Viðskipti innlent

Miklar lækkanir á skuldabréfamarkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Miklar hræringar hafa verið á skuldabréfamarkaði í morgun. Ávöxtunarkrafa allra markflokka hefur hækkað, og í mörgum tilfellum hefur hækkunin verið veruleg, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Þannig hafði krafan á RIKB14 flokknum hækkað um 1,02 prósentur, krafan á RIKB16-flokknum hækkað um 0,66 prósentur og krafan á RIKB19 hafði hækkað um 0,41 prósentur frá opnun klukkan korter í eitt, en svo mikil kröfubreyting er afar fátíð á þessum markaði.

Breyting sumra flokkanna var raunar enn meiri á tímabili í morgun. Velta með óverðtryggð ríkisbréf nemur 42,3 milljörðum króna. og velta með verðtryggð íbúðabréf nemur 3,6 milljörðum króna það sem af er degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×