Makrílstríð í uppsiglingu - Skotar hafa fengið nóg 22. ágúst 2010 16:34 Makríll. Breskir sjómenn eru æfir út í íslenska og færeyska sjómenn vegna makrílveiða. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa Ísland og Færeyjar aukið makrílkvótann sinn samanlagt úr 27 þúsund tonnum upp í 215 þúsund tonn. Bretar, aðallega Skotar, eru beinlínis æfir vegna þess sem þeir kalla víkingaveiðar og hafa kallað á aðgerðir af hálfu ESB. Meðal annars heimta sjómenn í Skotlandi að hafnarbann verði sett á íslenska og færeyska togara. Það hefur ekki fengist en sjómenn í Aberdeenskíri meinuðu færeyskum sjómönnum á togaranum Júpíter að landa fisk þar í bæ fyrir stuttu. Þá hefur skoski þingmaðurinn Struan Stevenson blandað sér í baráttuna og fordæmt veiði Íslendinga og Færeyinga. Hann hefur einnig krafist þess að ESB taki á málinu. Þá greindi RÚV frá því fyrr í mánuðinum að sjávarútvegsstjórinn, Maria Damanaki, hefði sagt í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í upphafi mánaðar að óvíst væri hvort Íslendingar og Færeyingar fái að stunda fiskveiðar innan evrópskrar lögsögu á næsta ári. Við það tilefni sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra: - „Nú ef það verður svo mikil óbilgirni af hálfu ESB að þeir vilji fara að reka þessi mál með þeim hætti, nú þá er það þeirra vandamál. En af okkar hálfu er bara verið að sækja þarna með eðlilegum hætti, rétt okkar sem strandríki til þess að veiða makríl. Ég treysti því að ESB-ríkin átti sig á því og virði það, virði alþjóðleg lög með þessu sambandi.“ Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breskir sjómenn eru æfir út í íslenska og færeyska sjómenn vegna makrílveiða. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa Ísland og Færeyjar aukið makrílkvótann sinn samanlagt úr 27 þúsund tonnum upp í 215 þúsund tonn. Bretar, aðallega Skotar, eru beinlínis æfir vegna þess sem þeir kalla víkingaveiðar og hafa kallað á aðgerðir af hálfu ESB. Meðal annars heimta sjómenn í Skotlandi að hafnarbann verði sett á íslenska og færeyska togara. Það hefur ekki fengist en sjómenn í Aberdeenskíri meinuðu færeyskum sjómönnum á togaranum Júpíter að landa fisk þar í bæ fyrir stuttu. Þá hefur skoski þingmaðurinn Struan Stevenson blandað sér í baráttuna og fordæmt veiði Íslendinga og Færeyinga. Hann hefur einnig krafist þess að ESB taki á málinu. Þá greindi RÚV frá því fyrr í mánuðinum að sjávarútvegsstjórinn, Maria Damanaki, hefði sagt í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í upphafi mánaðar að óvíst væri hvort Íslendingar og Færeyingar fái að stunda fiskveiðar innan evrópskrar lögsögu á næsta ári. Við það tilefni sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra: - „Nú ef það verður svo mikil óbilgirni af hálfu ESB að þeir vilji fara að reka þessi mál með þeim hætti, nú þá er það þeirra vandamál. En af okkar hálfu er bara verið að sækja þarna með eðlilegum hætti, rétt okkar sem strandríki til þess að veiða makríl. Ég treysti því að ESB-ríkin átti sig á því og virði það, virði alþjóðleg lög með þessu sambandi.“
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira