Viðskipti innlent

Misræmi í endurreikningum bílalána

Niðurstöður matsins voru kynntar í höfuðstöðvum Umboðsmanns skuldara í gær.Fréttablaðið/Stefán
Niðurstöður matsins voru kynntar í höfuðstöðvum Umboðsmanns skuldara í gær.Fréttablaðið/Stefán
Fjármálafyrirtæki beita tveimur ólíkum aðferðum við endurreikninga á gengistryggðum bílalánum. Skeikar þar á bilinu þrjú til fimm prósent af upphaflegum höfuðstóli.

 

Endurreikningar á gengistryggðum húsnæðislánum eru hins vegar alls staðar eins. Þetta kemur fram í mati sem sérfræðingar á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands hafa unnið fyrir Umboðsmann skuldara á endurútreikningum á gengislánum.

 

„Margir lántakendur hafa leitað til embættisins og talið að fjármálafyrirtæki hafi ekki staðið rétt að endurreikningum sínum. Við leituðum því til Raunvísindastofnunar til að fá hlutlaust og faglegt mat á þessum útreikningum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

 

Í matinu kemur fram að ólík aðferðafræði við útreikningana byggir á mismunandi skilningi á lögum sem sett voru um slíka reikninga.

 

Drómi og Avant eru einu fyrirtækin sem beita sömu aðferð við útreikninga á bílalánum og húsnæðislánum en SP-fjármögnun, Lýsing og Íslandsbanki reikna bílalán með öðrum hætti sem gefur nokkuð hærri niðurstöðu.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×