Söluferlið á Högum á lokasprettinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2011 18:45 Viðræður Arion banka við fjárfesta um kaup á kjölfestuhlut í verslanakeðjunni Högum eru nú á lokastigi og býst bankinn við að ganga frá sölu á hlutnum á næstu vikum. Arion banki hóf söluferlið á Högum hinn 18. október síðastliðinn, en í fyrasta hluta þess var boðinn til sölu 15-29 prósenta kjölfestuhlutur í fyrirtækinu. Eins og fréttastofa greindi frá í nóvember skiluðu tíu fjárfestar inn óskuldbindandi tilboðum meðal þeirra voru Kea, Auður Capital, sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka, félag sem tengist bandaríska fyrirtækinu Yucaipa sem á 32 prósenta hlut í Eimskip, Framtakssjóður Íslands og Saga Fjárfestingarbanki fyrir hönd ótilgreindra fjárfesta.Bandaríkjamennirnir áfram Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 komust fjórir hópar áfram í söluferlinu, en aðeins þrjú nöfn hafa fengist staðfest. Það er Framtakssjóður Íslands, bandaríska félagið Yucaipa og sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þó Framtakssjóðurinn, sem bauð í 25 prósenta hlut, ekki framarlega í viðræðunum núna. Að sögn fulltrúa eins af tilboðsgjöfunum verður kaupverðið aldrei undir mörkum sem gera ráð fyrir að 100 prósent hlutafjár í Högum sé átta milljarða króna virði, eða tuttugu milljarðar króna í heildina með yfirtöku skulda. Á félaginu hvíla rúmlega tólf milljarða króna skuldir, en langstærstur hluti upphæðarinnar er hjá Arion banka. Bankinn er þó að búast við mun hærra kaupverði en tuttugu milljörðum króna ásamt yfirtöku skulda og eru því átta milljarðar króna, án skuldanna, töluvert undir því verðbili sem bankinn getur sætt sig við, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. EBITDA Haga-samstæðunnar, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, var um fjórir milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.25,7 milljarða króna virði miðað við algenga stuðla Allur gangur á því hvaða stuðull er notaður til að margfalda þá fjárhæð en ef stuðst er við nýjasta uppfærða stuðul fræðimannsins Aswath Damodaran, sem er prófessor í fjármálum við Stern School of Business við New York-háskóla, á verðmæti evrópskra verslanakeðja á sviði matvöru ætti heildarverðmæti 100 prósent hlutafjár í Högum að vera í kringum 25,7 milljarðar króna (6,37*4=25,7), en samkvæmt samantekt hans er 6,37 algengasti margföldunarstuðullinn sem notaður er til að finna verðmæti evrópskra fyrirtækja á sviði matvöru um þessar mundir. Búist er við að Arion banki tilkynni um söluna á Högum á allra næstu vikum. Þó er ekki útilokað að bankinn fresti viðræðum ef þær reynast ekki árangursríkar og selji ekki kjölfestuhlut að þessu sinni, en það er þó talið ólíklegt. Í sölulýsingu Arion banka frá því í október kemur fram að áformað sé að taka hlutabréf í Högum til viðskipta í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland), en að almenningi standi til boða að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu áður í útboði. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka standa þessi áform óhögguð og er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll með haustinu fari svo að kjölfestuhlutur verði seldur núna. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19 Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Viðræður Arion banka við fjárfesta um kaup á kjölfestuhlut í verslanakeðjunni Högum eru nú á lokastigi og býst bankinn við að ganga frá sölu á hlutnum á næstu vikum. Arion banki hóf söluferlið á Högum hinn 18. október síðastliðinn, en í fyrasta hluta þess var boðinn til sölu 15-29 prósenta kjölfestuhlutur í fyrirtækinu. Eins og fréttastofa greindi frá í nóvember skiluðu tíu fjárfestar inn óskuldbindandi tilboðum meðal þeirra voru Kea, Auður Capital, sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka, félag sem tengist bandaríska fyrirtækinu Yucaipa sem á 32 prósenta hlut í Eimskip, Framtakssjóður Íslands og Saga Fjárfestingarbanki fyrir hönd ótilgreindra fjárfesta.Bandaríkjamennirnir áfram Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 komust fjórir hópar áfram í söluferlinu, en aðeins þrjú nöfn hafa fengist staðfest. Það er Framtakssjóður Íslands, bandaríska félagið Yucaipa og sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þó Framtakssjóðurinn, sem bauð í 25 prósenta hlut, ekki framarlega í viðræðunum núna. Að sögn fulltrúa eins af tilboðsgjöfunum verður kaupverðið aldrei undir mörkum sem gera ráð fyrir að 100 prósent hlutafjár í Högum sé átta milljarða króna virði, eða tuttugu milljarðar króna í heildina með yfirtöku skulda. Á félaginu hvíla rúmlega tólf milljarða króna skuldir, en langstærstur hluti upphæðarinnar er hjá Arion banka. Bankinn er þó að búast við mun hærra kaupverði en tuttugu milljörðum króna ásamt yfirtöku skulda og eru því átta milljarðar króna, án skuldanna, töluvert undir því verðbili sem bankinn getur sætt sig við, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. EBITDA Haga-samstæðunnar, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, var um fjórir milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.25,7 milljarða króna virði miðað við algenga stuðla Allur gangur á því hvaða stuðull er notaður til að margfalda þá fjárhæð en ef stuðst er við nýjasta uppfærða stuðul fræðimannsins Aswath Damodaran, sem er prófessor í fjármálum við Stern School of Business við New York-háskóla, á verðmæti evrópskra verslanakeðja á sviði matvöru ætti heildarverðmæti 100 prósent hlutafjár í Högum að vera í kringum 25,7 milljarðar króna (6,37*4=25,7), en samkvæmt samantekt hans er 6,37 algengasti margföldunarstuðullinn sem notaður er til að finna verðmæti evrópskra fyrirtækja á sviði matvöru um þessar mundir. Búist er við að Arion banki tilkynni um söluna á Högum á allra næstu vikum. Þó er ekki útilokað að bankinn fresti viðræðum ef þær reynast ekki árangursríkar og selji ekki kjölfestuhlut að þessu sinni, en það er þó talið ólíklegt. Í sölulýsingu Arion banka frá því í október kemur fram að áformað sé að taka hlutabréf í Högum til viðskipta í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland), en að almenningi standi til boða að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu áður í útboði. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka standa þessi áform óhögguð og er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll með haustinu fari svo að kjölfestuhlutur verði seldur núna. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19 Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19
Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00