Fleiri fréttir

Makrílstríð í uppsiglingu - Skotar hafa fengið nóg

Breskir sjómenn eru æfir út í íslenska og færeyska sjómenn vegna makrílveiða. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa Ísland og Færeyjar aukið makrílkvótann sinn samanlagt úr 27 þúsund tonnum upp í 215 þúsund tonn.

Útgáfufyrirtæki í vanda vegna minni geisladiskasölu.

Einungis 4,95 milljónir geisladiska seldust í Bandaríkjunum í síðustu viku, eftir því sem fram kemur á vef Billboard. Þetta er minnsta sala á geisladiskum þar í landi síðan að byrjað var að fylgjast með sölunni árið 1991.

Tilboð Magma dugar ekki VG

Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila.

Magma ætlar að reisa fyrstu jarðvarmavirkjunina í Chile

Magma energy gæti orðið fyrsta orkufyrirtækið í Chile til þess að reisa jarðvarmavirkjun þar í landi samkvæmt fréttavef Bloombergs. Magma hyggur á nýtingu jarðvarma í Mariposa árið 2014 að sögn John Selters, sem er forstjóri fyrirtækisins í Suður-Ameríku.

Lýgur til að hreinsa sjálfan sig

Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis, svarar Björgólfi Thor Björgólfssyni fullum hálsi í yfirlýsingu til fjölmiðla en Björgólfur fullyrðir á heimasíðu sinni, btb.is, að Róbert hafi verið vikið úr starfi árið 2008. Róbert segist hafa hætt störfum hjá Act­avis til að snúa sér að eigin fjárfestingum. Aðra ástæðu fráhvarfs hans frá fyrirtækinu segir Róbert vera að hann hafi ekki haft áhuga á því að starfa frekar með Björgólfi.

Starfsemi lífeyrissjóðanna rannsökuð

Rannsóknarnefnd skipuð af ríkissáttasemjara mun framkvæma úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Gert er ráð fyrir því að nefndin ljúki störfum með útgáfu skýrslu til stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir árslok 2010.

Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur

Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins.

Ölvisholt gjaldþrota og eigendur vilja kaupa reksturinn

Íslenska brugghúsið Ölvisholt sem framleiðir m.a Skjálfta, Freyju og Lava bjórana hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri þrotabúsins segir þó að reynt verði að tryggja rekstur brugghússins áfram.

Róbert Wessman birtir starfslokasamning sinn

Róbert Wessman þvertekur fyrir það að hafa verið rekinn úr starfi sem forstjóri lyfjafyrirtækisins Actavis árið 2008. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur haldið því fram að Róberti hafi verið vikið úr starfi forstjóra eins og fram kemur á nýrri heimasíðu hans. Róbert hafnar því hins vegar alfarið og hefur máli sínu til stuðnings ákveðið að birta afrit af starfslokasamningi sínum við Actavis

GAMMA lækkaði litillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 16,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 5,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 11,6 ma. viðskiptum.

Samið um kaup á Vestia

Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands.

Segir áróðursmeistara Björgólfs „þræða nýjar víddir“

Bæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, hafna staðhæfingum Björgólfs Thors sem hann setur fram á vefsíðu sinni BTB.is. Róbert segir að Björólfur sé að þræða nýjar víddir til að hreinsa skaðað orðspor sitt á vefsíðunni og leiti að blórabögglum fyrir því sem hefur misheppnast í hans fjárfestingum.

Vísitala byggingarkostnaðar fer hækkandi

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan ágúst 2010 er 102,5 stig. Þetta kemur fram frétt á heimasíðu Hagstofunnar en um 0,5 prósentustiga hækkun er að ræða frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í september 2010.

Róbert þvær af sér sakir

Rekstur Actavis var góður og mikið var fjallað um starfsemi félagsins af fjölmiðlum og greiningaraðilumbæði hér heima og erlendis, segir Róbert

Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“

Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag.

GAMMA heldur áfram að hækka

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI heldur áfram að hækka og hækkaði um 0,5% í dag í 13,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 4,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,7% í 9 ma. viðskiptum.

Mikill verðmunur á skólabókum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Farið var í sex verslanir og skoðað verð á 27 algengum nýjum bókum. Einnig voru skoðaðir tíu titlar á fjórum skiptibókamörkuðum. Mikill munur reyndist á verði nýrra og notaðra námsbóka og var munurinn oftast um eða yfir 100%.

Telja fasteignamarkaðinn vera að glæðast

Uppfærð spá Seðlabankans um bata og horfur í efnahagslífinu er að ýmsu leyti bjartari en spá bankans í maí. Innlend eftirspurn dróst minna saman en gert var ráð fyrir, fasteignamarkaðurinn er að glæðast og atvinnuleysi að hjaðna.

Aflaverðmætið jókst um 16,4%

Afli íslenskra skipa í fyrra var tæp 1.130 þúsund tonn, eða um 153 þúsund tonnum minni en árið 2008. Aflaverðmæti nam rúmum 115 milljörðum króna og jókst um 16,4% frá fyrra ári. Aflaverðmætið var hins vegar 2,8% minna ef mælt er á föstu verði.

Hættu við lán vegna Icesave

Fjárfestingabanki Evrópu hætti við að veita lán til Landsvirkjunar í júlí sl., sem átti að nýta til framkvæmda við Búðarhálsvirkjun vegna Icesavedeilunnar.

Hagnaður jókst um 20 prósent

Hollenska fyrirtækið Stork B.V. sem er að 17 prósentum í eigu Eyris Invest, jók rekstrarhagnað sinn um 20 prósent á fyrri helmingi ársins borið saman við árið í fyrra.

Hagnaður jókst um 135 prósent

Hagnaður Icelandic Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta var rúmir 2 milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs. Rekstrarhagnaður jókst um 20 prósent og var 4,1 milljarður. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Icelandic.

Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum

Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra.

SAS endurgreiðir 30 þúsund farþegum vegna eldgossins

SAS flugfélagið er þessa dagana að endurgreiða 25 þúsund viðskiptavinum sínum farmiða vegna þeirrar röskunar sem varð á flugsamgöngum þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð í apríl. Um 5 þúsund manns til viðbótar bíða þess að fá miðana greidda til baka, að því er fram kemur á norska viðskiptavefnum e24.no.

Gamma hækkaði um 0,6%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði töluvert í dag eða um 0,6% í 19 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 4,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 1% í 14,6 ma. viðskiptum.

Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings banka til 24. nóvember næstkomandi. Ákvörðun Kaupþings um að óska eftir þessari framlengingu var kynnt á fundi með kröfuhöfum 9. ágúst síðastliðinn.

Efnahagsbatinn hafinn

Visbendingar eru um að botn efnahagssamdráttarins sé að baki. Sé efnahagsbati hafinn eða við það að hefjast er það nokkru fyrr en Seðlabankinn spáði í Peningamálum í maí.

Stutt þar til fasteignamarkaðurinn nær botni

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,3% í júlí síðastliðnum frá fyrri mánuði samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem tekin er saman af Þjóðskrá Íslands og birt var síðdegis í gær.

Seðlabankinn hyggur á gjaldeyriskaup

Ástæður þess að stýrivextir voru lækkaðir um heilt prósent í dag eru minni verðbólga, lægri verðbólguvæntingar, sterkara gengi krónunnar og horfur á hraðari hjöðnun verðbólgu en áður var reiknað með. Þetta kom fram á fundi í Seðlabanka Íslands í morgun.

Icelandair Group boðar til hluthafafundar

Stjórn Icelandair Group hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 15.september næstkomandi klukkan fjögur. Í tilkynningu segir að á dagskrá fundarins verði kjör nýrrar aðal- og varastjórnar félagsins skv. 5. gr. samþykkta og lýsa stjórnarmenn því yfir að þar með ljúki kjörtímabili þeirra.

Veruleg fjölgun atvinnuauglýsinga

Atvinnuauglýsingum í dagblöðum fjölgaði um 21% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Capacent Gallup. Á árinu 2009 voru birtar samtals 3.480 atvinnuauglýsingar í dagblöðunum en á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er fjöldi atvinnuauglýsinga 2.457.

Hagnaður Eimskips umfram væntingar

Hagnaður Eimskips fyrstu sex mánuði árins 2010 er umfram væntingar að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu en rekstrarhagnaður var jákvæður um 3,4 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta var 1,3 milljarðar og heildareignir félagsins í lok júní voru 46 milljarðar. Eiginfjárhlutfall Eimskips er nú 54 prósent og vaxtaberandi skuldir eru 12 milljarðar.

Vaxtaákvörðun tilkynnt í dag

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður birt klukkan níu í dag. Tveimur klukkustundum síðar, eða klukkan 11 verða færð rök fyrir ákvörðuninni. Sérfræðingar hafa spáð nokuð umtalsverðri lækkun upp á 0,50 til eitt prósentustig.

Magma Energy greiddi fjóra milljarða fyrir HS Orku

Magma Energy er búið að greiða tæpa fjóra milljarða fyrir 38 prósent í HS Orku sem var í eigu Geysir Green Energy. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins í dag.

Farþegum Iceland Express fjölgar um 35%

Farþegar Iceland Express voru tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um er að ræða 35 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Það sem af er ágústmánuði hefur farþegum einnig fjölgað umtalsvert miðað við ágúst í fyrra.

Peningamálastefnan: Tvö andstæð sjónarmið

Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun. Greiningardeildir og hagfræðingar spá vaxtalækkun. Tvö andstæð sjónarmið takast á þegar kemur að peningamálastefnu í landinu um þessar mundir.

Samkomulag um fjármálastöðugleika undirritað

Í dag gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Í tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að samkomulagið hafi verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands.

Nefnd um fjármálastöðugleika skipuð

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu þann 6. júlí s.l. samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Um 9 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 9 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 6,5 ma. viðskiptum.

Spá 0,5% stýrivaxtalækkun

Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig á miðvikudag. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana muni þá lækka í 6,0% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 7,5%.

Sjá næstu 50 fréttir