Fleiri fréttir Fjörutíu prósent lána í vanskilum Um 40 prósent útlána stóru bankanna þriggja eru í alvarlegum vanskilum, en hlutfallið hefur lítið breyst síðasta árið. Seðlabankastjóri segir það ekki endilega áfellisdóm yfir skuldaúrræðum banka og stjórnvalda. 31.5.2011 19:08 Flýta rannsóknarborunum á Norðausturlandi Stjórnir Landsvirkjunar og Þeistareykja ehf. hafa ákveðið að auka verulega við rannsóknir vegna undirbúnings jarðgufuvirkjana á Norðausturlandi í sumar. Markmiðið er að flýta öflun upplýsinga um afkastagetu jarðhitasvæðanna í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta aukinni eftirspurn væntanlegra orkukaupenda á svæðinu. 31.5.2011 17:39 Lífeyrissjóðir ganga frá kaupum á 25% í HS Orku HS Orka hf. hefur tilkynnt Kauphöllinni um sölu Magma Sweden á 25% hlut í HS Orku hf. til Jarðvarma slhf. sem er í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða. Áður hafði verið getið um mögulega samninga á milli aðila þann 18. apríl 2011 og nú hefur verið skrifað undir samninga um kaupin. 31.5.2011 17:01 Tæplega 25 þúsund á vanskilaskrá Tæplega 25 þúsund einstaklingar voru á vanskilaskrá í lok apríl 2011 og hefur sá fjöldi farið hratt vaxandi síðustu mánuði. Hann hefur vaxið um þriðjung síðan j í mars 2009. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. 31.5.2011 16:40 Breytingar á kvótakerfinu gætu veikt bankana Breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gætu veikt sjávarútvegsfyrirtæki og þar með rýrt lánasöfn viðskiptabankanna. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem seðlabankastjóri er í þann mund að kynna. 31.5.2011 16:00 Fyrirtækjum í skuldavanda fækkar ekki Lánum fyrirtækja í vanskilum hefur nánast ekkert fækkað frá því í lok árs 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. Heildarlán í óskilum voru rétt rúmlega 40% af öllum lánum í árslok 2009, en voru slétt 40% í mars síðastliðnum. 31.5.2011 16:00 Skortur á fólki með tæknimenntun hamlar hagvexti "Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. "Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að sögn Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. "Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann. 31.5.2011 15:29 Hafa safnað hátt í 30 milljónir fyrir bændur Safnast hafa 25 - 30 milljónir í söfnun sem fyrirtæki í landinu standa að í samvinnu við Samtök atvinnulífsins vegna eldgossins í Grímsvötnum. Samtök atvinnulífsins segja að fjöldi fyrirtækja hafi lagt málinu lið. 31.5.2011 13:38 Lundin að léttast hjá Íslendingum Svo virðist sem væntingar neytenda hafi heldur betur glæðst nú í maí ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Að þessu sinni hækkaði vísitalan um tæp 11 stig á milli mánaða og mælist gildi hennar nú 66,3 stig. 31.5.2011 12:21 Innsláttarvilla kostar Goldman Sachs 5 milljarða Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. 31.5.2011 11:06 Stórbankar undirbúa íslenska skuldabréfaútgáfu Þrír erlendir stórbankar munu halda fundi með fjárfestum dagana 1. til 8. júní þar sem þessum fjárfestum verður kynnt útgáfa íslenskra skuldabréfa í erlendum gjaldeyri á alþjóðamörkuðum. Bankarnir sem hér um ræðir eru Barclays Capital, Citigroup og UBS. 31.5.2011 10:33 DnB NOR kosinn lélegasti banki Noregs DnB NOR hefur verið kosinn lélegasti banki Noregs. Það var netbankinn Nordnet sem stóð að kosningunni í samstarfi við Novus. Alls tóku 1.000 Norðmenn þátt í kosningunni og svöruðu spurningum í kringum hana. 31.5.2011 09:48 Þjónustujöfnuður við útlönd neikvæður um 2,2 milljarða Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2011 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 58,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 60,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 2,2 milljarða króna. 31.5.2011 09:02 Viðsnúningur til hins betra í rekstri Spalar Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta fyrir rekstarárið sem lauk 31. mars 2011 nam kr. 37,1 milljónum kr. en tap var á rekstrinum árið áður sem nam 40,6 milljónum kr. 31.5.2011 08:58 Goldman Sachs fjárfesti fyrir Líbýumenn og tapaði öllu Bandaríski stórbankinn Goldman Sachs annaðist fjárfestingar fyrir líbýska fjárfestingasjóðinn í miklum mæli árið 2008 og tapaði þeim öllum. 31.5.2011 08:48 Verðbréfaviðskiptin neikvæð í mars Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 11 milljarða kr. í mars 2011. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 31.5.2011 08:06 Kreppan aftur skollin á í Danmörku Landsframleiðsla Danmerkur minnkaði um hálft prósentustig á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs dróst landsframleiðslan einnig saman í Danmörku þannig að kreppan er opinberlega aftur skollin á Dani. 31.5.2011 07:52 Telja stjórnmálaflokka forðast þjónustu skattlagðra fyrirtækja „Það er ömurleg staða að stjórnmálaflokkarnir skuli vera búnir að skattleggja fyrirtækin svo harkalega að þeir verði sjálfir að forðast þjónustu þeirra,“ segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. 31.5.2011 07:00 Fannst lánin óeðlileg en afgreiddi þau samt Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, gekkst við því fyrir rétti í gær að hafa þótt óeðlilegt og óþægilegt að láta sjóðinn lána félaginu Exeter Holding milljarð króna til að leysa sjálfan sig og aðra starfsmenn og stjórnarmenn Byrs úr skuldaklemmu. Með lánunum var allri áhættu komið af herðum þeirra og MP banka, yfir á Byr. 31.5.2011 06:00 Vilja treysta á vind og sól „Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. 31.5.2011 05:30 Nýr mannauðsstjóri hjá Skýrr Ægir Már Þórisson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr og þegar tekið til starfa. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Skýrr kemur Ægir Már kemur til fyrirtækisins frá Capacent þar sem hann hefur starfað frá árinu 2001, sem ráðgjafi, mannauðsstjóri árin 2005-2009 og framkvæmdastjóri ráðgjafar undanfarin tvö ár. 30.5.2011 20:00 Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30.5.2011 19:09 Hotel D´Angleterre lokar á morgun í eitt ár „Eftir ferð í íslensku fjármálahringekjunni komst Hotel D´Angleterre aftur í danskar hendur í janúar. Nú lokar hótelið svo hægt sé að fríska það upp.“ 30.5.2011 14:46 Um þúsund sóttu um Landsbankastyrki Sextán námsmenn fengu í dag úthlutað námsstyrk frá Landsbankanum en styrkirnir eru nú veittir í 22. sinn. Aldrei hafa borist eins margar umsóknir og í ár eða rétt um 1000 umsóknir bárust um styrkina, sem eru á bilinu 200 – 400 þúsund krónur. 30.5.2011 13:53 Útboð Seðlabankans styrkir aflandsgengi krónunnar Aflandsgengi krónunnar hefur styrkst verulega í dag. Styrkingin hófst raunar í lok síðustu viku þegar Seðlabankinn kallaði eftir tilboðum í íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. 30.5.2011 13:40 Íslenskur hugbúnaður fær alþjóðleg verðlaun Íslenskur hugbúnaður, City Direct frá ICEconsult, hafnaði í öðru sæti í alþjóðlegri samkeppni, „Future Internet Summit Award“, sem haldin er í tengslum við ráðstefnuna „European Summit on the Future Internet“. Markmið hennar er leita uppi nýjar lausnir sem eru líklegar til að hafa afgerandi áhrif á mótun notkunar á internetinu í framtíðinni á ákveðnum sviðum. 30.5.2011 13:18 Exeter: Styrmir segist ekki hafa haft ítök í BYR Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, segist ekki hafa verið með nein ítök í BYR sparisjóði sem gætu hafa haft áhrif á viðskipti með stofnfjárbréf í BYR sparisjóði. Þetta kom fram í máli Styrmis þegar hann gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í Exetermálinu í morgun. 30.5.2011 13:15 Álverðið aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið. Stendur verðið nú í 2.607 dollurum á tonnið á markaðinum í London og hefur hækkað um ríflega 100 dollara frá því í síðustu viku. 30.5.2011 13:04 Samherji tvöfaldar eingreiðslu til starfsmanna sinna Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri ætlar að rúmlega tvöfalda umsamda eingreiðslu til starfsmanna sinna í landi, nú um mánaðamótin. 30.5.2011 11:58 Exeter: Vísa ábyrgð hvor á annan Skýrslutökum yfir tveimur af sakborningum í Exetermálinu svokallaða er lokið. Aðalmeðerð málsins hófst formlega í Héraðsdómi Reykjavíkur hófst í morgun. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, var fyrstur til að bera vitni í málinu. Næstur bar Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri vitni. Nú rétt eftir klukkan hálf tólf hófst svo skýrslutaka af Styrmi Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP, banka. 30.5.2011 11:33 Bláa skatan ekki lengur tákn Bylgjunnar á Ólafsvík Bláa skatan, sem verið hefur tákn fiskiðjunnar Bylgjunnar á Ólafsvík um lengri tíð, kveður en í hennar stað auðkennir nýtt merki, Bylgjufiskur, fyrirtækið og afurðir þess. Nýja merkið er fiskur samansettur úr sjávarbylgjum í mismunandi bláum litum og íslensku fánalitunum. 30.5.2011 11:28 Skuldsetning Sandgerðis nemur 5,5 milljörðum Skuldir og skuldbindingar Sandgerðisbæjar eru samtals 5.415 milljónir króna að meðtöldum leiguskuldbindingum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Segir einnig að skuldsetning sveitarfélagsins sé mikil og vinna þurfi frekar að hagræðingu í rekstri og öðru. 30.5.2011 10:46 Saga flytur suður til borgarinnar Saga Fjárfestingarbanki mun flytja höfuðstöðvar sínar frá Hafnarstræti 53 á Akureyri að Höfðatorgi í Reykjavík frá og með 1. júlí nk. 30.5.2011 09:56 Exeter: Stjórnarformaður vísar ábyrgð á forstjóra Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs vísar frá sér allri ábyrgð á lánum í Exetermálinu svokallaða. Hann segir að þáverandi forstjóri Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson hafi borið ábyrgð á lánamálum og haft heimild til að veita lán upp að allt að 1,5 milljarði króna. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og er dómurinn fjölskipaður. 30.5.2011 09:50 Ísafjarðarbær rekinn með 150 milljóna halla í fyrra Ísafjarðarbær var rekinn með 150 milljóna kr. halla á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu um ársreikning bæjarins til Kauphallarinnar. 30.5.2011 09:30 Leiðtogar G8 styðja Lagarde í stöðu forstjóra AGS Allir leiðtogar G8 landanna styðja Christine Lagarde fjármálaraðherra Frakklands í stöðu forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Reuters hefur þetta eftir Alain Juppe utanríkisráðherra Frakka. 30.5.2011 09:11 Vísitala framleiðsluverðs hækkar áfram Vísitala framleiðsluverðs í apríl 2011 var 213,5 stig og hækkaði um 1,6% frá mars 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagastofunnar. 30.5.2011 09:01 Eignir sjóða jukust um 4,4 milljarða í apríl Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 308,3 milljörðum kr. í lok apríl og hækkuðu um 4,4 milljarða kr. milli mánaða. 30.5.2011 08:13 Skuldir lækka meir en eignir hjá innlánsstofnunum Heildareignir innlánsstofnana námu 2.755 milljörðum kr. í lok apríl 2011 og lækkuðu um 4,5 milljarða kr. frá fyrri mánuði. 30.5.2011 08:05 Yfir 100 fasteignir keyptar í borginni í liðinni viku Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 104. Þetta er nokkuð meira en nemur meðaltali síðustu þriggja mánaða sem eru 90 samningar á viku. 30.5.2011 07:41 The Economist: Eldgosið hefur jákvæð áhrif fyrir Íslendinga „Það er betra fyrir Ísland vera þekkt fyrir náttúrufegurð og hættu heldur en að vera þekkt sem Wall Street á túndrunni ," segir tímaritið The Economist, sem fjallar um eldgosið í Grímsvötnum og viðbrögð íslenskra stjórnvalda og Icelandair við þeirri röskun sem varð á flugumferð. 29.5.2011 10:03 Dýrasti fótboltaleikur heimsins hefst í dag Dýrasti fótboltaleikur í sögunni hefst síðdegis í dag á Wembley. Fjárhagslegt umfang leiksins er af þeirri stærðargráðu að hann hefur áhrif á efnahag Evrópu. 28.5.2011 09:49 Misræmi í endurreikningum bílalána Fjármálafyrirtæki beita tveimur ólíkum aðferðum við endurreikninga á gengistryggðum bílalánum. Skeikar þar á bilinu þrjú til fimm prósent af upphaflegum höfuðstóli. 28.5.2011 09:15 Fjölbreytt sam-vinna í tvö ár Harpa og Icelandair undirrituðu í gær samstarfssamning til tveggja ára. Markmiðið er að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum sem koma til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangastað. 28.5.2011 09:00 Atvinnulausir fái desemberuppbót Atvinnuleysi mældist 8,1 prósent í apríl. Atvinnulausum fækkaði því um 0,5 prósentustig milli mánaða. Atvinnulausir voru að meðaltali 13.262 í mánuðinum. Á höfuðborgarsvæðinu mældist atvinnuleysi 8,7 prósent en á landsbyggðinni var það 6,9 prósent. Meðal karla var atvinnuleysi 8,6 prósent en kvenna 7,4 prósent. Þá hefur 59 prósent atvinnulausra verið það í meira en sex mánuði. 28.5.2011 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Fjörutíu prósent lána í vanskilum Um 40 prósent útlána stóru bankanna þriggja eru í alvarlegum vanskilum, en hlutfallið hefur lítið breyst síðasta árið. Seðlabankastjóri segir það ekki endilega áfellisdóm yfir skuldaúrræðum banka og stjórnvalda. 31.5.2011 19:08
Flýta rannsóknarborunum á Norðausturlandi Stjórnir Landsvirkjunar og Þeistareykja ehf. hafa ákveðið að auka verulega við rannsóknir vegna undirbúnings jarðgufuvirkjana á Norðausturlandi í sumar. Markmiðið er að flýta öflun upplýsinga um afkastagetu jarðhitasvæðanna í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta aukinni eftirspurn væntanlegra orkukaupenda á svæðinu. 31.5.2011 17:39
Lífeyrissjóðir ganga frá kaupum á 25% í HS Orku HS Orka hf. hefur tilkynnt Kauphöllinni um sölu Magma Sweden á 25% hlut í HS Orku hf. til Jarðvarma slhf. sem er í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða. Áður hafði verið getið um mögulega samninga á milli aðila þann 18. apríl 2011 og nú hefur verið skrifað undir samninga um kaupin. 31.5.2011 17:01
Tæplega 25 þúsund á vanskilaskrá Tæplega 25 þúsund einstaklingar voru á vanskilaskrá í lok apríl 2011 og hefur sá fjöldi farið hratt vaxandi síðustu mánuði. Hann hefur vaxið um þriðjung síðan j í mars 2009. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. 31.5.2011 16:40
Breytingar á kvótakerfinu gætu veikt bankana Breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gætu veikt sjávarútvegsfyrirtæki og þar með rýrt lánasöfn viðskiptabankanna. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem seðlabankastjóri er í þann mund að kynna. 31.5.2011 16:00
Fyrirtækjum í skuldavanda fækkar ekki Lánum fyrirtækja í vanskilum hefur nánast ekkert fækkað frá því í lok árs 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. Heildarlán í óskilum voru rétt rúmlega 40% af öllum lánum í árslok 2009, en voru slétt 40% í mars síðastliðnum. 31.5.2011 16:00
Skortur á fólki með tæknimenntun hamlar hagvexti "Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. "Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að sögn Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. "Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann. 31.5.2011 15:29
Hafa safnað hátt í 30 milljónir fyrir bændur Safnast hafa 25 - 30 milljónir í söfnun sem fyrirtæki í landinu standa að í samvinnu við Samtök atvinnulífsins vegna eldgossins í Grímsvötnum. Samtök atvinnulífsins segja að fjöldi fyrirtækja hafi lagt málinu lið. 31.5.2011 13:38
Lundin að léttast hjá Íslendingum Svo virðist sem væntingar neytenda hafi heldur betur glæðst nú í maí ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Að þessu sinni hækkaði vísitalan um tæp 11 stig á milli mánaða og mælist gildi hennar nú 66,3 stig. 31.5.2011 12:21
Innsláttarvilla kostar Goldman Sachs 5 milljarða Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. 31.5.2011 11:06
Stórbankar undirbúa íslenska skuldabréfaútgáfu Þrír erlendir stórbankar munu halda fundi með fjárfestum dagana 1. til 8. júní þar sem þessum fjárfestum verður kynnt útgáfa íslenskra skuldabréfa í erlendum gjaldeyri á alþjóðamörkuðum. Bankarnir sem hér um ræðir eru Barclays Capital, Citigroup og UBS. 31.5.2011 10:33
DnB NOR kosinn lélegasti banki Noregs DnB NOR hefur verið kosinn lélegasti banki Noregs. Það var netbankinn Nordnet sem stóð að kosningunni í samstarfi við Novus. Alls tóku 1.000 Norðmenn þátt í kosningunni og svöruðu spurningum í kringum hana. 31.5.2011 09:48
Þjónustujöfnuður við útlönd neikvæður um 2,2 milljarða Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2011 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 58,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 60,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 2,2 milljarða króna. 31.5.2011 09:02
Viðsnúningur til hins betra í rekstri Spalar Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta fyrir rekstarárið sem lauk 31. mars 2011 nam kr. 37,1 milljónum kr. en tap var á rekstrinum árið áður sem nam 40,6 milljónum kr. 31.5.2011 08:58
Goldman Sachs fjárfesti fyrir Líbýumenn og tapaði öllu Bandaríski stórbankinn Goldman Sachs annaðist fjárfestingar fyrir líbýska fjárfestingasjóðinn í miklum mæli árið 2008 og tapaði þeim öllum. 31.5.2011 08:48
Verðbréfaviðskiptin neikvæð í mars Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 11 milljarða kr. í mars 2011. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 31.5.2011 08:06
Kreppan aftur skollin á í Danmörku Landsframleiðsla Danmerkur minnkaði um hálft prósentustig á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs dróst landsframleiðslan einnig saman í Danmörku þannig að kreppan er opinberlega aftur skollin á Dani. 31.5.2011 07:52
Telja stjórnmálaflokka forðast þjónustu skattlagðra fyrirtækja „Það er ömurleg staða að stjórnmálaflokkarnir skuli vera búnir að skattleggja fyrirtækin svo harkalega að þeir verði sjálfir að forðast þjónustu þeirra,“ segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. 31.5.2011 07:00
Fannst lánin óeðlileg en afgreiddi þau samt Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, gekkst við því fyrir rétti í gær að hafa þótt óeðlilegt og óþægilegt að láta sjóðinn lána félaginu Exeter Holding milljarð króna til að leysa sjálfan sig og aðra starfsmenn og stjórnarmenn Byrs úr skuldaklemmu. Með lánunum var allri áhættu komið af herðum þeirra og MP banka, yfir á Byr. 31.5.2011 06:00
Vilja treysta á vind og sól „Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. 31.5.2011 05:30
Nýr mannauðsstjóri hjá Skýrr Ægir Már Þórisson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr og þegar tekið til starfa. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Skýrr kemur Ægir Már kemur til fyrirtækisins frá Capacent þar sem hann hefur starfað frá árinu 2001, sem ráðgjafi, mannauðsstjóri árin 2005-2009 og framkvæmdastjóri ráðgjafar undanfarin tvö ár. 30.5.2011 20:00
Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30.5.2011 19:09
Hotel D´Angleterre lokar á morgun í eitt ár „Eftir ferð í íslensku fjármálahringekjunni komst Hotel D´Angleterre aftur í danskar hendur í janúar. Nú lokar hótelið svo hægt sé að fríska það upp.“ 30.5.2011 14:46
Um þúsund sóttu um Landsbankastyrki Sextán námsmenn fengu í dag úthlutað námsstyrk frá Landsbankanum en styrkirnir eru nú veittir í 22. sinn. Aldrei hafa borist eins margar umsóknir og í ár eða rétt um 1000 umsóknir bárust um styrkina, sem eru á bilinu 200 – 400 þúsund krónur. 30.5.2011 13:53
Útboð Seðlabankans styrkir aflandsgengi krónunnar Aflandsgengi krónunnar hefur styrkst verulega í dag. Styrkingin hófst raunar í lok síðustu viku þegar Seðlabankinn kallaði eftir tilboðum í íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. 30.5.2011 13:40
Íslenskur hugbúnaður fær alþjóðleg verðlaun Íslenskur hugbúnaður, City Direct frá ICEconsult, hafnaði í öðru sæti í alþjóðlegri samkeppni, „Future Internet Summit Award“, sem haldin er í tengslum við ráðstefnuna „European Summit on the Future Internet“. Markmið hennar er leita uppi nýjar lausnir sem eru líklegar til að hafa afgerandi áhrif á mótun notkunar á internetinu í framtíðinni á ákveðnum sviðum. 30.5.2011 13:18
Exeter: Styrmir segist ekki hafa haft ítök í BYR Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, segist ekki hafa verið með nein ítök í BYR sparisjóði sem gætu hafa haft áhrif á viðskipti með stofnfjárbréf í BYR sparisjóði. Þetta kom fram í máli Styrmis þegar hann gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í Exetermálinu í morgun. 30.5.2011 13:15
Álverðið aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið. Stendur verðið nú í 2.607 dollurum á tonnið á markaðinum í London og hefur hækkað um ríflega 100 dollara frá því í síðustu viku. 30.5.2011 13:04
Samherji tvöfaldar eingreiðslu til starfsmanna sinna Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri ætlar að rúmlega tvöfalda umsamda eingreiðslu til starfsmanna sinna í landi, nú um mánaðamótin. 30.5.2011 11:58
Exeter: Vísa ábyrgð hvor á annan Skýrslutökum yfir tveimur af sakborningum í Exetermálinu svokallaða er lokið. Aðalmeðerð málsins hófst formlega í Héraðsdómi Reykjavíkur hófst í morgun. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, var fyrstur til að bera vitni í málinu. Næstur bar Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri vitni. Nú rétt eftir klukkan hálf tólf hófst svo skýrslutaka af Styrmi Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP, banka. 30.5.2011 11:33
Bláa skatan ekki lengur tákn Bylgjunnar á Ólafsvík Bláa skatan, sem verið hefur tákn fiskiðjunnar Bylgjunnar á Ólafsvík um lengri tíð, kveður en í hennar stað auðkennir nýtt merki, Bylgjufiskur, fyrirtækið og afurðir þess. Nýja merkið er fiskur samansettur úr sjávarbylgjum í mismunandi bláum litum og íslensku fánalitunum. 30.5.2011 11:28
Skuldsetning Sandgerðis nemur 5,5 milljörðum Skuldir og skuldbindingar Sandgerðisbæjar eru samtals 5.415 milljónir króna að meðtöldum leiguskuldbindingum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Segir einnig að skuldsetning sveitarfélagsins sé mikil og vinna þurfi frekar að hagræðingu í rekstri og öðru. 30.5.2011 10:46
Saga flytur suður til borgarinnar Saga Fjárfestingarbanki mun flytja höfuðstöðvar sínar frá Hafnarstræti 53 á Akureyri að Höfðatorgi í Reykjavík frá og með 1. júlí nk. 30.5.2011 09:56
Exeter: Stjórnarformaður vísar ábyrgð á forstjóra Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs vísar frá sér allri ábyrgð á lánum í Exetermálinu svokallaða. Hann segir að þáverandi forstjóri Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson hafi borið ábyrgð á lánamálum og haft heimild til að veita lán upp að allt að 1,5 milljarði króna. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og er dómurinn fjölskipaður. 30.5.2011 09:50
Ísafjarðarbær rekinn með 150 milljóna halla í fyrra Ísafjarðarbær var rekinn með 150 milljóna kr. halla á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu um ársreikning bæjarins til Kauphallarinnar. 30.5.2011 09:30
Leiðtogar G8 styðja Lagarde í stöðu forstjóra AGS Allir leiðtogar G8 landanna styðja Christine Lagarde fjármálaraðherra Frakklands í stöðu forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Reuters hefur þetta eftir Alain Juppe utanríkisráðherra Frakka. 30.5.2011 09:11
Vísitala framleiðsluverðs hækkar áfram Vísitala framleiðsluverðs í apríl 2011 var 213,5 stig og hækkaði um 1,6% frá mars 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagastofunnar. 30.5.2011 09:01
Eignir sjóða jukust um 4,4 milljarða í apríl Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 308,3 milljörðum kr. í lok apríl og hækkuðu um 4,4 milljarða kr. milli mánaða. 30.5.2011 08:13
Skuldir lækka meir en eignir hjá innlánsstofnunum Heildareignir innlánsstofnana námu 2.755 milljörðum kr. í lok apríl 2011 og lækkuðu um 4,5 milljarða kr. frá fyrri mánuði. 30.5.2011 08:05
Yfir 100 fasteignir keyptar í borginni í liðinni viku Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 104. Þetta er nokkuð meira en nemur meðaltali síðustu þriggja mánaða sem eru 90 samningar á viku. 30.5.2011 07:41
The Economist: Eldgosið hefur jákvæð áhrif fyrir Íslendinga „Það er betra fyrir Ísland vera þekkt fyrir náttúrufegurð og hættu heldur en að vera þekkt sem Wall Street á túndrunni ," segir tímaritið The Economist, sem fjallar um eldgosið í Grímsvötnum og viðbrögð íslenskra stjórnvalda og Icelandair við þeirri röskun sem varð á flugumferð. 29.5.2011 10:03
Dýrasti fótboltaleikur heimsins hefst í dag Dýrasti fótboltaleikur í sögunni hefst síðdegis í dag á Wembley. Fjárhagslegt umfang leiksins er af þeirri stærðargráðu að hann hefur áhrif á efnahag Evrópu. 28.5.2011 09:49
Misræmi í endurreikningum bílalána Fjármálafyrirtæki beita tveimur ólíkum aðferðum við endurreikninga á gengistryggðum bílalánum. Skeikar þar á bilinu þrjú til fimm prósent af upphaflegum höfuðstóli. 28.5.2011 09:15
Fjölbreytt sam-vinna í tvö ár Harpa og Icelandair undirrituðu í gær samstarfssamning til tveggja ára. Markmiðið er að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum sem koma til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangastað. 28.5.2011 09:00
Atvinnulausir fái desemberuppbót Atvinnuleysi mældist 8,1 prósent í apríl. Atvinnulausum fækkaði því um 0,5 prósentustig milli mánaða. Atvinnulausir voru að meðaltali 13.262 í mánuðinum. Á höfuðborgarsvæðinu mældist atvinnuleysi 8,7 prósent en á landsbyggðinni var það 6,9 prósent. Meðal karla var atvinnuleysi 8,6 prósent en kvenna 7,4 prósent. Þá hefur 59 prósent atvinnulausra verið það í meira en sex mánuði. 28.5.2011 06:30