Viðskipti innlent

Fyrirtækjum í skuldavanda fækkar ekki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er í þann mund að kynna skýrsluna.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er í þann mund að kynna skýrsluna.
Lánum fyrirtækja í vanskilum hefur nánast ekkert fækkað frá því í lok árs 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. Heildarlán í óskilum voru rétt rúmlega 40% af öllum lánum í árslok 2009, en voru slétt 40% í mars síðastliðnum.

Seðlabankinn segir að stór hluti af lánum heimilanna hafi verið endurskipulagður en endurskipulagning skulda fyrirtækja hafi gengið hægar fyrir sig. Skuldsetning bæði heimilanna og fyrirtækja sé enn mjög mikil og geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt sem aftur sé forsenda þess að þau ráði við skuldsetninguna.




Tengdar fréttir

Breytingar á kvótakerfinu gætu veikt bankana

Breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gætu veikt sjávarútvegsfyrirtæki og þar með rýrt lánasöfn viðskiptabankanna. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem seðlabankastjóri er í þann mund að kynna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×