Viðskipti innlent

Nýtt fyrirtæki stofnað í heilbrigðisgeiranum

Til þess að mæta þörf fyrir aukna sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknavörum hefur verið ákveðið að heilbrigðistæknisvið Vistor verði sjálfstætt fyrirtæki, MEDOR ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu um málið. Þar segir að MEDOR sé í eigu Veritas Capital sem einnig er móðurfélag Vistor, Distica og Artasan. MEDOR mun hafa aðsetur í Kirkjulundi 17, Garðabæ. Dreifingarfyrirtækið Distica mun sjá um móttöku pantana og dreifingu á vörum fyrirtækisins.

Með tilkomu MEDOR verður til fyrirtæki á heilbrigðis- og rannsóknavörumarkaðinum með mikla sérhæfingu og þekkingu á sínu sviði. MEDOR mun kappkosta að finna lausnir og þjónustu við hæfi viðskiptavina sinna, að því er segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×