Góður undirbúningur fyrir háskóla 9. ágúst 2011 12:23 Námsmarkmið Menntastoða er meðal annars að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms. Menntastoðir er krefjandi námsleið í boði hjá Mími símenntun. „Nám í menntastoðum er fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en eru orðnir 23 ára og vilja komast inn í undirbúningsdeildir háskólanna," segir Anney Þ. Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími símenntun. Menntastoðir hafa bæði staðnám og dreifinám. „Þetta er 660 stunda nám sem er mjög stíft. Það tekur sex mánuði í staðnámi, sem kennt er allan daginn. Svo ætlum við að bjóða í fyrsta skipti upp á það í dreifinámi líka, sem er staðnám með fjarnámssniði," segir Anney og bætir við að þá sé kennt alla miðvikudaga frá 15 til 19.30 og annan hvern laugardag frá 9 til 14. Unnin eru verkefni á milli. „Við erum að stíla inn á fólk sem getur ekki nýtt sér staðnámið. Dreifinámið tekur tíu mánuði." Anney segir að kenndar séu bóklegar greinar, íslenska, enska, stærðfræði, danska, tölvur og upplýsingatækni. Námsmarkmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni að sögn Anneyjar. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust og lífsleikni. Staðnámið hófst í gær en Anney segir að skráning standi enn yfir, bæði í staðnámið og dreifinámið sem hefst 9. september. Jón Fannar Hafsteinsson, fyrrverandi nemandi Menntastoða, hóf nám eftir nokkurt hlé og sá ekki eftir því. „Það sem mér er efst í huga núna er þakklæti til skólans míns og alls starfsfólks Mímis því að það hefur breytt lífi mínu til hins betra og hér hefur mér liðið svo vel." Sérblöð Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Menntastoðir er krefjandi námsleið í boði hjá Mími símenntun. „Nám í menntastoðum er fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en eru orðnir 23 ára og vilja komast inn í undirbúningsdeildir háskólanna," segir Anney Þ. Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími símenntun. Menntastoðir hafa bæði staðnám og dreifinám. „Þetta er 660 stunda nám sem er mjög stíft. Það tekur sex mánuði í staðnámi, sem kennt er allan daginn. Svo ætlum við að bjóða í fyrsta skipti upp á það í dreifinámi líka, sem er staðnám með fjarnámssniði," segir Anney og bætir við að þá sé kennt alla miðvikudaga frá 15 til 19.30 og annan hvern laugardag frá 9 til 14. Unnin eru verkefni á milli. „Við erum að stíla inn á fólk sem getur ekki nýtt sér staðnámið. Dreifinámið tekur tíu mánuði." Anney segir að kenndar séu bóklegar greinar, íslenska, enska, stærðfræði, danska, tölvur og upplýsingatækni. Námsmarkmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni að sögn Anneyjar. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust og lífsleikni. Staðnámið hófst í gær en Anney segir að skráning standi enn yfir, bæði í staðnámið og dreifinámið sem hefst 9. september. Jón Fannar Hafsteinsson, fyrrverandi nemandi Menntastoða, hóf nám eftir nokkurt hlé og sá ekki eftir því. „Það sem mér er efst í huga núna er þakklæti til skólans míns og alls starfsfólks Mímis því að það hefur breytt lífi mínu til hins betra og hér hefur mér liðið svo vel."
Sérblöð Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira