Fleiri fréttir

Peston: Getur SFO lifað af „Tchenguiz-skandalinn“?

Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér.

Hagnaður Tals næstum fjórfaldaðist

Fjarskiptafyrirtækið Tal átti góðu gengi að fagna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður þess á tímabilinu var 104 milljónir miðað við 27 milljónir á sama tíma í fyrra. Það er tæplega fjórföldun á einu ári.

Japanir útvíkka rannsóknir á innherjaviðskiptum banka

Japönsk stjórnvöld hafa útvíkkað rannsókn sína á innherjaviðskiptum í fjármálageira landsins og er fullyrt í New York Times í dag, að rannsóknin teygi anga sína inn á miðlaragólf margra af stærstu bankanna á Wall Street í New York, þar á meðal Goldman Sachs, svissneska bankans UBS og þýska bankans Deutsche Bank.

Mikil umsvif á kornmarkaði

Ótti kaupmanna við skort á korni í haust hefur leitt til verðhækkana á kornmarkaði. Aðilar hafa keypt upp stóra lagera af korni á kornmarkaðinum í Chicago. Frá þessu er sagt á

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveiflan á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gærdag og gærkvöldi hélt áfram á Asíumörkuðunum í nótt. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um rúmt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um tæpt prósent.

Fasteignakaup jukust um 5,4% milli ára í júlí

Nokkur aukning varð á fjölda þinglýstra samninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra eða 5,4%. Veltan jókst um 12,2% milli ára.

Yfirlýsingar Draghis ollu vonbrigðum

Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði.

Jóhanna: Bölsýni stjórnarandstöðu er efnahagsvandamál

"Barlómur og bölsýni stjórnarandstöðu og áhanganda þeirra í hagsmunasamtökum er efnahagsvandamál," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í grein í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni rekur Jóhanna ýmsar tölur til að sýna fram á að horfur í efnahagslífi þjóðarinnar séu allgóðar.

Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða

Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við "allra lægstu mörk“ í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar.

Þriðja borgin í Kaliforníu orðin gjaldþrota

Þriðja borgin í Kaliforníu er orðin gjaldþrota. Nú er það San Bernardino og borgaryfirvöld þar segja að þau geti ekki lengur borgað reikninga borgarinnar en skuldirnar nema hátt í milljarði dollara.

Veruleg aukning á viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni

Veruleg aukning varð á viðskiptum með hlutabréf í í Kauphöllinni í júlí en þau námu tæpum 3 milljörðum kr. eða 129 milljónum kr. á dag. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í júlí í fyrra 1,3 milljörðum kr. eða 62 milljónum kr. á dag.

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækka

Verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum lækkaði þó nokkuð í dag. S&P lækkaði um 0.29 prósent og stendur nú í 1.375.32.

Marel lækkar um tæplega 3 prósent - Icelandair hækkar

Marel lækkaði um 2,81 prósent í dag og er gengið nú komið í 138,5. Hinn 10. maí síðastliðinn var gengi bréfa félagsins 161. Gengi bréfa í fasteignafélaginu Regin hækkaði um 0,73 prósent í dag og er gengið nú 8,31. Gengi bréfa í Högum hækkaði um 0,55 prósent og er gengið nú 18,2. Gengi bréfa í Icelandair er nú 1,05 og er gengið nú 6,75.

Friðrik Skúlason selur reksturinn

Friðrik Skúlason hefur gert samning við fyrirtækið Commtouch® um sölu á Friðrik Skúlason ehf. Skrifað var undir samninginn í dag. Starfsemi Friðriks Skúlasonar verður áfram á Íslandi og með óbreyttu sniði.

Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka

Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka samkvæmt tölum sem breska hagstofan birti í morgun. Lækkunin í júlímánuði er sú hraðasta síðan 2009 en hún var 0,7 prósent í mánuðinum. Undanfarið ár hefur fasteignaverð á landsvísu í Bretlandi lækkað um 2,6 prósent.

Iceland Express stundvísast síðustu tvær vikur

Stundvísi íslensku flugfélaganna Icelandair, Iceland Express og WOW air var góð fyrri hluta sumars en síðastliðinn hálfan mánuði lækkaði hlutfall þeirra ferða sem voru á áætlun samanborið við vikurnar á undan.

Commodore 64 er þrjátíu ára

Þrjátíu ár voru liðin í síðasta mánuði frá því að Commodore 64 var sett á markað. Tölvan naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og varð meðal annars til þess að þróa betur einkatölvumarkaðinn, eftir því sem kemur fram á vef BBC. Þá urðu tölvuleikir vinsælli með tilkomu tölvanna og fyrstu menn fóru að búa til tölvugerða tónlist heima hjá sér. Á alfræðivefnum Wikipedia segir að Commodore tölvurnar hafi selst í meira en þrjátíu milljónum eintaka.

Marel lækkar skarplega

Gengi hlutabréfa í Marel hefur lækkað skarplega í morgun, eða um 2,41 prósent. Gengi bréfa félagsins er nú 139. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 0,15 prósent í morgun er gengi bréfa félagsins nú 6,69. Þá hefur gengið bréfa í fasteignafélaginu Regin hækkað um 0,36 prósent og stendur gengi bréfa félagsins nú í 8,28.

Millistjórnandi Citigroup sýknaður

Brian Stoker, fyrrverandi millistjórnandi hjá bandaríska fjárfestingabankanum Citigroup, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa selt fjárfestum skuldabréfavafninga (CDO) á sama tíma og hann vissi, eða mátti vita, að eignirnar væru ofmetnar. Málareksturinn gegn Stoker hófst í október í fyrra þegar ákærunni á hendur honum var þinglýst.

Man. Utd. hyggst safna 40 milljörðum á markaði

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hyggst safna 330 milljónum dala, jafnvirði um 40 milljörðum króna, með nýju hlutafé með skráningu á markað í New York í Bandaríkjunum. Hver hlutur verður seldur á bilinu 16 til 20 dali, að því er segir í skráningarlýsingu vegna útboðsins sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Mál Roberts Tchenguiz fellt niður

Dómstólar hafa ákveðið að mál bresku efnahagsbrotalögreglunnar SFO gegn íranska kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz skuli fellt niður.

Sjá næstu 50 fréttir