur. Í kjölfarið verður auglýst eftir umsóknum og er ráðgert það verði síðar á þessu ári.

SA telur brýnt að endurskoða veiðigjöldin

Samtök atvinnulífsins (SA) taka undir með nýrri ríkisstjórn um að tryggja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Veiðigjöldin munu að óbreyttu kippa rekstrargrundvelli undan fjölmörgum fyrirtækjum, stórum sem smáum, um land allt. Hætta er á að störfum og fyrirtækjum fækki, samþjöppun í greininni aukist og áhrif á einstök byggðarlög verði mikil.

Akstursgjald ríkisstarfsmanna lækkað

Akstursgjald ríkisstarfsmanna hefur verið lækkað um 1,5 krónu miðað við ekinn kílómetra. Gjaldið verður 116 kr. á kílómetra en það hefur verið 117,5 kr. síðan í maí í fyrra.

Skinney-Þinganes breytir umbúðum á humarpakkningum

Skinney-Þinganes hf. hefur tilkynnt Matvælastofnun að fyrirtækið sé að breyta merkingum á umbúðum með skelbrotnum humri eftir að ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að merkingar væru ófullnægjandi.

Hagnaður Regins hf. eykst töluvert á milli ára

Hagnaður Regins hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta var 243 milljónir króna. Þetta er töluvert betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 138 milljónum kr.

Hvetur til lausnar á ágreiningi ráðuneyta um varnarmál

Ríkisendurskoðun hvetur forsætisráðuneytið til að beita sér fyrir lausn á ágreiningi milli utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um stjórnsýslulegt forræði á verkefnum sem Varnarmálastofnun sinnti áður.

Endurkaupsverð lækkaði um 810 milljónir

"Oftast nær er gaman að hafa á réttu að standa en ég fullyrði að mér þykir það mjög miður að hafa haft á réttu að standa hvað Fasteign hf. varðar. Því miður þá fór sem fór,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bærinn hefur ákveðið að kaupa til baka allar eignir sem runnu inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign árið 2004 fyrir um 1,9 milljarða króna. Málið var umdeilt í bæjarstjórn þess tíma.

Sjá næstu 50 fréttir