Viðskipti innlent

Penninn og Ríkiskaup undirrita rammasamning

: Ingþór Ásgeirsson framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Pennans/Eymundsson (til vinstri), undirritar samning við Ríkiskaup fyrir almennar skrifstofuvörur og ljósritunarpappír.
: Ingþór Ásgeirsson framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Pennans/Eymundsson (til vinstri), undirritar samning við Ríkiskaup fyrir almennar skrifstofuvörur og ljósritunarpappír.

Í dag undirrituðu Penninn ehf.  og Ríkiskaup rammasamning fyrir almennar skrifstofuvörur og ljósritunarpappír. Samningurinn tekur til kaupa á skrifstofuvörum og ljósritunarpappír og tengdri þjónustu.

Í tilkynningu segir að öll opinber fyrirtæki eru aðilar að samningi þessum og munu þau geta nýtt sér viðskiptakjörin í öllum verslunum Pennans og Eymundsson sem staðsettar eru víðsvegar um landið, fyrirtækjaþjónustu Pennans og á vefversluninni www.penninn.is. Einnig eru samstarfsaðilarnir Pennans,inn / TRS á Selfossi og Penninn / Vaskur á Egilstöðum aðilar að samningnum.

Penninn er eitt af þrem fyrirtækjum sem valið var úr hópi umsækjenda að undangengnu útboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×