Fleiri fréttir

Kröfuhafar hafa tapað 7.400 milljörðum á Íslandi

Kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki hafa minnkað um 7.378 milljarða króna frá hruni íslenska bankakerfisins í október 2008. Einungis 15,5% krafna þeirra á íslensk fyrirtæki eru enn í bókum þeirra. Það þýðir að erlendu lánastofnanirnar reikna með því að hafa tapað 84,5% af öllum kröfum sínum á Ísland.

Vextir hækka á spænskum skuldabréfum

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum hækkuðu töluvert í útboði sem fór fram í morgun. Skuldabréf til þriggja og fjögurra ára seldust fyrir samtals rúmlega 3,3 milljarða evra eða um 545 milljarða kr.

Hagstofan gefur út Ísland í tölum

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út enskan bækling, Iceland in figures 2011, þar sem nálgast má ýmsar lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. Þetta er sextándi árgangur bæklingsins en hann er sniðinn að ferðaþjónustunni og hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal leiðsögumanna.

Skuldamál Alterra eru Jarðvarma óviðkomandi

Jarðvarmi, félag í eigu lífeyrissjóðanna, hefur sent frá sér athugasemd vegna frétta um málefni HS Orku. Þar segir að skuldamál Alterra, áður Magma Energy, séu Jarðvarma óviðkomandi.

Tap útgáfufélags snýst í hagnað á milli ára

Hagnaður 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins, árið 2010 var 360 milljónir króna eftir skatta og handbært fé frá rekstri 1.106 milljónir. Eigið fé var rúmir tveir milljarðar um áramót. Eru þetta upplýsingar úr ársreikningi 365 miðla ehf. fyrir árið 2010.

Randi Zuckerberg hættir hjá Facebook

Randi Zuckerberg markaðsstjóri Facebook hefur látið af störfum hjá vefsíðunni en Randi er systir stofnenda Facebook, Mark Zuckenbergar.

Áfram verulega aukning á fasteignaviðskiptum

Fasteignaviðskipti halda áfram að aukast verulega milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var 446 kaupsamningum þinglýst í borginni í júlí og heildarveltan nam rúmum 12 milljörðum króna. Þetta er aukning um tæp 60% bæði hvað varðar fjölda samninga og heildarveltu frá því í júlí í fyrra.

Hamborgarar, varalitur og nærbuxur gefa mynd af hagkerfinu

Big Mac vísitalan fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en vísitalan er einföld leið til að meta hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir hver gagnvart öðrum. Vísitalan ruddi brautina fyrir fjölda óvenjulegra mælistikna á hagkerfið.

Faxaflóahafnir greiða eigendum 173 milljónir í arð

Faxaflóahafnir hafa greitt eigendum sínum arð fyrir árið 2011 og er þetta í annað sinn sem slíkt er gert. Arðurinn nemur 173 milljónum kr. sem er sama upphæð og greidd var í fyrra þegar arður var greiddur í fyrsta sinn.

Seðlabanki Sviss setur stýrivexti sína niður í núll

Seðlabankinn í Sviss hefur ákveðið að færa stýrivexti sína niður í núllið. Þetta er gert vegna gífurlegrar ásóknar fjárfesta í svissneska franka eins og oft gerist þegar órói er á fjármálamörkuðum.

Seðlabankinn tapar milljörðum á Pandóruhruni

Seðlabanki Íslands gæti tapað allt að einum milljarði danskra kr. eða um 22 milljörðum kr. á hruni hlutabréfa í danska skartgripafyrirtækinu Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn sinni

Matsfyrirtækin Moody´s og Fitch Ratings hafa ákveðið að Bandaríkin haldi topplánshæfiseinkunn sinni AAA en hún er sett á athugunarlista með neikvæðum horfum. Standard & Poor´s hefur einnig sett einkunnina á athugunarlista.

Allir markaðir í rauðum tölum

Markaðir í Asíu lokuðu allir í rauðum tölum í nótt og fylgdu þar með í kjölfar Wall Street í gærkvöldi.

Hagstæðasta tilboði í Sjóvá var tekið

Seðlabanki Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að fullyrðingar um að hagstæðasta tilboði hafi ekki verið tekið eru rangar. Þegar kaupsamningur við núverandi kaupendahóp var undirritaður lá ekki fyrir gilt tilboð frá öðrum sem hægt var að taka afstöðu til.

Seðlabankinn býðst til að kaupa evrur

Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Sigrún Ragna er forstjóri VÍS

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ráðið Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Íslandsbanka, í starf forstjóra VÍS og Lífís. Sigrún Ragna hóf störf hjá Íslandsbanka við stofnun hans í október 2008 er hún var ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs og tók sæti í framkvæmdastjórn.

