Fleiri fréttir Skuldakreppan gæti haft nokkur áhrif á íslenskt hagkerfi Miklar skuldir vestrænna ríkja og kreppan sem fylgir þeim gætu haft nokkur áhrif á íslenskt hagkerfi. Líklegt er að þrýstingur komi á verð okkar helstu útflutningsvara, en verulegur hluti sjávarafurða og ferðaþjónustu okkar telst til munaðarvara. Með slíkar vörur hefur minnkun á eftirspurn allajafna mikil áhrif til verðlækkunar. 9.8.2011 07:39 Bensínið lækkar enn frekar Íslensku olíufélögin fóru eitt af öðru að lækka eldsneytisverð í gær, bensínlítrann um tvær krónur og dísellítrann um eina krónu. Olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað ört undanfarna sólarhringa í takt við lækkun á verðbréfamörkuðum og samkvæmt því gæti eldsneytisverð lækkað enn frekar hér á landi á næstu dögum. 9.8.2011 07:05 SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9.8.2011 12:23 Góður undirbúningur fyrir háskóla Menntastoðir er krefjandi námsleið í boði hjá Mími símenntun. "Nám í menntastoðum er fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en eru orðnir 23 ára og vilja komast inn í undirbúningsdeildir háskólanna," segir Anney Þ. Þorvaldsdóttir verkefnastjóri. 9.8.2011 12:23 Grunnstoðir - fyrir nemendur með lestrarerfiðleika 9.8.2011 12:23 Rosalega góður félagsskapur í SÍMEY Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað.“ segir Ágústína Söebech, sem unnið hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár. 9.8.2011 12:23 Markaðir hrynja Hlutabréfverð í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra í rúmlega tvö ár, eða síðan í desember 2008. Þegar markaðir lokuðu í dag hafði Dow Jones-vísitalan lækkað 632 stig eða um 5,5 prósent. 8.8.2011 20:40 Slitastjórn Kaupþings ætlar á eftir Hreiðari Má Æðstu stjórnendur Kaupþings sem skulduðu bankanum mest vegna hlutabréfakaupa hafa lítinn vilja sýnt til að semja um skuldirnar ólíkt þeim sem voru með lægri fjárhæðir. Slitastjórn Kaupþings telur að Hreiðar Már Sigurðsson hafi ekki réttilega stofnað félag utan um skuldir sínar. 8.8.2011 18:30 Fjármálaráðherra mátti stofna Spkef samkvæmt neyðarlögunum Fjármálaráðherra var heimilt samkvæmt neyðarlögunum svonefndu að stofna Spkef sparisjóð í því skyni að taka við rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. Þetta er áréttað á vef ráðuneytisins í tilefni af umfjöllun um að fjármálaráðherra hafi ekki haft slíka heimild. Ráðherra vísar í fyrstu grein laga númer 125 frá 2008, iðulega nefnd neyðarlög, máli sínu til stuðnings. Í greininni segir: „Við sérstakar og mjög óvenjulegar aðstæður á fjármálamarkaði er fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta." Á vefnum segir að augljóslega sé rangt að halda því fram að heimildir fjármálaráðherra samkvæmt framangreindu ákvæði séu bundnar við að stofna hlutafélag fremur en sparisjóð. Hugtakið fjármálafyrirtæki sé ekki bundið við tiltekið félagaform, en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki geta fjármálafyrirtæki verið annað hvort hlutafélög eða sparisjóðir. 8.8.2011 15:43 Forstjóri Sjóvár hættir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Lárus var ráðinn til Sjóvár fyrir tæpum tveimur árum í kjölfar endurskipulagningar á félaginu og veitti því forystu á erfiðum tímum. Lárus segist hafa ákveðið að hætta í framhaldi af því að ný stjórn tók við félaginu „Vandasömu en árangursríku breytingaferli er lokið og ég tel eðlilegt að nýir eigendur með nýjar áherslur ráði forstjóra. Sjóvá stendur traustum fótum með góðan vátryggingarekstur. Viðskiptavinir hafa staðið með félaginu og það eru spennandi tímar framundan. Ég vil þakka öllu starfsfólki Sjóvár afar gott og metnaðarfullt samstarf og lít stoltur og ánægður um öxl," segir hann í tilkynningu frá Sjóvá. Erna Gísladóttir stjórnarformaður Sjóvá, segir Lárus hafa unnið mikilvægt starf fyrir fyrirtækið. „Lárus hefur unnið mjög mikilvægt starf fyrir Sjóvá. Hann var ráðinn til að stýra fyrirtækinu í gegnum ólgusjó óvissu og umbreytinga og það fórst honum vel úr hendi. Við óskum Lárusi velfarnaðar," segir hún. Ólafur Njáll Sigurðsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs er staðgengill forstjóra. 8.8.2011 15:16 Lækkun á Wall Street eins og spáð hafði verið Verð á hlutabréfum lækkaði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eins og búist hafði verið við. Matsfyrirtækið Standard & Poors lækkaði lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni á föstudaginn eftir að markaðir lokuðu og spár um lækkun gengu eftir. Dow Jones vísitalan lækkaði um tæp tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins klukkan hálf tvö að íslenskum tíma og Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,35 prósent. 8.8.2011 13:46 Laun meðalmanns hækka á níu mánaða fresti Laun meðalstarfsmanns á Íslandi breytast á níu mánaða fresti, en nánast allar launabreytingar hér á landi eru hækkanir. Að meðaltali nemur hver launahækkun rúmum sex prósentum. 8.8.2011 13:14 Óttast að bandarísk hlutabréf hrynji Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað í dag en þó ekki eins mikið og óttast var. Yfirlýsingar Seðlabanka Evrópu um að kaupa skuldabréf verst stöddu ríkjanna réð þar mestu um. Óttast er að bandarísk hlutabréf hrynji við opnun markaða klukkan hálf þrjú. Mikið hefur verið um sviptingar á fjármálamörkuðum í morgun. Í nótt sýndu markaðir í Asíu mikla lækkun, til dæmis lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,4 prósent og verð á hlutabréfum í Hong Kong, Suður-Kóreu og á Indlandi lækkaði um þrjú til fimm prósent. Þegar hlutabréfamarkaðir í Evrópu opnuðu klukkan sjö í morgun lækkuðu helstu vísitölur álfunnar til að byrja með en síðan dróg úr lækkuninni þegar líða tók á morguninn og var jafnvel vart við hækkun á sumum mörkuðum. Talið er að yfirlýsingar Seðlabanka Evrópu þar sem gefið er til kynna að bankinn ætli sér að kaupa upp skuldir ríkissjóða álfunnar sem verst eru staddir hafi haft einhver áhrif á órólega fjárfesta. Þá hafa G7 ríkin lýst yfir sameiginlegu átaki til að viðhalda fjármálastöðugleika og efnahagsbata. Yfirlýsingarnar virðast hins vegar ekki hafa dugað til en nú fyrir fréttir sýndu allar helstu vísitölur í Evrópu lækkun um eitt til tvö og hálft prósent en um þrjár klukkustundir eru þar til markaðir loka. 8.8.2011 12:13 Evrópumarkaðir taka við sér Hlutabréf á mörkuðum um allan heim hafa lækkað í morgun eftir að Standard og Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn var. Í Evrópu hækkaði verðið þó þegar liðið hefur á morguninn. 8.8.2011 07:39 Verðfall á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og í Ástralíu lækkuðu mikið í morgun en þetta voru fyrstu markaðirnir til að opna eftir að Standard & Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn. 8.8.2011 06:59 Útflutningsverðmætið mun hækka um 16 milljarða Útflutningsverðmæti sjávarafurða mun hækka um 16 milljarða króna á þessu ári frá því síðasta og um fjóra milljarða króna til viðbótar á árinu 2012. Þetta kemur fram í greiningu sjávarútvegsteymis Íslandsbanka í dag. Aukningin nemur því um 9% og mun hafa jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Aukningin er tilkomin vegna aukinna aflaheimilda, og þá aðallega í þorski, alþjóðlegum verðhækkunum á fiski og stöðugri krónu. 7.8.2011 14:07 Bresk sveitarfélög fá um 90% til baka Nú er búist við því að sveitastjórnir sem lögðu peninga inn á reikninga íslenskra banka í Bretlandi fyrir bankahrun muni fá um 90% af fé sínu til baka. 7.8.2011 13:57 Hittast á neyðarfundi til að ræða stöðuna á mörkuðum Stjórn Seðlabanka Evrópu mun koma saman á neyðarfundi í dag til þess að ákveða hvort bankinn eigi að kaupa skuldir ítalska ríksins til þess að reyna að ná stöðugleika á fjármálamörkuðum. Robert Peston, viðskiptafréttamaður hjá BBC fréttastofunni, segir að stjórnin sé klofin í afstöðu sinni til málsins. 7.8.2011 10:58 Vandinn í Evrópu bráðari en í Bandaríkjunum Matsfyrirtækið Standard og Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta þrepi í næstefsta seint í gærkvöld. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir að afleiðingarnar verði fyrst og fremst pólitískar. Skuldavandinn í Evrópu sé mun bráðari en skuldavandinn í Bandaríkjunum. 6.8.2011 12:10 Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkað Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins í gærkvöld. Matið var fært úr efsta þrepi, eða AAA í næstefsta þrep sem er AA+, með neikvæðum horfum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem lánshæfismat Bandaríkjanna er lækkað. Ástæðan er áhyggjur af hallarekstri Bandaríkjanna. 6.8.2011 07:30 Íslensk skyndibitakeðja í útrás Saffran veitingastaðakeðjan opnaði sinn fyrsta veitingastað erlendis í dag. Staðurinn er í Orlando, skammt frá Florida Mall. Á vefsíðu Saffran kemur fram að staðurinn er byggður í samræmi við staðina á Íslandi lítur því svipað út. 5.8.2011 23:14 Obama: Við munum komast í gegnum þetta Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnar nýjum tölum um atvinnuþáttöku/atvinnuleysi sem birtust í Bandaríkjunum í dag. Hann leggur áherslu á að skapa þurfi enn fleiri störf til þess að efnahagslífið blómstri. 5.8.2011 21:33 Hlutabréfamarkaðir víðast óstöðugir Það er ennþá óstöðugleiki á fjármálamörkuðum í heiminum, þrátt fyrir að nýjar tölur um atvinnuþátttöku/atvinnuleysi í Bandaríkjunum séu betri en spáð var. 5.8.2011 20:30 Gjaldeyrisveltan tekur kipp Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í júlímánuði síðastliðnum nam 5.635 milljónum kr. sem er 41,8% meiri velta en í júní í fyrra. 5.8.2011 15:00 Dregur úr falli evrópskra hlutabréfamarkaða Tekið er að draga úr falli evrópskra hlutabréfamarkaða en fréttavefur breska ríkisútvarpsins segir fjárfesta hafa þungar áhyggur af skuldakreppu á evrusvæðinu og veikri stöðu bandaríska hagkerfisins. Þegar hlutbréfamarkaðir í evrópskum kauhöllum opnuðu fyrir viðskiptum klukkan sjö í morgun lækkuðu allar helstu hlutbréfavísitölur. Þýska vísitalan DAX hefur lækkað um rúm tvö prósent, Nasdaq hefur lækkað um rúm fimm prósent og í Lundúnum lækkaði FTSE vísitalan um tvö komma tuttugu og átta prósent. 5.8.2011 12:08 Vefsíða Financial Times hrundi Óróinn á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þar sem vísitölur sveiflast upp og niður, þó aðallega niður, frá mínútu til mínútu hafa valdið mikilli eftirspurn eftir nýjustu fjármálafréttunum. Af þeim sökum hrundi vefsíði blaðsins Financial Times um tíma í morgun þar sem hún gat ekki annað umferðinni inn á hana. 5.8.2011 11:02 Olíuverð aftur á uppleið Töluvert hefur dregið úr niðursveiflunni á heimsmarkaðsverði á olíu síðan í morgun. Brent olían er komin í 108 dollara fyrir tunnuna en snemma í morgun hafði verðið hrapað niður í 104 dollara. 5.8.2011 10:15 Yfir hálf milljón farþega um Leifsstöð Samtals komu 501,3 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-júlí í ár borið saman við 424,5 þúsund farþega á sama tímabili í fyrra. 5.8.2011 09:29 Nýskráningar bíla aukast um tæp 50% milli ára Nýskráningar bíla í janúar-júlí í ár voru 4.008 miðað við 2.684 í janúar-júlí árið áður, þ.e. jukust um 49,3% frá fyrra ári. 5.8.2011 09:26 Kortaveltan jókst um 6,7% á fyrri helmingi ársins Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar til júní í ár um 6,7% miðað við sama tímabil í fyrra. 5.8.2011 09:23 Gistinóttum fjölgar um 16% milli ára í júní Gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum voru 181.000 samanborið við 157.000 í júní 2010. Þetta er aukning um 16% milli ára. 5.8.2011 09:06 Vöruskiptin 21 milljarði lakari en í fyrra Fyrstu sex mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 285,0 milljarða króna en inn fyrir 242,8 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 42,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 63,2 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 21,0 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. 5.8.2011 09:02 Silfuræði runnið á almenning í Danmörku Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á silfri í ár hafa valdið því að silfuræði er runnið á frændur vora Dani. 5.8.2011 08:14 Stjórn Pandóru hélt upplýsingum leyndum Í ljós er komið að stjórn skartgripaframleiðendans Pandóru í Danmörku hélt leyndum viðkvæmum markaðsupplýsingum í uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. 5.8.2011 08:05 Engar hópuppsagnir í júlí Engar hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí síðastliðnum. Þetta er í fyrsta sinn frá hruninu að ekki er tilkynnt um hópuppsögn í einstökum mánuði. Hinsvegar hefur töluvert verið að draga úr hópuppsögnum á þessu ári miðað við árið í fyrra og árið 2009 þegar þær voru í hámarki. 5.8.2011 07:50 Tæplega 46 milljónir Bandaríkjamanna fá matarmiða Aldrei í sögunni hafa fleiri Bandaríkjamenn þurft á matarmiðum að halda frá hinu opinbera til að geta átt í sig og á. Alls þiggja tæplega 46 milljónir Bandaríkjamanna slíka matarmiða. 5.8.2011 07:47 Martröðin heldur áfram á hlutabréfamörkuðum Martröðin á hlutabréfamörkuðum heimsins hélt áfram í nótt en þá hröpuðu vísitölur á Asíumörkuðum. Það kom í kjölfar versta dagsins á Wall Street síðan í botni fjármálakreppunnar fyrir rúmum tveimur og hálfu ári síðan. 5.8.2011 07:28 Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu er nú í frjálsu falli svipað og hlutabréfamarkaðir heimsins. Tunnan af Brent olíunni er komin niður í 105,6 dollara og hefur þar með öll hækkun ársins á henni gengið til baka. 5.8.2011 07:21 Grunuð um brot í starfi Franskur dómstóll ætlar að rannsaka embættisverk Christine Lagarde, nýs framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá þeim tíma sem hún var fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde er grunuð um að hafa þrýst á fyrrverandi ríkisbankann Credit Lyonnais um að fallast á bindandi málamiðlun í deilu við Adidas-auðkýfinginn Bernard Tapielle sem hann hafði tapað fyrir rétti. 5.8.2011 05:15 Íslenska krónan of hátt skráð samkvæmt Big Mac vísitölunni Íslenska krónan er allt of hátt skráð gagnvart stórum erlendum gjaldmiðlum- allavega ef við tökum mið af Big Mac vísitölunni. Nærbuxnavísitalan bendir til að hagkerfið sé í kreppu, en sé þó að taka við sér. 4.8.2011 21:00 Algjör óvissa um endurheimtir Seðlabankans Algjörlega óvíst er hvort tæplega helmingurinn af neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi í miðju hruni, jafnvirði rúmlega fjörutíu milljarðar króna, fáist greiddur að fullu. Fyrir fjárhæðina mætti reisa tuttugu meðalstór fangelsi. 4.8.2011 20:30 Vandi evrusvæðisins bitnar óhjákvæmilega á Íslendingum Hlutabréfamarkaðir hrundu í dag og sérfræðingar beggja vegna Atlantsála óttast annað efnahagshrun. Doktor í hagfræði segir vanda evrusvæðisins óhjákvæmilega bitna á Íslendingum. 4.8.2011 19:45 Mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðir víða um heim hríðféllu í dag og er ástæðan talin vera sú að fjárfestar hafi áhyggjur af því að hagvöxtur verði hægari en áður var talið. Menn hafa líka áhyggjur af skuldavanda Evrópuríkja, svo sem Ítalíu og Spánar. Ástandið er grafalvarlegt og vestanhafs óttast menn að önnur dýfa fylgi á eftir kreppunni 2007 og 2008. 4.8.2011 16:23 Barroso segir að evrukreppan smiti út frá sér Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við því að skuldakreppa evruríkjanna sé að breiðast út til ríkja utan myntbandalagsins. Í bréfi til ríkisstjórna innan Evrópusambandsins hvatti hann til þess að evrusvæðinu yrði veittur fullur stuðningur. 4.8.2011 15:35 Hættir sem forstjóri Bankasýslunnar Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur sagt starfi sínu lausu og verður staðan auglýst laus til umsóknar um næstu helgi. Bankasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stofnunin tók til starfa í ársbyrjun 2010 og hefur Elín gegnt starfi forstjóra frá upphafi. 4.8.2011 14:04 Sjá næstu 50 fréttir
Skuldakreppan gæti haft nokkur áhrif á íslenskt hagkerfi Miklar skuldir vestrænna ríkja og kreppan sem fylgir þeim gætu haft nokkur áhrif á íslenskt hagkerfi. Líklegt er að þrýstingur komi á verð okkar helstu útflutningsvara, en verulegur hluti sjávarafurða og ferðaþjónustu okkar telst til munaðarvara. Með slíkar vörur hefur minnkun á eftirspurn allajafna mikil áhrif til verðlækkunar. 9.8.2011 07:39
Bensínið lækkar enn frekar Íslensku olíufélögin fóru eitt af öðru að lækka eldsneytisverð í gær, bensínlítrann um tvær krónur og dísellítrann um eina krónu. Olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað ört undanfarna sólarhringa í takt við lækkun á verðbréfamörkuðum og samkvæmt því gæti eldsneytisverð lækkað enn frekar hér á landi á næstu dögum. 9.8.2011 07:05
SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9.8.2011 12:23
Góður undirbúningur fyrir háskóla Menntastoðir er krefjandi námsleið í boði hjá Mími símenntun. "Nám í menntastoðum er fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en eru orðnir 23 ára og vilja komast inn í undirbúningsdeildir háskólanna," segir Anney Þ. Þorvaldsdóttir verkefnastjóri. 9.8.2011 12:23
Rosalega góður félagsskapur í SÍMEY Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað.“ segir Ágústína Söebech, sem unnið hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár. 9.8.2011 12:23
Markaðir hrynja Hlutabréfverð í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra í rúmlega tvö ár, eða síðan í desember 2008. Þegar markaðir lokuðu í dag hafði Dow Jones-vísitalan lækkað 632 stig eða um 5,5 prósent. 8.8.2011 20:40
Slitastjórn Kaupþings ætlar á eftir Hreiðari Má Æðstu stjórnendur Kaupþings sem skulduðu bankanum mest vegna hlutabréfakaupa hafa lítinn vilja sýnt til að semja um skuldirnar ólíkt þeim sem voru með lægri fjárhæðir. Slitastjórn Kaupþings telur að Hreiðar Már Sigurðsson hafi ekki réttilega stofnað félag utan um skuldir sínar. 8.8.2011 18:30
Fjármálaráðherra mátti stofna Spkef samkvæmt neyðarlögunum Fjármálaráðherra var heimilt samkvæmt neyðarlögunum svonefndu að stofna Spkef sparisjóð í því skyni að taka við rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. Þetta er áréttað á vef ráðuneytisins í tilefni af umfjöllun um að fjármálaráðherra hafi ekki haft slíka heimild. Ráðherra vísar í fyrstu grein laga númer 125 frá 2008, iðulega nefnd neyðarlög, máli sínu til stuðnings. Í greininni segir: „Við sérstakar og mjög óvenjulegar aðstæður á fjármálamarkaði er fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta." Á vefnum segir að augljóslega sé rangt að halda því fram að heimildir fjármálaráðherra samkvæmt framangreindu ákvæði séu bundnar við að stofna hlutafélag fremur en sparisjóð. Hugtakið fjármálafyrirtæki sé ekki bundið við tiltekið félagaform, en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki geta fjármálafyrirtæki verið annað hvort hlutafélög eða sparisjóðir. 8.8.2011 15:43
Forstjóri Sjóvár hættir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Lárus var ráðinn til Sjóvár fyrir tæpum tveimur árum í kjölfar endurskipulagningar á félaginu og veitti því forystu á erfiðum tímum. Lárus segist hafa ákveðið að hætta í framhaldi af því að ný stjórn tók við félaginu „Vandasömu en árangursríku breytingaferli er lokið og ég tel eðlilegt að nýir eigendur með nýjar áherslur ráði forstjóra. Sjóvá stendur traustum fótum með góðan vátryggingarekstur. Viðskiptavinir hafa staðið með félaginu og það eru spennandi tímar framundan. Ég vil þakka öllu starfsfólki Sjóvár afar gott og metnaðarfullt samstarf og lít stoltur og ánægður um öxl," segir hann í tilkynningu frá Sjóvá. Erna Gísladóttir stjórnarformaður Sjóvá, segir Lárus hafa unnið mikilvægt starf fyrir fyrirtækið. „Lárus hefur unnið mjög mikilvægt starf fyrir Sjóvá. Hann var ráðinn til að stýra fyrirtækinu í gegnum ólgusjó óvissu og umbreytinga og það fórst honum vel úr hendi. Við óskum Lárusi velfarnaðar," segir hún. Ólafur Njáll Sigurðsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs er staðgengill forstjóra. 8.8.2011 15:16
Lækkun á Wall Street eins og spáð hafði verið Verð á hlutabréfum lækkaði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eins og búist hafði verið við. Matsfyrirtækið Standard & Poors lækkaði lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni á föstudaginn eftir að markaðir lokuðu og spár um lækkun gengu eftir. Dow Jones vísitalan lækkaði um tæp tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins klukkan hálf tvö að íslenskum tíma og Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,35 prósent. 8.8.2011 13:46
Laun meðalmanns hækka á níu mánaða fresti Laun meðalstarfsmanns á Íslandi breytast á níu mánaða fresti, en nánast allar launabreytingar hér á landi eru hækkanir. Að meðaltali nemur hver launahækkun rúmum sex prósentum. 8.8.2011 13:14
Óttast að bandarísk hlutabréf hrynji Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa lækkað í dag en þó ekki eins mikið og óttast var. Yfirlýsingar Seðlabanka Evrópu um að kaupa skuldabréf verst stöddu ríkjanna réð þar mestu um. Óttast er að bandarísk hlutabréf hrynji við opnun markaða klukkan hálf þrjú. Mikið hefur verið um sviptingar á fjármálamörkuðum í morgun. Í nótt sýndu markaðir í Asíu mikla lækkun, til dæmis lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,4 prósent og verð á hlutabréfum í Hong Kong, Suður-Kóreu og á Indlandi lækkaði um þrjú til fimm prósent. Þegar hlutabréfamarkaðir í Evrópu opnuðu klukkan sjö í morgun lækkuðu helstu vísitölur álfunnar til að byrja með en síðan dróg úr lækkuninni þegar líða tók á morguninn og var jafnvel vart við hækkun á sumum mörkuðum. Talið er að yfirlýsingar Seðlabanka Evrópu þar sem gefið er til kynna að bankinn ætli sér að kaupa upp skuldir ríkissjóða álfunnar sem verst eru staddir hafi haft einhver áhrif á órólega fjárfesta. Þá hafa G7 ríkin lýst yfir sameiginlegu átaki til að viðhalda fjármálastöðugleika og efnahagsbata. Yfirlýsingarnar virðast hins vegar ekki hafa dugað til en nú fyrir fréttir sýndu allar helstu vísitölur í Evrópu lækkun um eitt til tvö og hálft prósent en um þrjár klukkustundir eru þar til markaðir loka. 8.8.2011 12:13
Evrópumarkaðir taka við sér Hlutabréf á mörkuðum um allan heim hafa lækkað í morgun eftir að Standard og Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn var. Í Evrópu hækkaði verðið þó þegar liðið hefur á morguninn. 8.8.2011 07:39
Verðfall á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og í Ástralíu lækkuðu mikið í morgun en þetta voru fyrstu markaðirnir til að opna eftir að Standard & Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn. 8.8.2011 06:59
Útflutningsverðmætið mun hækka um 16 milljarða Útflutningsverðmæti sjávarafurða mun hækka um 16 milljarða króna á þessu ári frá því síðasta og um fjóra milljarða króna til viðbótar á árinu 2012. Þetta kemur fram í greiningu sjávarútvegsteymis Íslandsbanka í dag. Aukningin nemur því um 9% og mun hafa jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Aukningin er tilkomin vegna aukinna aflaheimilda, og þá aðallega í þorski, alþjóðlegum verðhækkunum á fiski og stöðugri krónu. 7.8.2011 14:07
Bresk sveitarfélög fá um 90% til baka Nú er búist við því að sveitastjórnir sem lögðu peninga inn á reikninga íslenskra banka í Bretlandi fyrir bankahrun muni fá um 90% af fé sínu til baka. 7.8.2011 13:57
Hittast á neyðarfundi til að ræða stöðuna á mörkuðum Stjórn Seðlabanka Evrópu mun koma saman á neyðarfundi í dag til þess að ákveða hvort bankinn eigi að kaupa skuldir ítalska ríksins til þess að reyna að ná stöðugleika á fjármálamörkuðum. Robert Peston, viðskiptafréttamaður hjá BBC fréttastofunni, segir að stjórnin sé klofin í afstöðu sinni til málsins. 7.8.2011 10:58
Vandinn í Evrópu bráðari en í Bandaríkjunum Matsfyrirtækið Standard og Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta þrepi í næstefsta seint í gærkvöld. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir að afleiðingarnar verði fyrst og fremst pólitískar. Skuldavandinn í Evrópu sé mun bráðari en skuldavandinn í Bandaríkjunum. 6.8.2011 12:10
Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkað Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins í gærkvöld. Matið var fært úr efsta þrepi, eða AAA í næstefsta þrep sem er AA+, með neikvæðum horfum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem lánshæfismat Bandaríkjanna er lækkað. Ástæðan er áhyggjur af hallarekstri Bandaríkjanna. 6.8.2011 07:30
Íslensk skyndibitakeðja í útrás Saffran veitingastaðakeðjan opnaði sinn fyrsta veitingastað erlendis í dag. Staðurinn er í Orlando, skammt frá Florida Mall. Á vefsíðu Saffran kemur fram að staðurinn er byggður í samræmi við staðina á Íslandi lítur því svipað út. 5.8.2011 23:14
Obama: Við munum komast í gegnum þetta Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnar nýjum tölum um atvinnuþáttöku/atvinnuleysi sem birtust í Bandaríkjunum í dag. Hann leggur áherslu á að skapa þurfi enn fleiri störf til þess að efnahagslífið blómstri. 5.8.2011 21:33
Hlutabréfamarkaðir víðast óstöðugir Það er ennþá óstöðugleiki á fjármálamörkuðum í heiminum, þrátt fyrir að nýjar tölur um atvinnuþátttöku/atvinnuleysi í Bandaríkjunum séu betri en spáð var. 5.8.2011 20:30
Gjaldeyrisveltan tekur kipp Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í júlímánuði síðastliðnum nam 5.635 milljónum kr. sem er 41,8% meiri velta en í júní í fyrra. 5.8.2011 15:00
Dregur úr falli evrópskra hlutabréfamarkaða Tekið er að draga úr falli evrópskra hlutabréfamarkaða en fréttavefur breska ríkisútvarpsins segir fjárfesta hafa þungar áhyggur af skuldakreppu á evrusvæðinu og veikri stöðu bandaríska hagkerfisins. Þegar hlutbréfamarkaðir í evrópskum kauhöllum opnuðu fyrir viðskiptum klukkan sjö í morgun lækkuðu allar helstu hlutbréfavísitölur. Þýska vísitalan DAX hefur lækkað um rúm tvö prósent, Nasdaq hefur lækkað um rúm fimm prósent og í Lundúnum lækkaði FTSE vísitalan um tvö komma tuttugu og átta prósent. 5.8.2011 12:08
Vefsíða Financial Times hrundi Óróinn á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þar sem vísitölur sveiflast upp og niður, þó aðallega niður, frá mínútu til mínútu hafa valdið mikilli eftirspurn eftir nýjustu fjármálafréttunum. Af þeim sökum hrundi vefsíði blaðsins Financial Times um tíma í morgun þar sem hún gat ekki annað umferðinni inn á hana. 5.8.2011 11:02
Olíuverð aftur á uppleið Töluvert hefur dregið úr niðursveiflunni á heimsmarkaðsverði á olíu síðan í morgun. Brent olían er komin í 108 dollara fyrir tunnuna en snemma í morgun hafði verðið hrapað niður í 104 dollara. 5.8.2011 10:15
Yfir hálf milljón farþega um Leifsstöð Samtals komu 501,3 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-júlí í ár borið saman við 424,5 þúsund farþega á sama tímabili í fyrra. 5.8.2011 09:29
Nýskráningar bíla aukast um tæp 50% milli ára Nýskráningar bíla í janúar-júlí í ár voru 4.008 miðað við 2.684 í janúar-júlí árið áður, þ.e. jukust um 49,3% frá fyrra ári. 5.8.2011 09:26
Kortaveltan jókst um 6,7% á fyrri helmingi ársins Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar til júní í ár um 6,7% miðað við sama tímabil í fyrra. 5.8.2011 09:23
Gistinóttum fjölgar um 16% milli ára í júní Gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum voru 181.000 samanborið við 157.000 í júní 2010. Þetta er aukning um 16% milli ára. 5.8.2011 09:06
Vöruskiptin 21 milljarði lakari en í fyrra Fyrstu sex mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 285,0 milljarða króna en inn fyrir 242,8 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 42,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 63,2 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 21,0 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. 5.8.2011 09:02
Silfuræði runnið á almenning í Danmörku Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á silfri í ár hafa valdið því að silfuræði er runnið á frændur vora Dani. 5.8.2011 08:14
Stjórn Pandóru hélt upplýsingum leyndum Í ljós er komið að stjórn skartgripaframleiðendans Pandóru í Danmörku hélt leyndum viðkvæmum markaðsupplýsingum í uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. 5.8.2011 08:05
Engar hópuppsagnir í júlí Engar hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí síðastliðnum. Þetta er í fyrsta sinn frá hruninu að ekki er tilkynnt um hópuppsögn í einstökum mánuði. Hinsvegar hefur töluvert verið að draga úr hópuppsögnum á þessu ári miðað við árið í fyrra og árið 2009 þegar þær voru í hámarki. 5.8.2011 07:50
Tæplega 46 milljónir Bandaríkjamanna fá matarmiða Aldrei í sögunni hafa fleiri Bandaríkjamenn þurft á matarmiðum að halda frá hinu opinbera til að geta átt í sig og á. Alls þiggja tæplega 46 milljónir Bandaríkjamanna slíka matarmiða. 5.8.2011 07:47
Martröðin heldur áfram á hlutabréfamörkuðum Martröðin á hlutabréfamörkuðum heimsins hélt áfram í nótt en þá hröpuðu vísitölur á Asíumörkuðum. Það kom í kjölfar versta dagsins á Wall Street síðan í botni fjármálakreppunnar fyrir rúmum tveimur og hálfu ári síðan. 5.8.2011 07:28
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu er nú í frjálsu falli svipað og hlutabréfamarkaðir heimsins. Tunnan af Brent olíunni er komin niður í 105,6 dollara og hefur þar með öll hækkun ársins á henni gengið til baka. 5.8.2011 07:21
Grunuð um brot í starfi Franskur dómstóll ætlar að rannsaka embættisverk Christine Lagarde, nýs framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá þeim tíma sem hún var fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde er grunuð um að hafa þrýst á fyrrverandi ríkisbankann Credit Lyonnais um að fallast á bindandi málamiðlun í deilu við Adidas-auðkýfinginn Bernard Tapielle sem hann hafði tapað fyrir rétti. 5.8.2011 05:15
Íslenska krónan of hátt skráð samkvæmt Big Mac vísitölunni Íslenska krónan er allt of hátt skráð gagnvart stórum erlendum gjaldmiðlum- allavega ef við tökum mið af Big Mac vísitölunni. Nærbuxnavísitalan bendir til að hagkerfið sé í kreppu, en sé þó að taka við sér. 4.8.2011 21:00
Algjör óvissa um endurheimtir Seðlabankans Algjörlega óvíst er hvort tæplega helmingurinn af neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi í miðju hruni, jafnvirði rúmlega fjörutíu milljarðar króna, fáist greiddur að fullu. Fyrir fjárhæðina mætti reisa tuttugu meðalstór fangelsi. 4.8.2011 20:30
Vandi evrusvæðisins bitnar óhjákvæmilega á Íslendingum Hlutabréfamarkaðir hrundu í dag og sérfræðingar beggja vegna Atlantsála óttast annað efnahagshrun. Doktor í hagfræði segir vanda evrusvæðisins óhjákvæmilega bitna á Íslendingum. 4.8.2011 19:45
Mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðir víða um heim hríðféllu í dag og er ástæðan talin vera sú að fjárfestar hafi áhyggjur af því að hagvöxtur verði hægari en áður var talið. Menn hafa líka áhyggjur af skuldavanda Evrópuríkja, svo sem Ítalíu og Spánar. Ástandið er grafalvarlegt og vestanhafs óttast menn að önnur dýfa fylgi á eftir kreppunni 2007 og 2008. 4.8.2011 16:23
Barroso segir að evrukreppan smiti út frá sér Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við því að skuldakreppa evruríkjanna sé að breiðast út til ríkja utan myntbandalagsins. Í bréfi til ríkisstjórna innan Evrópusambandsins hvatti hann til þess að evrusvæðinu yrði veittur fullur stuðningur. 4.8.2011 15:35
Hættir sem forstjóri Bankasýslunnar Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur sagt starfi sínu lausu og verður staðan auglýst laus til umsóknar um næstu helgi. Bankasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stofnunin tók til starfa í ársbyrjun 2010 og hefur Elín gegnt starfi forstjóra frá upphafi. 4.8.2011 14:04