Gagnaverin farin að láta vita af sér á ný Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 16. febrúar 2011 11:00 Kippur komst í viðræður við þá sem vilja reisa hér gagnaver eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um breytingar á skattareglum fyrir jól, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Farice. Áhugi þeirra sem vildu reisa hér gagnaver hefur lifnað við á ný eftir doða í kreppunni. Undanþágur frá virðisaukaskatti og samræming skattareglna um starfsemi gagnavera innan aðildarríkja Evrópusambandsins hafa orðið til að glæða lífi í hann. „Þetta frumvarp um breytingu á virðisaukaskattslögum sem samþykkt var fyrir jól réði úrslitum um það hvort þessi iðnaður fer af stað hér eða ekki," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, sem rekur sæstrenginga tvo, Farice og Danice. „Ef það hefði ekki gerst hefðu þeir aðilar bara pakkað saman sem eitthvað voru að skoða hér." Guðmundur segir að allir þeir sem viðrað hafi áhuga á því að reisa hér gagnaver hafi beðið svo mánuðum skipti eftir niðurstöðum frumvarps um starfsumhverfi þeirra hér í fyrra. Þegar það náði í gegn hafi komið kippur í málið. Töluverður áhugi var hér fyrir um þremur til fjórum árum á byggingu gagnavera og talið að það myndi valda sprengingu í eftirspurn eftir fólki með hátæknimenntun. Fyrstu niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar um mitt ár 2007 og voru þær einkar jákvæðar. Í kjölfarið lýstu erlendir hátæknirisar á borð við Yahoo, Microsoft og Google yfir áhuga á að reisa hér gagnaver og var stefnt á að þau myndu rísa á næstu tveimur til þremur árum. Síðan þetta var hefur lítið þokast. Eina gagnaverið sem risið hefur til þessa er á vegum Thor Data Center í Hafnarfirði auk þess sem vinna stendur yfir við byggingu vers Verne Holding á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Thor Data Center, tók í samtali við Fréttablaðið á dögunum í svipaðan streng og framkvæmdastjóri Farice; áhugi á vistun gagna hér hafi aukist mikið eftir að frumvarpið hafi komist í gegn. Tækifæri séu fyrir hendi fyrir gagnaver hér enda farið að þrengja um þau í öðrum löndum. Helsti þröskuldurinn á sínum tíma sem talinn var geta staðið í vegi fyrir uppbyggingu gagnavera var ótryggt netsamband Íslands við umheiminn. Guðmundur hjá Farice segir öryggið hafa batnað stórum frá því þetta var. Sæstrengirnir eru nú orðnir tveir auk þess sem fyrirtækið hafi síðastliðin tvö ár einnig haft aðgang að Greenland Connect, sæstreng Tele Greenland sem liggur á milli Íslands, Grænlands og Kanada og kemur á land í Landeyjum eins og Danice-strengurinn. Detti niður tenging á einum streng taki annar við. „Ísland er nú mjög vel tengt við umheiminn og getur þjónað ýmiss konar starfsemi," segir hann. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Áhugi þeirra sem vildu reisa hér gagnaver hefur lifnað við á ný eftir doða í kreppunni. Undanþágur frá virðisaukaskatti og samræming skattareglna um starfsemi gagnavera innan aðildarríkja Evrópusambandsins hafa orðið til að glæða lífi í hann. „Þetta frumvarp um breytingu á virðisaukaskattslögum sem samþykkt var fyrir jól réði úrslitum um það hvort þessi iðnaður fer af stað hér eða ekki," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, sem rekur sæstrenginga tvo, Farice og Danice. „Ef það hefði ekki gerst hefðu þeir aðilar bara pakkað saman sem eitthvað voru að skoða hér." Guðmundur segir að allir þeir sem viðrað hafi áhuga á því að reisa hér gagnaver hafi beðið svo mánuðum skipti eftir niðurstöðum frumvarps um starfsumhverfi þeirra hér í fyrra. Þegar það náði í gegn hafi komið kippur í málið. Töluverður áhugi var hér fyrir um þremur til fjórum árum á byggingu gagnavera og talið að það myndi valda sprengingu í eftirspurn eftir fólki með hátæknimenntun. Fyrstu niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar um mitt ár 2007 og voru þær einkar jákvæðar. Í kjölfarið lýstu erlendir hátæknirisar á borð við Yahoo, Microsoft og Google yfir áhuga á að reisa hér gagnaver og var stefnt á að þau myndu rísa á næstu tveimur til þremur árum. Síðan þetta var hefur lítið þokast. Eina gagnaverið sem risið hefur til þessa er á vegum Thor Data Center í Hafnarfirði auk þess sem vinna stendur yfir við byggingu vers Verne Holding á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Thor Data Center, tók í samtali við Fréttablaðið á dögunum í svipaðan streng og framkvæmdastjóri Farice; áhugi á vistun gagna hér hafi aukist mikið eftir að frumvarpið hafi komist í gegn. Tækifæri séu fyrir hendi fyrir gagnaver hér enda farið að þrengja um þau í öðrum löndum. Helsti þröskuldurinn á sínum tíma sem talinn var geta staðið í vegi fyrir uppbyggingu gagnavera var ótryggt netsamband Íslands við umheiminn. Guðmundur hjá Farice segir öryggið hafa batnað stórum frá því þetta var. Sæstrengirnir eru nú orðnir tveir auk þess sem fyrirtækið hafi síðastliðin tvö ár einnig haft aðgang að Greenland Connect, sæstreng Tele Greenland sem liggur á milli Íslands, Grænlands og Kanada og kemur á land í Landeyjum eins og Danice-strengurinn. Detti niður tenging á einum streng taki annar við. „Ísland er nú mjög vel tengt við umheiminn og getur þjónað ýmiss konar starfsemi," segir hann.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira