Tilboð Magma dugar ekki VG Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:32 Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Skroll-Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira