Viðskipti innlent

Þreföld lengd símtala á jóladag

Á jóladag bauð Síminn viðskiptavinum sínum að hringja án endurgjalds úr heimasíma í vini og vandamenn sem búa eða dvelja erlendis. Fólk nýtti sér þennan möguleika vel en símtölum til útlanda í kerfum Símans fjölgaði úr rúmlega 5000 á jóladag 2009 í tæplega 12.000 núna. Fólk talaði einnig miklu lengur en venjulega á jóladag en heildarlengd símtala rúmlega þrefaldaðist á milli ára og var vel yfir 140.000 mínútur.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans: "Viðskiptavinir Símans kunnu greinilega að meta þessa jólagjöf og gaman að sjá að fólk bæði hringdi í fleiri og talaði lengur. Með því að bjóða viðskiptavinum okkar að hringja til útlanda endurgjaldslaust viljum við hvetja fjölskyldur og vini til þess að heyrast um jólin og eiga afslöppuð samskipti án þess að hafa áhyggjur af kostnaði. Þar sem svo vel tókst til munum við örugglega gera þetta aftur um næstu jól."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×