Viðskipti innlent

Verulega dregur úr hagnaði N1 milli ára

Hagnaður N1 hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins var 51 milljónir kr., en á sama tímabili árið áður var hann 332 milljónir kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að rekstrartekjur N1 hf. á fyrsta ársfjórðungi  voru tæplega 12.8 milljarðar kr. samanborið við rúmlega 12.4 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra.

Bókfært verð eigna félagsins 31. mars s.l. nam 28 milljörðum kr. samanborið við tæplega 27.8 milljarða kr. 31. desember í fyrra.

Eigið fé var 14.536 milljónir kr., en var 14.514 milljónir kr. um áramót. Eiginfjárhlutfall var 51,8% þann 31. mars s.l. og námu heildarskuldir og skuldbindingar 13.527 milljónum kr.

Veltufé frá rekstri fyrstu þrjá mánuði ársins var 263 milljónir kr., en handbært fé frá rekstri 419 milljónir kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×