VÍS eignast 80% hlut í Öryggismiðstöðinni

Nýlega var gengið frá kaupum VÍS á hlut Exista í Öryggismiðstöð Íslands. Fyrr á árinu hafði VÍS eignast lítinn hlut og er eignahlutur VÍS í Öryggismiðstöðinni nú samanlagt um 80%. Framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvarinnar og helstu stjórnendur félagsins ráða yfir um 20% hlut í félaginu, eftir því sem fram kemur á vef VÍS.

Ford innkallar 1,2 milljónir pallbíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla 1,2 milljónir pallbíla vegna ryðvandamála. Bandaríska umferðaröryggiseftirlitið telur að festingar á eldsneytistönkum geti auðveldlega rygðað og því sé ekki forsvaranlegt að hafa bílana á götunni. Samkvæmt frétt á norska viðskiptavefnum e24.no er um að ræða F-150 og F-250 bíla sem framleiddir eru árin 1997-2004 og Lincoln Blackwood frá árunum 2002-2003.

Ítalir funda um alvarlega stöðu landsins

Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu.

ÍLS heldur vöxtum sínum óbreyttum

Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir og verði því sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,40% og 4,90% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. Þessi ákvörðun tekur gildi í dag, 2. ágúst 2011.

Krugman: Bandaríkin að breytast í bananalýðveldi

Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman segir frumvarpið um hækkun á skuldaþaki Bandaríkjanna sé stórslys og marki fyrstu sporin á langri leið Bandaríkjanna í áttina að bananalýðveldi.

Samherji tekur formlega við rekstri ÚA

Formleg eigendaskipti eru orðin á eignum Brims á Akureyrir yfir til Samherja, og verður þessi eignarhluti rekinn undir nafninu Útgerðarfélag Akureyringa, þannig að segja má að það hafi verið endurvakið.

Fulltrúadeildin samþykkti málamiðlun

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti nú undir kvöld samkomulag sem gert hafði verið um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins. Samkomulagið felur einnig í sér niðurskurð á fjárlögum ríkisins.

Samherji tekur við rekstri ÚA

Togarinn Baldvin NC 100 kom til Akureyrar í kvöld með fyrsta aflann til vinnslu í fiskiðjuveri Útgerðafélags Akureyringa og vinnsla hefst á morgun. Þar með má segja að starfsemi ÚA sé formlega hafin á vegum nýrra eigenda.

Fá milljarða fyrir nýju Harry Potter myndina

Kvikmyndin Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2 hefur skilað einum milljarði bandaríkjadala í tekjur, samkvæmt upplýsingum sem BBC fréttastofan hefur frá Warner Bros. Upphæðin samsvarar um 115 milljörðum íslenskra króna.

Kínverjar herma eftir Vesturlandabúum

Kínverjar eru í auknu mæli farnir að herma eftir Vesturlandabúum þegar þeir setja á fót nýjar stórverslanir. Til dæmis kannast flestir sem hafa farið í IKEA við bláa og gula litinn, stóra sýningarsali, litla blýanta og rúmgóðan matsal. En nú fyrirfinnst þetta ekki bara í

Drekaútboð átti að hefjast í dag

Ekkert verður af því að annað olíuleitarútboð Íslendinga á Drekasvæðinu hefjist í dag, eins og búið var að undirbúa í hartnær tvö ár. Ástæðan er sú, eins og áður hefur komið fram í fréttum, að nauðsynlegar lagabreytingar dagaði uppi á Alþingi á lokadögum þingsins fyrr í sumar.

Harkalegur niðurskurður

Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins.

Þingmenn greiða atkvæði um skuldavanda

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafi komist að samkomulagi um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna og koma þannig í veg fyrir að ríkið lendi í greiðsluþroti. Skuldaþakið á samkvæmt samkomulaginu að hækka um 2,4 trilljónir dollara. Samkomulagið á þó enn eftir að fara í gegnum þingið.

Lægri gjöld til framkvæmda

Heildartekjur ríkissjóðs árið 2010 námu tæpum 479 milljörðum króna. Gjöldin námu tæpum 602 milljörðum króna og halli á rekstri ríkissjóðs nam því rúmum 123 milljörðum króna. Það er 41 milljarði króna meiri halli en reiknað hafði verið með.

Menntamálaráðherra Svía vill kínversku inn í alla skóla

Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Jan Björklund, vill að allir nemendur á efstu stigum grunnskólans og allir framhaldsskólanemendur fái að læra kínversku. Í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri segir ráðherrann að kínverskan sé að verða miklu mikilvægari en franska og spænska í viðskiptalegu tilliti.

Sjá næstu 50 fréttir