Viðskipti innlent

Veruleg hækkun á gjöldum Fiskistofu

Fiskstofa hefur hækkað verulega gjöld fyrir ýmsa þjónustu við sjávarútveginn. Þannig hefur gjald fyrir eftirlitsmenn um borð í fullvinnsluskipum hækkað um 76%. Það kostar útgerðir nú nær milljón krónur á mánuði að hafa menn um borð.

Fjallað er um þessar hækkanir á vefsíðu Fiskistofu. Þar er vitnað í nýsamþykkt lög á alþingi um breytingar á stjórn fiskveiða og lögum um veiðieftirlitsgjald sem grundvöll þeirra.

Gjald fyrir veiðileyfi hækkar úr 17.500 kr. í 22.000 kr.

Kostnaður á sólarhring vegna eftirlits á vegum Fiskistofu um borð í fullvinnsluskipum hækkar úr 16.500 kr. í 29.000 kr.

Gjald vegna flutnings á aflamarki hækkar úr 2.000 kr. í 3.200 kr.

Gjald vegna flutnings á aflahlutdeild hækkar úr 1.800 kr. í 5.000 kr.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×