Viðskipti innlent

Títan og Samherji fjárfesta í MP banka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorsteinn Mar Vilhelmsson er forstjóri Samherja. Mynd/ Pjetur.
Þorsteinn Mar Vilhelmsson er forstjóri Samherja. Mynd/ Pjetur.
Títan fjárfestingarfélag ehf. og Samherji hf. leiða breiðan hóp öflugra fjárfesta í hlutafjáraukningu MP banka að upphæð 5 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá MP banka segir að bankinn og nýir fjárfestar hafi undirritað samkomulag þess efnis með fyrirvara um frekari áreiðanleikakönnun, samþykki FME og hluthafafundar MP banka.

Gert er ráð fyrir að ferlinu ljúki innan fjögurra vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×