Viðskipti innlent

VÍB fundar um sparnað og fjármál eldri borgara

Myndin er frá fundi VÍB fyrir eldri borgara sem haldinn var á Nordica Hilton í desember síðastliðnum.
Myndin er frá fundi VÍB fyrir eldri borgara sem haldinn var á Nordica Hilton í desember síðastliðnum.

VÍB - eignastýring Íslandsbanka, hefur hafið fundarröð í samstarfi við Landssamband eldri borgara um sparnað og fjármál eldri borgara.

Í tilkynningu segir að á fundunum er leitast er við að svara algengustu spurningum sem brenna á eftirlaunaþegum, meðal annars sem snúa að öryggi, ávöxtun, sköttum og greiðslum Tryggingastofnunar.

Fyrsti fundurinn var haldinn í Reykjavík í desember síðastliðnum, þar sem um 250 manns mættu og komust færri að en vildu. Næsti fundur í fundaröðinni verður í Kópavogi á morgun 8. febrúar kl. 13:00 - 14:30, í Félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. Þegar hafa verið ákveðnar dagsetningar fyrir samskonar fundi fyrir eldri borgara í Hafnarfirði og Akureyri í febrúar og mars auk þess sem stefnt er að halda slíkan fund á Reyðarfirði í mars.

„Ég fagna þessu samstarfi þar sem það er að mínu mati nauðsynlegt að bjóða eldri borgurum uppá fræðslu um sparnað og fjárfestingar, sérstaklega í því óvenjulega efnahagsumhverfi sem við búum við í dag," segir Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara í tilkynningunni.

Á næstu vikum og mánuðum mun VÍB standa fyrir fjölmörgum opnum fundum um fjármál og sparnað. Fundirnir verða öllum opnir og tekið er við skráningum á heimasíðu VÍB.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×