Fleiri fréttir

Forstjóri Straums lætur af störfum

Pétur Einarsson hefur látið af störfum hjá Straumi fjárfestingabanka og ákveðið að Jakob Ásmundsson muni taka við. Starfsfólki var tilkynnt þetta í upphafi starfsdags. Greint var frá því í gær að Pétri hefur verið meinað að stýra fyrirtæki í Bretlandi næstu fimm árin, en honum er gefið að sök skattalagabrot.

EVE Online kominn með 500 þúsund áskrifendur

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnti í dag að EVE Online leikurinn væri kominn með meira en 500 þúsund áskrifendur á heimsvísu. Þetta er í fyrsta sinn sem leikurinn nær þessum fjölda áskrifenda en EVE Online leikurinn er orðinn tíu ára gamall.

Spölur hagnaðist um 238 milljónir í fyrra

Hagnaður Spalar eftir skatta nam 238 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi félagsins nam 9 milljónum kr. en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 40 milljónum kr.

Framleiðslukostnaður hækkaði í janúar

Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2013 var 223,1 stig og hækkaði um 4,3% frá desember síðastliðnum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 271,2 stig, sem er hækkun um 0,5% (vísitöluáhrif 0,2%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 245,4 stig, hækkaði um 8,7% (3,0%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,6% (0,1%) en vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 5,8% (1,0%).

Íslandsbanki hagnaðist um 23,4 milljarða í fyrra

Afkoma Íslandsbanka eftir skatta var jákvæð um 23,4 milljarða kr. í fyrra samanborið við 1,9 milljarða kr. árið áður en þá gætti áhrifa vegna yfirtöku Byrs sem olli kostnaði uppá 17,9 milljarða kr.

Enn lækkar Atlantsolía verð á eldsneyti

Atlantsolía lækkaði verð á dísilolíu um þrjár krónur á lítrann í morgun og bensínlítrann um tvær krónur. Orkan, sem er hluti af Skeljungi, lækkaði strax til samræmis og er tíu aurum undir Atlantsolíu, samkvæmt stefnu Skeljungs. Búast má við að hin félögin fylgi eftir í dag, eins og gerst hefur í lækkunarferlinu undanfarna daga.

Eik hagnaðist um rúmlega 450 milljónir

Hagnaður Eikar fasteignafélags nam rúmlega 450 milljónum króna í fyrra. Þetta er mikil aukning frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam tæplega 10 milljónum króna.

Viðsnúningur í rekstri HS Orku í fyrra

Viðsnúningur varð í rekstri HS Orku á síðasta ári. Hagnaður félagsins nam rúmlega 700 milljónum króna fyrir skatta í fyrra en árið áður var hátt í 1,2 milljarða tap af rekstrinum.

Við sjáum um allt

Flest-Verk býður heildarlausnir fyrir baðherbergið en starfsmenn fyrirtækisins eru sérhæfðir í endurgerð baðherbergja og gera að meðaltali upp 200 baðherbergi á ári. Í apríl opnar verslun að Bæjarlind 4 þar sem allt sem viðkemur baðherbergjum verður á boð

Kynjakvóti settur á stjórn Icelandair

Eitt stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands, Icelandair, mun á aðalfundi sínum í mars breyta samþykktum sínum til að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækisins. Þetta kemur fram í endanlegum tillögum fyrir aðalfund, en tillögurnar voru sendar Kauphöll Íslands í dag.

Keahótelin opna nýtt hótel Reykjavík

Keahótelin opna nýtt hótel í Reykjavík þann fyrsta júní næstkomandi. Hótelið sem heitir Reykjavik Lights er að Suðurlandsbraut 12 og er þriðja hótelið sem Keahótel reka í Reykjavík og það sjötta í heildinni. Hin hótelin í Reykjavík eru Hótel Borg og Hótel Björk. Á Reykjavík Lights verða 105 vel útbúin herbergi, bar, fundarsalur og veitingastaður og yfirbyggð bílageymsla, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá KEA hótelunum. Hótelið er afar vel staðsett við útivistar og íþróttasvæðin í Laugardalnum og eins gagnvart miðbænum.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar, nýskráningum fjölgar

Áfram dregur úr fjölda gjaldþrota fyrirtækja á landinu. Í janúar s.l. voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar urðu 89 fyrirtæki gjaldþrota í janúar í fyrra.

Atvinnuleysið mælist 5,8%

Atvinnuleysi mældist 5,8% í janúar, samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um 177.800 manns voru á vinnumarkaði. Af þeim voru 167400 starfandi og 10.400 án vinnu og í atvinnuleyti. Atvinnuþátttaka mældist því 78,7%, hlutfall starfandi 74,1% og atvinnuleysi var 5,8%. Atvinnuleysi var 0,9 prósentustigum lægra en í janúar í fyrra en þá var atvinnuleysi 6,7%. Atvinnuleysi í janúar var 6,4% á meðal karla miðað við 6,6% í janúar í fyrra og meðal kvenna var það 5,3% miðað við 6,9% í janúar í fyrra.

Verðbólgan mælist 4,8%, hækkar langt umfram spár

Ársverðbólgan mælist 4,8% í þessum mánuði og hækkar um 0,6 prósentur frá fyrri mánuði. Þetta er mun meiri hækkun en sérfræðingar gerðu ráð fyrir en spár þeirra láu á bilinu frá óbreytti stöðu til lítilsháttar hækkunnar.

Saka Anheuser-Busch um að þynna bjór sinn með vatni

Bjórdrykkjumenn í Bandaríkjunum eru komnir í mál við bruggrisann Anheuser-Busch en þeir saka hann um vörusvik, það er að hafa þynnt bjórinn með vatni og lækkað þannig áfengismagnið í honum.

Hagnaður RARIK eykst milli ára

Hagnaður RARIK eftir skatta á síðasta ári nam rúmum 1.5 milljarði króna. Til samanburðar var hagnaðurinn rúmur milljarður árið á undan.

Staða ríkissjóðs batnaði í fyrra

Staða ríkissjóðs batnaði töluvert á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri batnaði á milli ára og var neikvætt um tæpa 35 milljarða kr. samanborið við rúma 53 milljarða kr. árið áður.

Björgvin Jón eignast svínabúið að Hýrumel

Höndlun ehf., félag í eigu Björgvins Jóns Bjarnasonar, hefur keypt bústofn og fasteignir svínabúsins að Hýrumel í Borgarfirði. Höndlun leigir einnig aðstöðu til svínaræktar í Brautarholti. Seljandi er Rekstrarfélagið Braut ehf., dótturfélag Arion banka.

Frávísunarkröfu Glitnismanna hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Weldings, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og stjórnar Glitnis. Slitastjórn bankans hefur stefnt þeim vegna fimmtán milljarða víkjandi láns sem bankinn veitti Baugi til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Úrskurður um frávísun var kveðinn upp í dag.

Skiluðu 11 milljón króna hagnaði

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Svarfdæla á árinu 2012 nam 11 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þetta er viðsnúningur frá árinu 2011 þegar tap af rekstri sjóðsins nam 48 milljónum. Hreinar rekstrartekjur ársins námu 197 milljónum samanborið við 137 milljónir árið áður.

Tjáir sig ekki um framtíð Íbúðalánasjóðs

"Ég svara þessu ekki,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra aðspurður um það hvort honum finnist koma til greina að leggja niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd.

Eitt brýnasta hagsmunamálið framundan

Teiknaðar hafa verið sviðsmyndir af því hvaða áhrif losun fjármagnshafta og nauðasamningar þrotabúa bankanna geti haft á íslenskan fjármálastöðugleika. Samráðsnefnd um fjármálastöðugleika hefur verið virkjuð. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá þessu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Tillögur að framtíð Íbúðalánasjóðs liggja fyrir

Tillögur að framtíðarskipulagi Íbúðalánasjóðs liggja fyrir í megindráttum og hafa verið kynntar viðeigandi aðilum. Þær verða hins vegar ekki kynntar opinberlega að svo stöddu. Þetta segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs þar sem tekið er undir þau orð sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri lét falla um að viðskiptalíkan Íbúðalánasjóðs að það gangi ekki upp í núverandi umhverfi.

Icelandair dýrast en WOW air ódýrast

Verðkönnun Dohop fyrir febrúar sýnar að hækkun er á verði á flugi milli mánaðanna janúar og febrúar, um 9% að meðaltali. Á samkeppnisleiðum er Icelandair ætíð dýrast og WOW air ódýrast.

Atlantsolía lækkar verðið á díselolíunni

Atlantsolía lækkaði enn verð á dísilolíu í morgun, og nú um þrjár krónur lítrann. Félagið hefur því lækkað verðið um rúmar níu krónur frá því að lækkunarferlið hófst í síðustu viku. Dísillítrinn er nú kominn aðeins niður fyrir 260 krónur, sem er hátt í fimm krónum lægra en bensínverðið.

Gengi krónunnar styrkist áfram

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og er gengisvísitalan nú komin niður í tæp 225 stig. Hefur hún ekki verið lægri siðan í upphafi desember á síðasta ári.

Icelandair selur Travel Service í Tékklandi

Icelandair hefur seldt öll hlutabréf sín í tékkneska flugfélaginu Travel Service. Um var að ræða 30% hlut en kaupendur hans eru aðrir hluthafar Travel Service.

Eignir bankanna 2.929 milljarðar

Heildareignir innlánsstofnana námu um 2.929 milljörðum kr. í lok janúar og lækkuðu um 18,6 milljarða kr. í mánuðinum.

Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í óskráðum bréfum

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að gera breytingar á lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða, sem gerir þeim kleift að stórauka fjárfestingar sínar í óskráðum verðbréfum. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar boðuðum breytingum, en frumvarp um þetta efni er nú til meðferðar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna.

Seðlabankastjóri segir viðskiptalíkan ÍLS ekki ganga upp

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að viðskiptalíkan Íbúðalánasjóðs "gangi augljóslega ekki upp" í núverandi umhverfi og það sé spurning hvort hann eigi að starfa áfram með sama hætti til framtíðar. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun, þar sem Már og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur eru gestir á fundi nefndarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir