Viðskipti innlent

Skuldabréf tóku við af hlutabréfum á síðasta ári

Skuldabréfamarkaðurinn hefur tekið við hlutverki hlutabréfamarkaðarins hér á landi. Tölur um veltu og hagnað sýna þetta glögglega.

Hlutabréfamarkaðurinn hrundi ásamt bankakerfinu haustið 2008 og hefur aldrei náð sér á strik síðan. Raunar hefur hallað undan fæti eins og brottför Össuar hf. af markaðinum sýnir glöggt.

Á meðan blómstrar skuldabréfamarkaðurinn enda sækir hið opinbera megnið af fjármagnsþörf sinni á þann markað þar sem erlendir skuldabréfamarkaðir eru meir og minna lokaðir ríkinu sem og ríkisfyrirtækjum. Meðalveltan á dag á þessum markaði nam 11 milljörðum króna á liðnu ári.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 14,16% á árinu samkvæmt upplýsingum frá samnefndu fyrirtæki sem mælir hana. Það þýðir að þeir sem keyptu skuldabréf fyrir milljón fyrir ári síðan hafa hagnast að meðatali um tæplega 142.000 krónur. Úrvalsvísitalan í kauphöllinni lækkaði hinsvegar um 0,3% yfir árið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×