Með níu þúsund á tímann allan sólarhringinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:30 Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32