Viðskipti innlent

OECD spáir 2,6% hagvexti á Íslandi á næsta ári

OECD spáir því að hagvöxtur á Íslandi muni aukast töluvert á næsta ári og verða 2,6%. Spáð er að hagvöxturinn á yfirstandandi ári verði 1,9% sem er það sama og Hagstofan gerir ráð fyrir.

Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá OECD um horfur í efnahagsmálum þeirra þjóða sem eiga aðild að stofnuninni.

Hvað Ísland varðar setur OECD fyrirvara á spá sína um hagvöxtinn árið 2014 og segir að forsendur fyrir þeim vexti sé m.a. fjárfesting í orkuiðnaði.

Þá kemur fram að OECD gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði undir 5% árið 2014 og að verðbólgan verði að meðaltali um 3,2%. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×