Tekjur af áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi hafa aukist að undanförnu þótt sala á áfengi og tóbaki hafi dregist saman. Ástæðan er sú að þessi gjöld hafa hækkað verulega á undanförnum tveimur árum.
Þetta kemur fram í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem fjármálaráðuneytið birti í dag. Í uppgjörinu kemur fram að tekjur af áfengisgjaldi jukust um 11,6% frá fyrra ári og tekjur af tóbaksgjaldi um 9,6%. Aftur á móti drógust skattstofnarnir saman um 9,4%, sé miðað við áfengislítra, og 15,9%, sé miðað við sölu á sígarettum.
Fjármálaráðuneytið segir að tekjur af áfengisgjaldi séu 1,4% minni en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun fjárlaga fyrir fyrstu sex mánuði ársins og af tóbaksgjaldi 6,7% minni.
Í greiðsluuppgjörinu kemur líka fram að sala á eldsneyti hafi minnkað enda hafa opinberar álögur á eldsneyti aukist á undanförnum tveimur árum.
Sala á áfengi og tóbaki minnkar
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent
Viðskipti erlent

Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent


Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent


Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent