Söluferlið á Högum á lokasprettinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2011 18:45 Viðræður Arion banka við fjárfesta um kaup á kjölfestuhlut í verslanakeðjunni Högum eru nú á lokastigi og býst bankinn við að ganga frá sölu á hlutnum á næstu vikum. Arion banki hóf söluferlið á Högum hinn 18. október síðastliðinn, en í fyrasta hluta þess var boðinn til sölu 15-29 prósenta kjölfestuhlutur í fyrirtækinu. Eins og fréttastofa greindi frá í nóvember skiluðu tíu fjárfestar inn óskuldbindandi tilboðum meðal þeirra voru Kea, Auður Capital, sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka, félag sem tengist bandaríska fyrirtækinu Yucaipa sem á 32 prósenta hlut í Eimskip, Framtakssjóður Íslands og Saga Fjárfestingarbanki fyrir hönd ótilgreindra fjárfesta.Bandaríkjamennirnir áfram Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 komust fjórir hópar áfram í söluferlinu, en aðeins þrjú nöfn hafa fengist staðfest. Það er Framtakssjóður Íslands, bandaríska félagið Yucaipa og sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þó Framtakssjóðurinn, sem bauð í 25 prósenta hlut, ekki framarlega í viðræðunum núna. Að sögn fulltrúa eins af tilboðsgjöfunum verður kaupverðið aldrei undir mörkum sem gera ráð fyrir að 100 prósent hlutafjár í Högum sé átta milljarða króna virði, eða tuttugu milljarðar króna í heildina með yfirtöku skulda. Á félaginu hvíla rúmlega tólf milljarða króna skuldir, en langstærstur hluti upphæðarinnar er hjá Arion banka. Bankinn er þó að búast við mun hærra kaupverði en tuttugu milljörðum króna ásamt yfirtöku skulda og eru því átta milljarðar króna, án skuldanna, töluvert undir því verðbili sem bankinn getur sætt sig við, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. EBITDA Haga-samstæðunnar, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, var um fjórir milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.25,7 milljarða króna virði miðað við algenga stuðla Allur gangur á því hvaða stuðull er notaður til að margfalda þá fjárhæð en ef stuðst er við nýjasta uppfærða stuðul fræðimannsins Aswath Damodaran, sem er prófessor í fjármálum við Stern School of Business við New York-háskóla, á verðmæti evrópskra verslanakeðja á sviði matvöru ætti heildarverðmæti 100 prósent hlutafjár í Högum að vera í kringum 25,7 milljarðar króna (6,37*4=25,7), en samkvæmt samantekt hans er 6,37 algengasti margföldunarstuðullinn sem notaður er til að finna verðmæti evrópskra fyrirtækja á sviði matvöru um þessar mundir. Búist er við að Arion banki tilkynni um söluna á Högum á allra næstu vikum. Þó er ekki útilokað að bankinn fresti viðræðum ef þær reynast ekki árangursríkar og selji ekki kjölfestuhlut að þessu sinni, en það er þó talið ólíklegt. Í sölulýsingu Arion banka frá því í október kemur fram að áformað sé að taka hlutabréf í Högum til viðskipta í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland), en að almenningi standi til boða að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu áður í útboði. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka standa þessi áform óhögguð og er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll með haustinu fari svo að kjölfestuhlutur verði seldur núna. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19 Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Viðræður Arion banka við fjárfesta um kaup á kjölfestuhlut í verslanakeðjunni Högum eru nú á lokastigi og býst bankinn við að ganga frá sölu á hlutnum á næstu vikum. Arion banki hóf söluferlið á Högum hinn 18. október síðastliðinn, en í fyrasta hluta þess var boðinn til sölu 15-29 prósenta kjölfestuhlutur í fyrirtækinu. Eins og fréttastofa greindi frá í nóvember skiluðu tíu fjárfestar inn óskuldbindandi tilboðum meðal þeirra voru Kea, Auður Capital, sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka, félag sem tengist bandaríska fyrirtækinu Yucaipa sem á 32 prósenta hlut í Eimskip, Framtakssjóður Íslands og Saga Fjárfestingarbanki fyrir hönd ótilgreindra fjárfesta.Bandaríkjamennirnir áfram Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 komust fjórir hópar áfram í söluferlinu, en aðeins þrjú nöfn hafa fengist staðfest. Það er Framtakssjóður Íslands, bandaríska félagið Yucaipa og sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þó Framtakssjóðurinn, sem bauð í 25 prósenta hlut, ekki framarlega í viðræðunum núna. Að sögn fulltrúa eins af tilboðsgjöfunum verður kaupverðið aldrei undir mörkum sem gera ráð fyrir að 100 prósent hlutafjár í Högum sé átta milljarða króna virði, eða tuttugu milljarðar króna í heildina með yfirtöku skulda. Á félaginu hvíla rúmlega tólf milljarða króna skuldir, en langstærstur hluti upphæðarinnar er hjá Arion banka. Bankinn er þó að búast við mun hærra kaupverði en tuttugu milljörðum króna ásamt yfirtöku skulda og eru því átta milljarðar króna, án skuldanna, töluvert undir því verðbili sem bankinn getur sætt sig við, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. EBITDA Haga-samstæðunnar, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, var um fjórir milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.25,7 milljarða króna virði miðað við algenga stuðla Allur gangur á því hvaða stuðull er notaður til að margfalda þá fjárhæð en ef stuðst er við nýjasta uppfærða stuðul fræðimannsins Aswath Damodaran, sem er prófessor í fjármálum við Stern School of Business við New York-háskóla, á verðmæti evrópskra verslanakeðja á sviði matvöru ætti heildarverðmæti 100 prósent hlutafjár í Högum að vera í kringum 25,7 milljarðar króna (6,37*4=25,7), en samkvæmt samantekt hans er 6,37 algengasti margföldunarstuðullinn sem notaður er til að finna verðmæti evrópskra fyrirtækja á sviði matvöru um þessar mundir. Búist er við að Arion banki tilkynni um söluna á Högum á allra næstu vikum. Þó er ekki útilokað að bankinn fresti viðræðum ef þær reynast ekki árangursríkar og selji ekki kjölfestuhlut að þessu sinni, en það er þó talið ólíklegt. Í sölulýsingu Arion banka frá því í október kemur fram að áformað sé að taka hlutabréf í Högum til viðskipta í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland), en að almenningi standi til boða að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu áður í útboði. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka standa þessi áform óhögguð og er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll með haustinu fari svo að kjölfestuhlutur verði seldur núna. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19 Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19
Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00