Viðskipti innlent

Bláa skatan ekki lengur tákn Bylgjunnar á Ólafsvík

Hið nýja merki Bylgjunnar á Ólafsvík.
Hið nýja merki Bylgjunnar á Ólafsvík.
Bláa skatan, sem verið hefur tákn fiskiðjunnar Bylgjunnar á Ólafsvík um lengri tíð, kveður en í hennar stað auðkennir nýtt merki, Bylgjufiskur, fyrirtækið og afurðir þess. Nýja merkið er fiskur samansettur úr sjávarbylgjum í mismunandi bláum litum og íslensku fánalitunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bylgjunni. Þar segir að merkið sé í senn bæði myndræn túlkun á nafni sem og starfsemi fyrirtækisins og minnir á uppruna þess fisks, sem fenginn er með sjálfbærum, ábyrgum fiskveiðum.

Hönnuður merkisins er Ólöf Baldursdóttir auglýsingateiknari hjá 99 DESIGN, Svíþjóð. Fiskiðjan Bylgjan hf. hefur einnig klætt heimasíðu sína á Internet í nýjan búning og má þar finna upplýsingar um starfsemina, gæðastjórnun, vörutegundir, viðskiptaaðila o.fl.

Fiskiðjan Bylgjan hf. hefur á undanförnum árum fjárfest í betri tækjabúnaði og gæðastjórnun til að tryggja, að útfluttar fiskafurðir standist ströngustu kröfur kaupenda á erlendum mörkuðum. M. a. Hefur fyrirtækið hlotið HACCP vottun og nýverið innleitt eigið gæðakerfi samkvæmt alþjóðlegum matvælastöðlum BRC í samstarfi við Matvæla- og gæðakerfi ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×