Stýrivaxtalækkun háð aðgerðum í ríkisfjármálum 25. maí 2009 09:26 Í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans, sem birt var í síðustu viku, er að finna setningu sem greining Kaupþings telur afgerandi við næstu stýrivaxtaákvörðun. Setningin hljóðar svo: „Lækkun stýrivaxta getur þó aðeins komið til hafi trúverðug áætlun um aðgerðir stjórnvalda varðandi fjármálastefnuna litið dagsins ljós." Þetta er lykilsetning í fundargerðinni og skiptir miklu máli að mati greiningarinnar að því er segir í Markaðspunktum hennar. „ Greiningardeild telur athyglisvert að þessari setningu skuli hafa verið sleppt í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar á vaxtaákvörðunardeginum og veltir því fyrir sér hvort henni hafi jafnvel verið bætt inn í fundargerðina eftir á," segir í punktunum. „Eftir að sendifulltrúi IMF lýsti því yfir opinberlega að ekki væri svigrúm til frekari vaxtalækkana...Með þessari setningu í fundargerðinni er nú formlega búið að hnýta saman gagnrýni IMF og Seðlabankans á stjórnvöld." Ennfremur segir að boltinn sé nú alfarið í höndum stjórnvalda og aðeins 10 dagar í næstu stýrivaxtaákvörðun. Hér má bæta því við að þegar peningastefnunefnd lækkaði stýrivexti sína síðast kom fram hjá nefndinni að hún vænti þess að hægt verði að lækka stýrivexti umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní. Margir töldu þá að hér ætti nefndin við svipaða lækkun og varð í maí eða 2-3 prósentustig sem telst umtalsverð lækkun í alþjóðlegu samhengi. Nú virðist sem nefndin sé að koma þeim skilaboðum á framfæri að ef stjórnvöld hafi ekki lagt fram „trúverðuga áætlun um aðgerðir" verði stýrivaxtalækkunin ekki umtalsverð. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans, sem birt var í síðustu viku, er að finna setningu sem greining Kaupþings telur afgerandi við næstu stýrivaxtaákvörðun. Setningin hljóðar svo: „Lækkun stýrivaxta getur þó aðeins komið til hafi trúverðug áætlun um aðgerðir stjórnvalda varðandi fjármálastefnuna litið dagsins ljós." Þetta er lykilsetning í fundargerðinni og skiptir miklu máli að mati greiningarinnar að því er segir í Markaðspunktum hennar. „ Greiningardeild telur athyglisvert að þessari setningu skuli hafa verið sleppt í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar á vaxtaákvörðunardeginum og veltir því fyrir sér hvort henni hafi jafnvel verið bætt inn í fundargerðina eftir á," segir í punktunum. „Eftir að sendifulltrúi IMF lýsti því yfir opinberlega að ekki væri svigrúm til frekari vaxtalækkana...Með þessari setningu í fundargerðinni er nú formlega búið að hnýta saman gagnrýni IMF og Seðlabankans á stjórnvöld." Ennfremur segir að boltinn sé nú alfarið í höndum stjórnvalda og aðeins 10 dagar í næstu stýrivaxtaákvörðun. Hér má bæta því við að þegar peningastefnunefnd lækkaði stýrivexti sína síðast kom fram hjá nefndinni að hún vænti þess að hægt verði að lækka stýrivexti umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní. Margir töldu þá að hér ætti nefndin við svipaða lækkun og varð í maí eða 2-3 prósentustig sem telst umtalsverð lækkun í alþjóðlegu samhengi. Nú virðist sem nefndin sé að koma þeim skilaboðum á framfæri að ef stjórnvöld hafi ekki lagt fram „trúverðuga áætlun um aðgerðir" verði stýrivaxtalækkunin ekki umtalsverð.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira