Viðskipti innlent

Verð hjá hótelum og gistiheimilum hækkaði um 61%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verð á gistingu á Íslandi hefur hækkað gríðarlega að undanförnu.
Verð á gistingu á Íslandi hefur hækkað gríðarlega að undanförnu. Mynd/ Getty.

Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hefur hækkað gríðarlega frá áramótum. Þessi hækkun hefur áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar, en tólf mánaða verðbólga er nú 3,3% samkvæmt nýrri mælingu. Greining Íslandsbanka segir frá því í Morgunkorni í dag að þessi liður hafi ávallt hækkað verulega á fyrri hluta ársins. Hefur hækkunin síðustu ár verið á bilinu 18% - 35%.

Hækkunin nú nemur hins vegar 61% frá áramótum, og segir Greining að spyrja megi sig að því hvort ýmsir í þessum geira séu ekki farnir að seilast nokkuð langt í að nýta sér aukna eftirspurn erlendra ferðamanna eftir gistingu hér á landi til hækkunar á verði. Má segja að raungengið, eins og það blasir við erlendum ferðamönnum, hækki nú mun hraðar en ef horft sé til almennra neysluútgjalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×