Fleiri fréttir

Forstjóraskipti ekki áformuð

Finnur Árnason, forstjóri Haga, á von á því að hann verði áfram forstjóri fyrirtækisins eftir að 34% kjölfesturhlutur í fyrirtækinu var seldur fyrir helgi.

Erfiðlega gæti reynst að finna fordæmisgildi

Fyrirtæki eiga sama rétt á endurútreikningi eins og einstaklingar vegna ólögmætra gengistryggðra lána til fasteignakaupa samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar. Frjálsi fjárfestingabankinn þarf að endurreikna höfuðstól 500 fyrirtækjalána til viðbótar, sem skipta milljörðum.

Samkeppniseftirlitið setur skilyrði vegna Bláfugls

Samkeppniseftirlitið hefur sett yfirráðum Íslandsbanka og Glitnis yfir Bláfugli skilyrði. Bláfugl er fraktflugfélag sem verið hefur undir yfirráðum Icelandair Group. Félagið verður nú undir yfirráðum eignarhaldsfélagsins SPW sem Íslandsbanki og Glitnir hafa stofnað sameiginlega.

Dómur Hæstaréttar festir gengislánalögin í sessi

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið lítur svo á að dómur Hæstaréttar sem féll í gær festi í sessi efnisreglur og forsendur gengislánalaga sem Alþingi setti í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér í tilefni af dómnum.

Atvinnuleysið haft áhrif á þriðjung heimila

Atvinnuleysið hefur haft bein áhrif á 31,8%, eða nærri þriðja hvert heimili, frá efnahagshruninu haustið 2008, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins.

Þorvaldur Lúðvík hættir hjá Sögu Fjárfestingarbanka

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur sagt starfi sínu, sem forstjóri Sögu Fjárfestingarbanka, lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þorvaldur Lúðvík hafði réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á hruni Kaupþings.

Úrskurður Hæstaréttar kostar Frjálsa marga milljarða

Nýr úrskurður Hæstaréttar í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum (FF) kallar á margra milljarða kr. endurmat og lækkun á lánum til fyrirtækja í viðbót við það sem FF þarf að lækka lán einstaklinga vegna endurútreikninga lána þeirra.

Seldu minkaskinn fyrir 160 milljónir í Kaupmannahöfn

Íslenskir loðdýraræktendur gerðu góða ferð til Kaupmannahafnar í dag. Á uppboði hjá Kopenhagen Fur seldust um 20.000 minkaskinn fyrir tæpar 160 milljónir kr. Meðalverð á skinn hefur aldrei verið hærra.

Íslandsmet: Yfir 230 sækja um í tónlistarsjóð

Alls bárust 233 umsóknir í umsóknarferli Kraums tónlistarsjóðs sem lauk í síðustu viku. Aldrei fyrr hafa jafn margar umsóknir borist í umsóknarferli sjóðsins, en alls bárust 193 umsóknir í síðasta umsóknarferli - sem þá var nýtt met.

Flestir telja að kreppunni ljúki árið 2015

Í skoðanakönnun sem Talnakönnun gerði seinni hluta janúar töldu flestir að kreppan endi árið 2015. Milli 15 og 20 prósent nefndu sérhvert ár á tímabilinu 2012 til 2015.

Fiskvinnsla hefst vonandi á Flateyri eftir helgi

Lotna ehf. nýr eigandi fiskvinnslunnar á Flateyri, vonast til að hefja fiskvinnslu strax eftir næstu helgi. Þá mun annað skip verða gert út frá Flateyri en skipið er væntanlegt þangað á laugardag.

Hvetur banka til að hafa samband við ábyrgðarmenn

Héraðsdómslögmaður hvetur banka og sparisjóði til að stíga fram og greina ábyrgðarmönnum lána frá því hvort gert hafi verið greiðslumat hjá lántakendum samkvæmt samkomulagi frá 2001 um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga.

Heimilin draga úr einkaneyslu í ársbyrjun

Ef marka má kortaveltutölur virðast heimilin hafa haldið að sér höndum í einkaneyslu í upphafi ársins eftir nokkuð myndarlegan vöxt á síðustu mánuðum nýliðins árs. Kortavelta var þannig að raungildi svipuð í janúar síðastliðnum og í sama mánuði árið 2010.

Gengi krónunnar hefur veikst gagnvart flestum myntum

Þó nokkur veiking hefur orðið á gengi krónunnar það sem af er ári. Nú stendur gengisvísitala krónunnar í 214 stigum en um síðustu áramót stóð vísitalan í 207 stigum. Þessa þróun má rekja til nánast allra undirliggjandi mynta sem þarna koma við sögu, en þar spilar þróun á gengi krónunnar gagnvart evru stærsta hlutverkið.

Íslenskir framleiðendur tölvuleikja velta 10 milljörðum

Tólf fyrirtæki með um 600 starfsmenn á Íslandi framleiða tölvuleiki og er ársvelta þeirra um 10 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem kom fram á menntadegi iðnaðarins í máli Ólafs Andra Ragnarssonar en hann er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware auk þess að kenna í Háskólanum í Reykjavík.

Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn

Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum.

Greining: Samþykkt Icesave markar tímamót

„Samþykkt Icesave-samkomulagsins mun marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun. Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir.“

Magma tapaði milljarði á öðrum ársfjórðungi

Magma Energy skilaði tapi upp á 9,1 milljón dollara eða ríflega milljarði kr. eftir skatta og afskriftir á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs félagsins en fjórðungnum lauk um áramótin. Þetta er töluvert verri niðurstaða en á sama tímabili árið áður þegar tapið nam 5,2 milljónum dollara.

Hrunadansinn við Tchenguiz bræður kostaði 370 milljarða

Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni.“ Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr.

Viðskipti fyrir 2,9 milljarða króna

Velta á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu jókst verulega í síðustu viku. Alls var þinglýst 81 kaupsamningi, sem er rétt tæplega 20 samningum meira en nemur meðaltali síðustu 12 vikna.

Stöndum ekki undir kröfum

Íslensk yfirvöld hafa ekki tryggt að fiskafurðir séu meðhöndlaðar og unnar samkvæmt kröfum samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var í gær.

Lán hækkuðu um 500 milljarða

Vinna starfshóps sem leitar leiða í umboði stjórnvalda til að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi er á lokastigi og lýkur væntanlega fyrir mánaðamót.

Ábyrgðarmenn gætu sloppið

Fjöldi lánasamninga gæti verið í uppnámi vegna tíu ára gamals samkomulags um ábyrgð á skuldum einstaklinga. Í mörgum tilvikum gætu ábyrgðarmenn sloppið undan ábyrgðinni þar sem bankarnir hafa ekki gert greiðslumat hjá lántakendum.

Íhuga að skrá hlutabréfin í annarri kauphöll

Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að kanna þann möguleika að skrá hlutabréf fyrirtækisins í annarri kauphöll á Norðurlöndunum, til viðbótar núverandi skráningu á Nasdaq OMX Iceland hf. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hefur verið send Kauphöllinni á Íslandi.

Rómantískir kapitalistar eða er þetta tilviljun?

Hinn 14. febrúar er yfirleitt góður dagur fyrir blómasala og konfektbúðir enda um Valintínusadaginn að ræða. Þessi dagur virðist einnig vera dagur þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum.

Viðsnúningur um 11 milljarða til hins betra hjá Icelandair

Hagnaður Icelandair Group eftir skatta var 1,4 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 9,6 milljarða króna tap á sama tímabili árið áður. Þetta er viðsnúningur upp á 11 milljarða til hins betra hjá félaginu.

Obama ætlar að skera niður um 1.100 milljarða dollara

Barack Obama bandaríkjaforseti hefur kynnt fjárlög sín fyrir árið 2012. Í þeim boðar forsetinn að ríkisútgjöldin verði skorin niður um 1.100 milljarða dollara eða um 130.000 milljarða kr. á næstu tíu árum. Repúblikanar segja þetta ekki nægilega mikinn niðurskurð.

Flótti Mubaraks olli verðlækkunum á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra undanfarnar tíu vikur. Verð á WTI olíunni í New York er komið niður í 85,6 dollara á tunnuna og hefur ekki verið lægra síðan 10. nóvember. Ástæðan fyrir þessu er flótti Hosni Mubarak forseta Egyptalands úr embætti sínu fyrir helgina.

Forsenda AGS að áætlun um gjaldeyrishöftin liggi fyrir

Ein forsenda þess að fimmta endurskoðunin á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Íslands nái fram að ganga er að ríkisstjórnin samþykki nýja áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta fyrir febrúarlok.

Skuldatryggingaálagið ekki lægra síðan sumarið 2008

Skuldatryggingaálag Íslands stendur nú í 241 punkti og hefur ekki verið lægra síðan um sumarið 2008. Þetta kemur fram á vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir sínar upplýsingar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar.

Gufubaðið á Laugarvatni opnar aftur í sumar

Í sumarbyrjun opnar gufubaðið á Laugarvatni aftur undir nafninu Laugarvatn Fontana – uppspretta vellíðunnar. Gert er ráð fyrir að starfsemin skapi 10 til 12 stöðugildi á staðnum.

Forstjóri Össurar með 433 þúsund í laun á dag

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, var með um 433 þúsund krónur í laun á dag í fyrra. Samkvæmt ársreikningi félagsins var hann með 1343 þúsund bandaríkjadali í árslaun á síðasta ári. Upphæðin samsvarar um 158 milljónum íslenskra króna í árslaun.

Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu

Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

Ofurútgáfa af Range Rover kostar 50 milljónir

Range Rover verksmiðjurnar munu í næsta mánuði kynna nýja útgáfu jeppans sem ber heitið Range Rover Autobiography Ultimate Edition. Þessi ofurútgáfa af jeppanum verður aðeins smíðuð í 500 klæðskerasaumuðum eintökum og reikna má með að kominn götuna á Íslandi kosti gripurinn yfir 50 milljónir kr.

Bretar vilja frysta eigur Mubaraks

Skorað hefur verið á bresk stjórnvöld að frysta allar eigur Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hann á í Bretlandi. Breski fréttavefurinn Daily Mail segir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, leiti nú að miklum verðmætum sem Mubarak og fjölskylda hans komu út úr Egyptalandi í tíð þrjátíu ára

Stjórn Amagerbanken kærð til lögreglunnar

Jens Hintze, hluthafi í Amagerbanken, hefur kært stjórn bankans til lögreglunnar. Hintze tapaði rúmlega 127.000 dönskum kr. eða um 2,7 milljón kr. á gjaldþroti Amagerbanken.

Boeing kynnir nýja Júmbó þotu

Boeing flugvélaverksmiðjurnar kynntu nýja gerð af Júmbó þotum um helgina, rúmlega 40 árum frá því að fyrsta Júmbó þotan fór á loft. Með nýju þotunni ætla stjórnendur Boeing að reyna að vinna aftur þann dýrðarljóma sem lék um fyrstu Júmbó þoturnar.

Kaupþing eignast aflandsfélög Tchenguiz bróður

Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum.

Sjá næstu 50 fréttir