Fleiri fréttir

Sitja uppi með hækkun á dreifigjaldi

Fjögurra manna fjölskylda getur mest sparað sér um hundrað krónur á mánuði með því að skipta við annan smásala eftir gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur. Þeir sitja hins vegar uppi með stórfellda hækkun á dreifigjaldi Orkuveitunnar.

Lifandi hænur rokseljast

Verð á lifandi hænum hefur rokið upp í Bretlandi undanfarin ár. Ástæðan er aukin spurn heimila og smábænda eftir slíkum húsdýrum. „Fólk vill komast í betri tengsl við náttúruna og það eykur áhuga fólks,“ segir Shelley Sanders, sem vinnur á kjúklingabúi í Dorsetsýslu í Englandi. Hún segir við breska blaðið Daily Mail að býlið selji 300 lifandi kjúklinga á mánuði. Mögulegt væri að selja mun fleiri hænur ef býlið gæti ræktað þær.

Fasteignir seldar fyrir 1300 milljónir í síðustu viku

Heildarvelta á fasteignamarkaði nam tæplega 1,3 milljörðum króna í vikunni sem leið. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu dagana 20. ágúst til og með 26. ágúst 2010 var 55. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á samning 22,9 milljónir króna.

Íslandsvinur stefnir Facebook og fleiri Internetrisum

Moldríki Íslandsvinurinn Paul Allen, sem er annar stofnenda Microsoft, hefur stefnt 11 Internetfyrirtækjum. Hann sakar þau um að hafa stolið Internetlausn sem að hann hafði einkaleyfi á. Á meðal þessara fyrirtækja eru Apple, Google, Facebook, Yahoo, YouTube og eBay, segir breska blaðið Daily Telegraph.

Engar afskriftir hjá Róberti Wessman

Róbert Wessman segir að engin lán Glitnis til hans verði afskrifuð, allar lánveitingar bankans til hans verði gerðar upp og hann hafi ekkert að fela.

Róbert Wessman meðal stærstu skuldara Glitnis

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, var með 22 milljarða króna útistandandi lán hjá Glitni banka, rétt fyrir hrunið, en aðeins ári áður seldi hann hluti sína í Actavis til Novators fyrir um það bil 11 milljarða króna. Stærstur hluti lánsins er að öllum líkindum glatað fé.

Sigurður Einarsson neitar að biðja þjóðina afsökunar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, segist ekki ætla að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu þar sem hann hafi ekki haft neitt umboð frá henni, aðeins hluthöfum Kaupþings. Honum þykir samt leitt að starfsemi bankans hafi bitnað á fólkinu í landinu.

Bjarni Ármanns: Átti ekki íbúðina í Noregi

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segist ekki hafa átt íbúð í Noregi sem hann dvaldi í meðan hann var bankastjóri. Þá segir hann að kostnaður sem bankinn greiddi vegna dvalar hans hafi verið hluti af rekstrarkostnaði bankans, enda var íbúðin eign bankans.

Nýskráningum einkahlutafélaga fækkar

Í júlí 2010 voru skráð 103 ný einkahlutafélög samanborið við 208 einkahlutafélög í júlí 2009, sem jafngildir rúmlega 50% fækkun milli ára. Á sama tíma voru 39 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 35 fyrirtæki í júlí 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Vísitala framleiðsluverðs lækkar

Vísitala framleiðsluverðs í júlí lækkaði um 3,3% frá júní. Miðað við júlí 2009 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 6,1%, að því er fram kemur á veg Hagstofu Íslands.

Öllum framkvæmdastjórum Landsbankans sagt upp

Öllum núverandi framkvæmdastjórum Landsbankans, átta að tölu, verður sagt upp og stöður þeirra auglýstar lausar til umsóknar. Þetta er á meðal þess sem kom fram þegar Steinþór Pálsson bankastjóri kynnti í gær nýtt skipurit fyrir starfsmönnum í gær.

ÍLS tapar 1,7 milljarði, sjóðurinn á nú 739 íbúðir

Tapið af rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrstu sex mánuðum ársins nam tæpum 1,7 milljarði kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sjóðsins í lok júní nam 8.4 milljörðum kr. og er eiginfjárhlutfallið því komið niður í 2,1%. Sjóðurinn á nú orðið 739 íbúðir sem hann hefur leyst til sín.

Fyrstu skref í átt að stórframkvæmdum

Tilboð í byggingarhluta Búðarhálsvirkjunar voru opnuð í dag þrátt fyrir að alger óvissa ríki um fjármögnun verksins. Þetta eru fyrstu skref að því að koma stórframkvæmdum í gang eftir efnahagshrunið sem varð haustið 2008.

Jarðboranir hafa fækkað starfsmönnum úr 210 í 90

Jarðboranir ætla að segja upp 20 starfsmönnum og taka uppsagnirnar til allra deilda félagsins. Meginástæðan fyrir þessum uppsögnum er sá dráttur sem orðið hefur á fyrirhuguðum framkvæmdum við orkuöflun í tengslum við álverið í Helguvík. Í tilkynningum frá Jarðborunum segir að fyrirtækið hafi eins og fjölmörg íslensk fyrirtæki þurft að draga saman seglin í þeirri efnahagslægð sem nú ríki. Fyrir utan almennar hagræðingaraðgerðir hafi félagið neyðst til að fækka starfsmönnum úr 210 niður í 90 á tveimur árum.

GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns

Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus.

Íslandsbanki sendir ekki greiðsluseðla í september

Íslandsbanki Fjármögnun hefur ákveðið að senda ekki út greiðsluseðla vegna gjalddaga í september á bílalánum og kaupleigusamningum í erlendri mynt. Áður hafði bankinn frestað gjalddögum í júlí og ágúst á fyrrgreindum lánum, þar sem óvissa ríkti um hvernig haga skyldi endurreikningi þeirra í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 16. júní um ólögmæti lánanna.

Stjórnendur VBS fjárfestingabanka lengdu í eigin kúlulánum

Stjórnendur og starfsmenn VBS fjárfestingabanka lengdu í eigin kúlulánum upp á millarð króna, á svipuðum tíma og ríkið lagði tugi milljarða til bankans. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag. Þar segir að með því að færa til gjalddaga, en á kúlulánum er aðeins einn gjalddagi, hafi stjórnendurnir komið sér undan því að þurfa að greiða nokkuð af lánunum næstu sjö árin.

Tilboð opnuð í Búðarhálsvirkjun

Tilboð verða opnuð í byggingarhluta Búðarhálsvirkjunar í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Landsvirkjun er gert ráð fyrir að verkið hefjist fyrir árslok og að virkjunin verði komin í fullan rekstur fyrir árslok 2013. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi ársverka sem skapist á Íslandi vegna byggingar virkjunarinnar verði á milli 600-700 yfir allan framkvæmdartímann. Þegar flest verði á vinnustað verði þar um 300 manns.

Íslendingar þéna vel á samgöngum

Þjónustujöfnuður á öðrum ársfjórðungi var jákvæður um 13,6 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur á þjónustu nam 79,6 milljörðum króna en innflutningur á þjónustu 66,0 milljörðum króna.

Um 4,5% verðbólga

Tólf mánaða verðbólga er 4,5% samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Neysluverðsvísitala án húsnæðis er um 5,8%. Neysluverðsvísitalan er 363 stig og hækkaði um 0,25% frá fyrri mánuði. Neysluverðsvísitala án húsnæðis er hins vegar 344,9 stig og hækkaði um 0,38%

Vill síður selja orku til álvera

Ross Beaty, hinn kanadíski eigandi Magma Energy, móðurfélags HS Orku, gefur í skyn í bréfi sem hann skrifaði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra nýlega, að hann hafi lítinn áhuga á að HS Orka selji orku til álvers Norðuráls í Helguvík. Hann kjósi frekar að sú „græna orka" sem HS Orka framleiðir úr jarðvarma á Reykjanesi og Svartsengi verði seld öðrum kaupendum en álveri.

Þrír skulda um átta hundruð milljónir

Ákveðið var á fundi skiptastjóra þrotabús BGE eignarhaldsfélags í gær að innheimta lán sem félagið veitti fyrrum starfsmönnum Baugs. Skuldin nemur um einum milljarði króna.

Neytendastofa sektar Vodafone og Tal

Neytendastofa sektaði fyrirtækin Tal og Vodafone á mánudag fyrir brot á samkeppnislögum, um tvær og hálfa milljón hvort. Síminn kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsinga sem birtar voru í útvarpi og á netinu.

Með níu þúsund á tímann allan sólarhringinn

Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni.

Neytendastofa kannaði verðmerkingar á söfnum

Aðeins eitt safn af 21 á höfuðborgarsvæðinu var ekki með verðmerkingar í lagi þegar Neytendastofa kannaði málið á dögunum. Það safn sem ekki var með upplýsingar um aðgangseyri til sýnis á safninu var Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg. Í öllum tilfellum reyndust verðmerkingar á minjagripum og öðrum sambærilegum vörum í lagi.

Landsbankinn segir ógerlegt að selja Vestia í opnu söluferli

Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli.

Viðsnúningur í rekstri Skipta

Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 6 milljónum króna.Tap á sama tímabili í fyrra var 2.088 milljónir króna. Sala nam 19,6 milljörðum króna samanborið við 19,8 milljarða á sama tímabili árið áður sem er 0,6% samdráttur. Innri tekjuvöxtur var 1,3% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,7 milljörðum króna samanborið við 4,2 milljarða fyrir sama tímabil 2009. EBITDA hlutfall var 18,9%, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skiptum.

Gamma hækkaði um 0,5%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 17,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 8,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,4% í 8,5 ma. viðskiptum.

Hagnaður TM dróst saman um 35%

Hagnaður TM af reglulegri starfsemi á fyrri helmingi ársins var 319 milljónir króna, samanborið við 491 milljón krona hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá TM. Eigið fé fyrirtækisins nam 8357 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall 26% þann 30 júní síðastliðinn

Haraldur Flosi vill loka á arðgreiðslur

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, vill endurskoða stefnu um arðgreiðslur Orkuveitunnar til eiganda síns, Reykjavíkurborgar. Hann segir hækkun gjaldskrár ekki vera til að geta greitt arð heldur svo Orkuveitan geti mætt skuldbindingum sínum.

Lækkuðu eldsneytisverðið í morgun

Atlantsolía og Orkan lækkuðu í morgun eldsneytisverð á stöðvum sínum. Bensínlítrinn lækkaði um tvær krónur og dísellítrinn um eina krónu. Ástæðu verðlækkunarinnar má rekja til lækkandi heimsmarkaðsverðs.

Bankastjóri tjáir sig ekki um uppsagnir

Stjórnendur Landsbankans eru að ljúka við stefnumótun og verða niðurstöður hennar kynntar í lok mánaðar. Endanleg útfærsla verður kynnt í október. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki fara ítarlega út í vinnuna, sem staðið hefur yfir frá því hann tók við starfinu í byrjun júní.

Eyrir samdi við lánardrottna

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest hagnaðist um 3,2 milljónir evra, jafnvirði um 490 milljóna króna, á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 11,5 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Neikvæður gengismunur og beiting hlutdeildaraðferðar á eignir félagsins hafa áhrif á samanburðinn.

Ekki fjallað um virkjanaleyfi vegna ónægra upplýsinga

Orkustofnun fjallar ekki um virkjanaleyfi fyrir HS orku fyrr en fyrirtækið hefur fært henni frekari gögn um nýtingarþol jarðhitasvæðisins úti á Reykjanesi. Málið hefur verið í höndum HS orku síðan í mars.

Seðlabankinn má eiga Sjóvá

Fjármálaeftirlitið veitti Eignasafni Seðlabanka Íslands nýverið heimild til þess að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Vilja ræða kaupin á Vestiu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia.

Um 12 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 12,2 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 6,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 6 ma. viðskiptum.

Ólafur Páll er hæfur til að sitja í Magma nefnd

Ólafur Páll Jónsson er hæfur til að sitja í nefnd um kaup Magma Energy Sweden AB á eignarhluta HS Orku ehf. og starfsumhverfi orkugeirans, samkvæmt niðurstöðu forsætisráðuneytisins.

Fréttin af hönnunarstuldi Beyonce eins og eldur í sinu

Frétt Fréttablaðsins um að söngkonan Beyonce hafi stolið íslenskri fatahönnun þegar að hún setti á markað nýjar leggingsbuxur fer eins og eldur í sinu um netheimana þessa dagana. Fréttablaðið benti á það fyrir fáeinum dögum að buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust.

Vísbendingar um olíu við Grænland

Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur uppgötvað gas í Baffinflóa við strendur Grænlands sem gæti þýtt að þar væri olíu að finna. BBC fréttastofan segir að umhverfisverndasinnar séu uggandi yfir þessum tíðindum og minni á öll ósköpin sem hafi gengið á vestanhafs vegna olíulekans í Mexíkóflóa. Grænfriðungar hafa sent mótmælaskip til Baffinflóa vegna þessa. Olíuboranir halda samt áfram frammá haustið.

Pakistanar ræða við AGS

Yfirvöld í Pakistan eiga nú viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um risalán vegna flóðanna sem hafa valdið gríðarlegu tjóni í landinu undanfarnar þrjár vikur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir svæðisstjóra sjóðsins að um 11 milljarða dollara lán sé að ræða. Til samanburðar má nefna að Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar lofað hálfum milljarði dollara til hjálparstarfs á svæðinu.

Lögmenn ráða hvaða gögn þeir vilja sjá

Formaður slitastjórnar Glitnis hafnar alfarið ásökunum um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum með kröfugerð í dómsmáli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum.

Árni Páll vill lengja rétt til atvinnuleysisbóta

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, vill að tíminn sem fólk á rétt til atvinnuleysisbóta verði lengdur tímabundið úr þremur árum í fimm. Þetta kom fram á samráðsfundi hans með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var 16. júní síðastliðinn.

Gamma hækkaði um 0,2%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 4,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 2,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 1,5 ma. viðskiptum.

Sjá næstu 50 fréttir