Viðskipti innlent

Exeter: Vísa ábyrgð hvor á annan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Styrmir Bragason og Ragnar Hall verjandi hans við þingfestingu málsins síðasta sumar.
Styrmir Bragason og Ragnar Hall verjandi hans við þingfestingu málsins síðasta sumar.
Skýrslutökum yfir tveimur af sakborningum í Exetermálinu svokallaða er lokið. Aðalmeðerð málsins hófst formlega í Héraðsdómi Reykjavíkur hófst í morgun. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, var fyrstur til að bera vitni í málinu. Næstur bar Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri vitni. Nú rétt eftir klukkan hálf tólf hófst svo skýrslutaka af Styrmi Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP, banka.

Málið snýst annarsvegar um áttahundruð milljóna króna lán sem veitt var Arkea Tæknisetri, sem síðar varð að Exeter, til kaupa af stofnfjárbréfum í Byr. Hins vegar um tvö hundruð milljóna króna lán sem Exeter var síðar veitt til þess að kaupa stofnfjárbréf í BYR. Seljendur bréfanna voru MP banki, Jón Þorsteinn og Birgir Ómar Haraldsson sem var varastjórnarmaður í BYR.

Vísa ábyrgð á hvorn annan

Jón Þorsteinn Jónsson ber í málinu að hann hafi ekki borið ábyrgð á rekstri eða lánaveitingum BYRS. Ragnar Z. Guðjónsson þáverandi sparisjóðsstjóri hafi haft heimild til þess að lána allt að 1,5 milljarð króna án þess að bera það undir stjórn eða lánanefnd bankans. Ragnar neitar þessu hins vegar ekki. Hann segir samt sem áður að frumkvæðið að báðum lánveitingunum hafi komið frá Jóni Þorsteini. Ragnar sagði meðal annars að Jón Þorsteinn hefði kynnt seinni lánveitinguna fyrir sér eins og málið hafi þegar verið frágengið.

Exeter málið er fyrsta mál sérstaks saksóknara sem ákært var í. Tæpt ár er síðan að ákært var í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×