Viðskipti innlent

Hafa safnað hátt í 30 milljónir fyrir bændur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn við hreinsunarstörf. Mynd/ Stefán.
Björgunarsveitamenn við hreinsunarstörf. Mynd/ Stefán.
Safnast hafa 25 - 30 milljónir í söfnun sem fyrirtæki í landinu standa að í samvinnu við Samtök atvinnulífsins vegna eldgossins í Grímsvötnum. Samtök atvinnulífsins segja að fjöldi fyrirtækja hafi lagt málinu lið.

Markmiðið með söfnuninni er að veita bændum og þeirri starfsemi sem fyrir er á þessu svæði,  fjárhagslegan stuðning eftir því sem söfnunarfé hrekkur til og hægt er að bæta með fjárstyrkjum. Þannig verður reynt að bæta bænædum það sem útaf stendur hjá Bjargráðasjóði og Viðlagatryggingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×