Viðskipti innlent

Enn eru hækkanir á bensíni og díselolíu

Mynd/Vísir.

Olíufélögin hækkuðu verð á bensíni um tæpar tvær krónur á lítrann í gærkvöldi og dísilolíuna um fimm krónur og 50 aura.

Eftir hækkunina er dísilolían komin í 224 krónur og er orðin fjórum til fimm krónum dýrari en bensínið.

Þrátt fyrir þessar hækkanir getur verið stutt í enn frekari hækkanir, ef olíufélögin halda sig við þær forsendur sem þau hafa gefið sér fyrir verðlagningu um nokkurt skeið.

Samkvæmt þeim hefði dísilolían þurft að hækka um hátt í níu krónur í gær, en hækkunin var fimm og fimmtíu. Bensínlítrinn kostar núna 218 til 220 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×