Peston: Getur SFO lifað af „Tchenguiz-skandalinn“? Magnús Halldórsson skrifar 3. ágúst 2012 13:26 Vincent Tchenguiz. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér. Ítarlegt viðtal birtist á dögunum við Vincent Tchenguiz í Fréttablaðinu, þar sem hann tjáði sig um aðgerðir SFO og hvernig málin horfðu við honum. Peston segir að SFO hafi aldri notið mikillar virðingar innan lögreglunnar í Bretlandi og ekki heldur innan Fjármálaeftirlitsins, sem líti á sig sem „varðhund" í City-hverfinu í London, þar sem stærstu fjármálastofnanir landsins eru með starfsemi. Peston segir að SFO sé kerfisbundið fjársvelt og það sér þvert á það sem Fjármálaeftirlitið breska upplifi þessa dagana. Í fjárlögum fyrir 2008 til 2009 hafi SFO fengið 53 milljónir punda til ráðstöfunar, 2009 til 2010 hafi upphæðin verið komin niður í 36 milljónir punda og 2010 til 2011 hafi upphæðin verið 33 milljónir punda. Á sam tíma hafi fjárveitingar til breska fjármálaeftirlitsins, FSA, aukist um 11 prósent milli ára og hafi verið 75,4 milljónir punda. Sjá má pistil Peston í heild sinni hér. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér. Ítarlegt viðtal birtist á dögunum við Vincent Tchenguiz í Fréttablaðinu, þar sem hann tjáði sig um aðgerðir SFO og hvernig málin horfðu við honum. Peston segir að SFO hafi aldri notið mikillar virðingar innan lögreglunnar í Bretlandi og ekki heldur innan Fjármálaeftirlitsins, sem líti á sig sem „varðhund" í City-hverfinu í London, þar sem stærstu fjármálastofnanir landsins eru með starfsemi. Peston segir að SFO sé kerfisbundið fjársvelt og það sér þvert á það sem Fjármálaeftirlitið breska upplifi þessa dagana. Í fjárlögum fyrir 2008 til 2009 hafi SFO fengið 53 milljónir punda til ráðstöfunar, 2009 til 2010 hafi upphæðin verið komin niður í 36 milljónir punda og 2010 til 2011 hafi upphæðin verið 33 milljónir punda. Á sam tíma hafi fjárveitingar til breska fjármálaeftirlitsins, FSA, aukist um 11 prósent milli ára og hafi verið 75,4 milljónir punda. Sjá má pistil Peston í heild sinni hér.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira